Leita í fréttum mbl.is

Michael Mann

hæstvirtur ambassador ESB á Íslandi skrifar grein fyrir ESB í Fréttablaðið í dag.

Skiljanlega mæra hans hávelborinheit Mann ambassador Evrópusambandið og hina nýju forstýru sem íbúar hafa nú fengið yfir sig án þess að hafa kosið hana sértaklega.

Herra Mann lýsir uppbyggingu og stefnu sambandsins ágætlega.Hann nefnir ekki að sambandið er að rýrna um meira en 60 milljónir við útgöngu Breta innan tíðar og er því ekki 500 milljónir manna lengur.

Jafnframt blasir við öllum hversvegna Evrópusmbandið getur aldrei keppt við lýðræðisríkið USA vegna þess að þjóðarvitundina vantar.

Herra Mann segir í niðurlagi:

"Í innflytjendamálum hefur von der Leyen heitið nýju samkomulagi um fólksflutninga og hælisleitendur svo stemma megi stigu við ólögmætum fólksflutningum, berjast gegn smyglurum og mansali, vernda rétt hælisleitanda og bæta aðstöðu f lóttamanna.

Hún stefnir að því að flýta fyrir mönnun Evrópsku landamæra- og landhelgisgæslunnar.

Hún lagði áherslu á að NATO verði ávallt hornsteinn varna Evrópu. Evrópa mun halda áfram samvinnu við Bandaríkin, en um leið styrkja evrópska stoð varnarmála, með því að byggja á þeim árangri sem þegar hefur náðst í samvinnu Evrópulanda á því sviði.

Lýðræði og samráð

Til að auka lögmæti evrópsks lýðræðis hefur nýi forsetinn ákveðið að semja löggjöf þegar meirihluti þingmanna Evrópuþingsins krefst þess.

Von der Leyen vill líka að borgarar Evrópusambandsins taki þátt og leiki lykilhlutverk í uppbyggingu Evrópusambandsins til framtíðar, meðal annars með ráðstefnu um framtíð Evrópu sem hefst árið 2020 og stendur yfir í tvö ár.

Undanfarna áratugi hefur Evrópusambandið stækkað, þroskast og eflst, með 500 milljónir íbúa, þar af yfir 200 milljónir sem kusu í Evrópuþingskosningunum í maí.

Evrópa hefur áhrif og vill taka ábyrgð á sjálfri sér og umheiminum. Viðfangsefni Ursulu von der Leyen næstu fimm árin verður að leiða þetta einstaka og öf luga verkefni til farsællar framtíðar."

Ekki get ég sagt að herra Mann hafi sannfært mig um ágæti Erópusambandsins í þessari grein frekar en annar málflutningur í þá veru. Miklu frekar blasa við mér hvernig skortur á þjóðernisvitund í þessu tollasambandi getur aldrei keppt við þá lýðræðisþjóð sem  því var gegn stefnt, Bandaríkjum Norður- Ameríku.

Mér finnst reynslan í utanríkismálum frá tímum Bosníu-stríðsins ekki benda til þess að Evrópusambandið geti ákveðið sig í því að beita sameiginlegum herstyrk eins og hinn nýi forseti boðar að setja skuli á stofn. Eða hvernig hafa efnahagsmál þróast í þessu Evrópusambandi borið saman við hagvöxt og atvinnu í USA? Hvar er hagvöxturinn og atvinnan fyrir unga fólkið í sambandsríkjunum?

Þurfa ekki hans hávelborinheit Herra Michael Mann að koma með frekari framtíðarsýn og vitnisburði um árangur fyrir þetta mikla embættimannastjórnaða skriffinnskubákn Evrópusambandið, sem ekki hefur getað skilað ársreikningum um árabil  ef hann ætlar að sannfæra Íslendinga um ágæti þess?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Tek undir með þér kæri Halldór. 

Fólksfjöldi Stóra Bretlands mun vera núna 66.990.989, sjá nánar: https://www.worldometers.info/world-population/uk-population/  .

Hvað undirritun löggildra endurskoðenda má sjá hér: https://www.worldometers.info/world-population/uk-population/

.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.7.2019 kl. 10:34

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Afsakið, held ég hafi sett inn vitlausa slóð fyrir endurskoðunina :

http://www.efddgroup.eu/newsroom/press-releases/eu-accounts-fail-audit-for-19th-year-in-a-row

.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.7.2019 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband