Leita í fréttum mbl.is

Frjálslynd alţjóđahyggja

opin landamćri og yfirţjóleg völd eru ţađ sem gáfađri hluti okkar ţjóđar ađhyllist sem rétthugsun.

Benedikt Jóhannesson er gott dćmi um hversu mjög hann vorkennir okkur hinum fyrir ađ vera eins vitlaus og viđ erum.

Hann skrifar í Mogga:

"Vofa leikur nú ljósum logum um hinn vestrćna heim – vofa einangrunarstefnunnar.

Í kreppunni miklu áriđ 1930 reyndu margar ţjóđir ađ bregđast viđ atvinnuleysi međ ţví ađ einangra sig efnahagslega og pólitískt. Stjórnmálamenn skiptu heiminum í okkur og hina. Hinir voru óvinirnir. Sjálfstćđi fólst í ţví ađ vera sjálfum sér nógur um allt, engum öđrum háđur.

Tortryggnin leiddi smám saman til algjörrar firringar. Sumt gott fólk sannfćrđist um ađ ákveđnir hópar vćru óćskilegir og sćtu á svikráđum. Jafnvel ţeir, sem hvorki hötuđu né fordćmdu ţá ofsóttu, töldu vissara ađ ţegja ţunnu hljóđi međan ofstćkiđ jókst stig af stigi.

Eftir hörmungar heimsstyrjaldarinnar náđi skynsemin um hríđ yfirhöndinni á Vesturlöndum. Samvinna ţjóđa jókst á ýmsum sviđum. Íslendingar báru gćfu til ţess ađ taka ţátt í fjölţjóđlegum stofnunum sem unnu ađ ţví ađ allir sćtu viđ sama borđ, notuđu sömu reglur og hefđu sama rétt. Stundum náđi ţjóđin samstöđu um ađild, um önnur framfaraskref urđu deilur.

Oftast snerust sósíalistar og arftakar ţeirra á móti ađild, ekki síst vegna samstöđu međ Sovétríkjunum sem ţá voru óskalandiđ. Ţeir eru enn á móti af gömlum vana.

Alţjóđahyggja fyrstu kommúnistanna týndist hér á landi. Framsóknarmenn gátu líka veriđ ţversum, en oftast sáu einhverjir í ţeirra röđum út fyrir asklokiđ.

Halldór Laxness segir í Sjálfstćđu fólki frá Bjarti bónda sem býr í ríki sínu í Sumarhúsum, afskekktu koti upp til fjalla. Allt hans líf gekk út á ađ verđa öđrum óháđur.

Vilhjálmur Bjarnason, sem hefur orđiđ undir í alţjóđahyggjunni í sínum flokki, rifjađi um daginn upp lífsskođun Bjarts: „Mađur er ţó ćvinlega sjálfstćđur heima í koti sínu. Hvort mađur lifir eđa drepst, ţá kemur ţađ aungvum viđ utan manni sjálfum. Og einmitt í ţví álít ég ađ sjálfstćđiđ sé fólgiđ.“

Í bókinni lendir Bjartur í hverju áfallinu á fćtur öđru. Hann neitar ađ viđurkenna ađ heimurinn hafi breyst og ađ bóndabýliđ sé ekki sjálfstćtt ríki. Stađreyndir skipta engu máli, heimurinn er eins og Bjartur sjálfur ákvađ á sínum tíma. Á endanum missir hann allt og alla. En er alltaf sjálfstćđur. Í bókinni var Bjartur fáskiptinn, en viđ heyrum í Sumarhúsabćndum samtímans á hverjum degi. Ţeir tala í símatímum útvarpsstöđva, skammast á samfélagsmiđlum, rausa á börum og skrifa í Morgunblađiđ. Sífellt vara ţeir okkur viđ hćttunum af öllu útlendu og lýsa hamingjunni sem fylgir ţví ađ sigla einn sinn sjó, búa sjálfstćđur í koti sínu. Hćttan fylgir ţó ekki bara Bjarti sjálfum, drykkjusystkinum hans og sálufélögum. Hinir sem ţegja og láta rugliđ yfir sig ganga bera líka mikla ábyrgđ. Leiđum ţess vegna ţvćluna ekki hjá okkur heldur mótmćlum ţeim sem vilja stela framtíđinni.

Og umfram allt: Frjálslyndir allra flokka, sameinist!"

Gunnar Rögnvaldsson Borgfirđingur setur ţessar línur á blađ sem eru allgóđ andstćđa viđ Samfylkingarbođskapinn sem bunar upp úr Benedikt.

 

"Ţetta eru einmitt alţjóđalögin sem hneppa minni lönd og smćrri ţjóđir í hús fjötranna, sem hér eru til umrćđu. Öll fjöl- og alţjóđaheimsveldi mannkynssögunnar hafa virkađ ţannig: ţ.e. sem hús fjötrana.

Egyptaland hiđ forna - Assýríuveldi - Rómarveldi - Napóleonsveldiđ - Sovétríkin - Ţriđja ríkiđ - Evrópusambandiđ og allur alţjóđaismi. Allt saman fćdd og uppalin misfóstur hins Gamla heims á landmassa EvrAsíu.

Ekki skaltu tilbiđja djöfla á borđ viđ alţjóđa-hitt og alţjóđa-ţetta. Slíkt hefur ávallt reynst sem hús fjötranna fyrir ţjóđir heimsins, sérstaklega ţćr smáu, og komiđ af stađ stöđnun, afturförum, hnignun, slátrun manna og afnáms ţjóđfrelsis og sjálfsákvörđunarréttar ţjóđa.

Lönd og ţjóđir eiga ađ keppa sín á milli, ţau eiga ekki ađ renna saman í eitt alţjóđlegt sovétríki og lagaverk.

Allar ţjóđir eru einstakar og hafa eitthvađ sérstakt og einstakt fram ađ fćra. Ţćr og ţjóđríki ţeirra ber ađ varđveita."

Menn geta tileinkađ sér mismunandi lífsskođanir og ţađ blasir viđ í báđum ţessum tilvitnunum. Hvort verđur ofan á á Íslandi veit ég ekki.

Bjartur í Sumarhúsum var frjáls mađur en lét frelsi sitt  kannski bitna á öđrum. En burtséđ frá ţví ţá ég bágt međ ađhyllast ţessa frjálslynda alţjóđahyggju eins og stendur upp úr ţessum Samfylkingarflokkum en hallast frekar ađ Gunnari Borgfirđingi sem vill frelsi ţjóđarinnar efst.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Opin landamćri og frjálsir fólksflutningar stangast á viđ "lokuđ" velferđarkerfi.  Annađ hvort útilokar hitt.

Kolbrún Hilmars, 7.8.2019 kl. 15:18

2 identicon

Frelsi fangans sem lokar sig inni og hefur sem minnst samband viđ umheiminn heillar ţig.

Vagn (IP-tala skráđ) 7.8.2019 kl. 15:47

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Best ađ taka sem minnst mark á ţeim ófagnađardrifnu.

Helga Kristjánsdóttir, 7.8.2019 kl. 16:04

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Vel skrifađ og stend líka međ Gunnari Borgfirđingi.

Valdimar Samúelsson, 7.8.2019 kl. 20:03

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband