Leita í fréttum mbl.is

Þar hafa menn það

óþvegið hver er stefna Samfylkingarinnar í fullveldismálum Íslands. Það er að leggja það niður og ganga í ESB.

Logi Már formaður skrifar góða grein í Fréttablaðið í dag. Hann lýsir þar helstu kostum þess sem við fengum með EES.

Logi segir:

"Í flóknum veruleika samtímans verður sífellt augljósara hversu miklu máli fjölþjóðleg samvinna skiptir fyrir örþjóð eins og Ísland. Hraðar tæknibreytingar kalla á sameiginlegar lausnir en erfiðasta og brýnasta verkefnið er að stemma stigu við hamfarahlýnun – og það mun ekki takast nema með samvinnu sem flestra þjóða. Þar er Evrópusambandið í fararbroddi.

Með aðild að EES-samningnum breyttist Ísland úr 300 þúsund manna markaði í 500 milljóna.

En stundum gleymast áhrif samningsins á daglegt líf einstaklingsins.

Á svipstundu fengu Íslendingar frelsi til að ferðast, vinna og mennta sig hvar sem er á Evrópska efnahagssvæðinu.

Í gegnum EES-samninginn höfum við líka tekið upp tilskipanir frá Evrópusambandinu um bætt loftgæði og meira jafnrétti.

Tilskipanir sem auka réttindi launafólks, t.d. varðandi frítíma og sveigjanleika í vinnu til að sjá um börnin okkar eða nána aðstandendur, sem færa okkur betri og öruggari lyf, gera okkur kleift að vafra á snjallsímanum hvar sem er í Evrópu eins og við værum heima hjá okkur, tryggja rétt okkar ef flugi innan Evrópu seinkar eða fellur niður.

Tilskipanir sem hvetja til framleiðslu á umhverfisvænni vörum, tryggja virkari samkeppni og bæta starfsumhverfi ör- og smáfyrirtækja. Allt þetta, og meira til, hefur áhrif á daglegt líf okkar.

Í samningnum um EES er sem sagt margt afar jákvætt en annað sem skiptir okkur minna máli. Í sérstökum tilvikum er hægt að semja um einstakar undanþágur áður en til innleiðingar kemur, eftir að lög hafa verið samþykkt hjá ESB.

EES-samningurinn er okkur því mjög mikilvægur en þó aðeins næstbesti kosturinn sem okkur stendur til boða; allra best væri full aðild að ESB með möguleikum til ríkari áhrifa á daglegt líf okkar til framtíðar.

Rúsínan í pylsuendanum væri svo auðvitað aðgangur að öflugri og stöðugri mynt með margfalt lægri vaxtakostnaði og þar með ódýrara húsnæði og matarkörfu auk stöðugra starfsumhverfis fyrir fyrirtæki.

Ekkert myndi skila venjulegum íslenskum heimilum meiri kjarabót."

Látum vera að Logi hafi ekki heyrt um Brexit þar sem 500 milljónir breytast í 400 milljónir manna.

Fullyrðingar um farsímafrelsið standast auðvitað ekki þar sem símafrelsið og ferðafrelsið gildir um allan heim. 

Fyrir tíma EES gátu Íslendingar ferðast og sótt sér menntun hvar sem var í ESB löndunum. EES samninginn þurfti ekki til þess svo mikið er víst. 

Logi fullyrðir eins og aðrir íslenskir stjórnmálamenn að við eigum EES allt að þakka.

Hver getur fullyrt að við hefðum ekki fengið öll þessi réttindi með frjálsum samningum við önnur ríki um leið og við hefðum losnað við alla delluna sem við erum búnir að láta yfir okkur ganga með EES aðildinni eins og aðskilnað orkusölu og dreifingu og allskyns vitleysu sem ekkert hefur gert annað en að auka kostnað og skriffinnsku?

Til  hvers höfum við fullveldi ef það nær ekki til að semja við önnur ríki? Stunda Íslendingar ekki viðskipti og nám um alla heimsbyggðina og við gerum sífellt betri samninga út um allt?

En við höfum samt ekki enn ekki fengið EES fullgiltan gagnvart okkur tollalega þó aldarfjórðungur sé liðinn frá gerð hans.

Hún er hvimleið þessi órökstudda fullyrðing um ágæti EES samningsins sem er eins órökstudd og trúarjátning í hákirkju.

Síðustu fullyrðingu  Loga geta menn svo borið saman við ástandið í Grikklandi og Spáni þar sem atvinnuleysi ungs fólks er 40 % og alger efnahagsleg stöðnun ríkir samanborið við Bandaríkin hjá hinum vonda Trump sem sem prófessor doktor Þorvaldur Gylfason þykist hafa ráð á að kalla rasista í tvígang í enn einni soragrein sinni í sama blaði.

Maður veltir fyrir sér hvaða nöfn væri hægt að velja á Þorvald þennan ef maður vildi leggjast niður í svaðið til hans. Hann gerir föður sínum skömm til þar sem dr. Gylfi var fágætur séntilmaður í alla staði og ógleymanlegur þeim sem kynntust honum.

En innganga í ESB, upptaka Evru með öllu sínu atvinnuleysi, örbirgð og Þýskalandsþjónkun er það sem hæst ber hjá Loga Má og Samfylkingunni . 

Ekki dettur mér í hug að kjósa neitt í þessa veru, hvorki þessa Samfylkingu eða hinn tvíburann hennar Þorgerðar Katrínar sem hún kallar öfugmælinu Viðreisn.

Þar hafa menn það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Þú skýtur þér fimlega framhjá því að minnast á hvað hagstjórn peningamála yrði sett á stall með siðmenntuðum þjóðum, svo ekki sé nú talað um hið svívirðilega vaxtaokur og verðtrygging sem yrði færð niður á siðmenntað plan. - Af hverju talar þú ekkert um það sem kost í stöðunni ??

Már Elíson, 1.8.2019 kl. 11:27

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þetta er frábært Halldór! Þetta er eins og að fá nýjan bíl í jólagjöf.

Um það bil 40 prósent af fylgi Samfylkingarinnar er komið með krónískt ofnæmi fyrir ESB. Flokks"forystur" Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks vinna sem einn maður að því að stúta sér saman í sömu kompunni.

En Samfylkingin á því miður ekkert sem jafnast á við ESB-hugmyndafræðinginn Björn Bjarnason sem sker hnífskarpur fylgið af xD með óbilandi öryggi. Fólki, þ.e. kjósendum, er svo brugðið að það trúir varla sínum eigin augum. Það sér maður líka á fylginu. 

Endilega að leyfa þeim að fara þessa leið og alls ekki að trufla þá á meðan gert er í nýju icesave-buxurnar.

Nú vantar bara eina stóra allsherjarárás á SDG og þá fer hann fram úr xD. Fólk er ekki heimskt, þú sérð það á sögunni og fylginu. Því meira sem DDÚV kommast því fleiri hægristjórnir fáum við. Fólk er ekki heimskt.

Ekkert slær við 0,2 prósent hagvexti í ESB. Og ekkert slær því við að 28 prósent allra í ESB hafa ekki efni á að taka sér einnar viku sumarfrí.

Tölurnar fyrir Ísland úr töflu ESB-hagstofnunnar í þessum efnum (tafla ilc_mdes02.) sem vísað er til í þessari frétt í gær eru þessar:

2009 = 4,4%

2010 = 7,0%

2011 = 7,8%

2012 = 7,8%

2013 = 7,3%

2014 =5,6%

2015 = 4,5%

2016 = 10,9%

Það er svo gott að vera aðili að vanþróaðasta efnahagssvæði hins þróaða hluta heimsins, og sem er með svo lélega innlenda eftirspurn að flytja verður út næstum helming landsframleiðslunnar til annarra landa utan ESB, með betri og og kaupsterkari neytendur. Aðeins þriðjaheimsríki hafa þetta þannig. Ekkert stórt sæmilega þróað hagkerfi veraldar hefur svona lélega innlenda eftirspurn. Bandaríkin flytja út 12 prósent landsframleiðslu sinnar, og helmingur þess fer til Kanada og Mexíkó.

Og svo er það peningaskömmtun á evrusvæðinu, 50 prósent atvinnuleysi árum saman, þjóðargjaldþrot og ástand peningamála sem er svo svart að seðlabanki evrusvæðisins hefur neyðst til að kaupa upp 40 prósentur landsframleiðslunnar á evrusvæðinu. Það verður gaman þegar Þjóðverjar senda Luftwaffe til innheimtu, eða hitt þó heldur.

Öruggast er auðvitað að kjósa Miðflokkinn fyrir Íslendinga. Þá sleppa þeir við að verða nýlenda á ný.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 1.8.2019 kl. 11:48

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir góðar kveðjur og oflof Gunnar. Og takk fyrir allar skarplegar athugasemdir.

Halldór Jónsson, 1.8.2019 kl. 12:12

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Glæsileg frammistaða hjá litla Íslandi, með 6,9% ársmeðaltals-hagvöxt árin 2009-2016, en Evrópusambandið dólar nú letilega á eftir, eins og Spánverji í sinni miðdags-siestu, með 0,2% hagvöxt! -- og atvinnuleysið eftir því ! En hingað sækir fólk þaðan í leit að atvinnu!

En þá er einmitt ráðið fyrir ESB-trúboða-liðið, Loga, Þorgeirði Katrínu o.fl., ásamt sínum sendiherra M. Mann, að skrifa áróðurs- og skrökgreinar um meint ágæti Evrópusambandsins! Um það o.fl. fjallar þessi grein síðan í morgun á Fullveldisvaktinni (ásamt umræðum): Sendiherra brýtur gegn skyldum sínum með áróðursgrein fyrir innlimun Íslands í stór­veldi sitt!

Svo er enn eftir að fara í saumana á fleiri ósannindum Loga & Co. í þessu sambandi. T.d. er ekkert beint, skyldubundið samband milli vaxta og evruupptöku, og verðtrygging er ekki bönnuð í ESB-ríkjum.

Jón Valur Jensson, 1.8.2019 kl. 15:24

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Já og takk fyrir Jón Valur þínar athuganir.Að bera þær saman við ESB-messurnar hjá Óla Bieltved, Þorgerði og Loga getur gert mann orðlausan og látið mann tapa trúnni á heilbrigða skynsemi mannkynsins.

Halldór Jónsson, 2.8.2019 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 3419867

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband