Leita í fréttum mbl.is

Kjarnorka á komandi tímum

á  bloggi Ágústar frænda míns H. Bjarnason rafmagnsverkfræðings frá 2008, alnafna afa síns, sótti ég upplýsingar um bók sem afi okkar, prófessor doktor Ágúst H. Bjarnason, þýddi á sínum tíma.

agust_h_bjarnason_professor

Kveikjan að þessum hugrenningatengslum mínum eru þær sveiflur í kjánaumræðunni um CO2 mengun sem allt ætli að drepa í hamfarhlýnun, hatur á nýjum virkjunum og kjarnorkuverum, sem græningjar í Þýzkalandi krefjast að sé lokað, sem er auðvitað bein ávísun a meiri brúnkolabrennslu og meira CO2.

En græningjar þessir þar í landi, sem eru álíka furðuflokkur og íslenskir Píratar, að maður tali ekki um fyrirbrigðið Vinstri Græna flokkinn sem fæstir skilja nú orðið.

 

 

Alþýðufræðarinn Ágúst H. Bjarnason

 

Frakkar byggja hinsvegar kjarnorkuver ótrauðir og selja Þjóðverjum rafmagn

 

úr þeim yfir landamærin. Við seljum svo upprunaábyrgðir fyrir rafmagn til Þjóðverja sem vottfesta að þeir noti hreina orku sem er allt annað en kjarnorka eða kolabrennsla.

“If climate protection really matters to us, the nuclear power plants need to run longer,” Herbert Diess, the VW chief executive, told Tagesspiegel newspaper.

“The priorities are the wrong way round: first we need to get out of coal, and then out of nuclear power.”

Germany is among world leaders in developing renewable energy, and currently generates 47 per cent of its energy from renewable sources.

 But it also generates 30 per cent from coal, and experts warn renewable sources are not yet ready to replace the 13 per cent currently generated by nuclear power.
 

“Nuclear energy should continue to be part of our energy policy because only it can meet the baseload, and is cheap and carbon-free,” Wolfgang Reitzle, the chairman of Continental and the multinational Linde industrial group, said recently.

“Anyone who is in favor of low-carbon energy generation and guaranteed energy supply security cannot avoid nuclear energy,” Klaus-Peter Willsch, an MP from Mrs Merkel’s Christian Democrat party (CDU), told Bild newspaper.

“In terms of climate protection, nuclear energy is the cleanest way of generating energy.”

But the German Green Party, which made sweeping gains in the European elections and recently overtook Mrs Merkel’s party to take first place in the German opinion polls, remains implacably opposed.

“We are for a world without nuclear energy,” the party’s manifesto says. “We want the dangerous reactors around Europe and across the world to be shut down immediately.”

 

 

Bullukollar á borð við umhverfisráðherra okkar sem enginn kaus snúast í hringi og vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga í baráttu sinni við boðaða hamfarahlýnun andrúmsloftsins vegna útblásturs CO2.

Þeir hatast á sama tíma við virkjanir og orkuvinnslu. Vilja ekki vindmyllur af því þær séu svo  ljótar, vilja ekki kjarnorku þó að hún sé minnst mengandi af allri orkuvinnslu annarri en vatnsorku,  en heimta um leið bætt lífskjör fyrir fátæka og aukinn innfluttan fólksfjölda.

Það vantar sárlega aukna skynsemi í þjóðmálaumræðuna. En til hennar sjást því miður fá merki þegar maður lítur yfir stjórnmálavettvanginn þar sem heimaaldir fáráðlingar eru fyrirferðarmestir auk þess að vera háværastir.

Íslendingar ættu í alvöru að fara að ræða að nota kjarnorku sem virkjanavalkost og nota Atlanzhafið til kælingar. Við þurfum að venja fáráðlingana okkar við tilhugsunina um þennan valkost sem ætti ekki að ráðast af tilfinningum eða upphrópunum heldur rökhyggju.

Bókin hans Davíðs Dietz , Kjarnorka á komandi tímum, getur verið þörf áminning um raunsæi í orkumálum sem getur auk þess farið vel saman við baráttuna við minni útblástur CO2 sem sumir trúa að eiga að vera sem minnstur. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband