Leita í fréttum mbl.is

Merkileg tímamót

eru hugsanlega að verða í íslenskum stjórnmálum.

Nú auglýsir þingflokkur Sjálfstæðismanna fund með flokksmönnum í Valhöll. Ég hef sjaldan verið eins efins í því hvort ég eigi að mæta á svona fund eða ekki.

Hef ég eitthvað við þetta lið að tala? Þarf ég að hlusta á Bigga eða Gulla skýra út hversvegna O3 sé svona nauðsynlegur, hvað þá skaðlaus?

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir skrifar í dag í Mogga um ágæti pakkans og þröngsýni mína og skort á frelsisskilningi ef ég er á móti O3. 

Halldór Blöndal skammar svo Davíð ritstjóra fyrir einstefnu í O3 og að hann sé að hindra rétta umræðu um O3.

Ég er nokkuð viss um að Davíð kemur ekki á þennan fund í Valhöll.Á ég þá nokkuð að fara?

Hvað er þessi Sjálfstæðisflokkur yfirleitt að gera um þessar mundir í pólitíkinni nema að vera traustasti samstarfsaðili Katrínar Jakobsdóttur og styðja við vaxandi gegni dýralækna í þjóðfélaginu með Sigurði Inga?

Sjálfstæðismenn hafa margir áhyggjur af fallandi gengi síns flokks, sem margir telja að tengist uppreisninni gegn orkupakka3. Og áhyggjum af þeim 4.sem er handan við hornið.Og af fullveldi landsins í frekara gagnrýnislausu samstarfi við ESB.

Þingflokkurinn er greinilega harður í andstöðu sinni við andóf almennra flokksmanna gegn samþykkt O3.

Nú er farið að safna undirskriftum gegn stefnu þingflokksins sem kallar sig flokksforystuna og krefst undirgefni en ekki uppreisnar. Ég er búinn að skrifa undir.

Á ég þá að mæta á þennan fund í Valhöll þar sem á að keyra Orkupakkamálið ofan í almenna flokksmenn? 

En þó við Sjálfstæðismenn höfum vandamál þá er vinstra liðið í enn meiri vandræðum.

Þau birtast m.a. í lítt umtalaðri grein Sighvatar Björgvinssonar á Kjarnanum. Þar segir þessi gamli erkikrati  eftirfarandi:

"Um marga ára­tugi voru vinstri menn klofnir í tvær fylk­ing­ar. Í komm­ún­ista, sem síðar nefndu sig sós­í­alista. Og í sós­í­alde­mókrata – jafn­að­ar­menn.

Þessi tví­skipt­ing kom í veg fyr­ir, að annar hvor næði svip­uðum áhrifum og syst­ur­sam­tök náðu í nálægum lönd­um. Þessi sjálf­helda ríkti til síð­asta ára­tugar síð­ustu ald­ar. Þá hrundi Berlín­ar­múr­inn. Þá hrundu komm­ún­ista­stjórnir Aust­ur-­Evr­ópu­landa. Þá þögn­uðu allra þær radd­ir, sem mestu ábyrgð­ina báru á ára­tuga langri sundr­ungu. Þá hurfu deilu­mál­in, sem skipt höfðu sköpum nær alla öld­ina. Loks­ins þá sköp­uð­ust tæki­færi til þess að leita sam­stöðu þeirra, sem sundraðir höfðu ver­ið. Til hand­taks í stað hnefa. Til árang­urs í stað árang­urs­leys­is. Ástæðum sundr­ungar var blásið burtu.

 

Horft um öxl ...

Þáver­andi for­ysta Alþýðu­flokks­ins var sér með­vituð um þetta tæki­færi. Þáver­andi for­ysta Alþýðu­banda­lags­ins var það líka. Báðar vildu þær taka höndum saman til þess að grafa gamlan ágrein­ing og ná þeirri víg­stöðu á hinum póli­tíska vett­vangi, sem svo sárt var sakn­að. Báðar lögðu sig fram þar um.

Ágrein­ingur varð þó ekki að fullu leyst­ur. Sá ágrein­ingur stóð ekki um neitt, sem áður olli deil­um. Ekki um neitt, sem hrundi með Berlín­ar­múr­n­um. Hann stóð um þrennt:

  1. Um arf­leifð Alþýðu­flokks­ins um sam­starf við íhaldið , sem hófst með rík­is­stjórn­inni, sem kennd var við Stefán Jóhann Stref­áns­son for­mann Alþýðu­flokks­ins og mynduð var árið 1947. Undir for­ystu Alþýðu­flokks­ins voru íhalds­öflin þar leidd til valda. Sá atburður hafði afleið­ing­ar, var ítrek­aður og end­ur­tek­inn. Ótt­ast var, að sú atburða­rás gæti end­ur­vak­ist. Enda var sá leikur end­ur­tek­inn árið 2007 að til­hlutan þáver­andi for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sem raunar hafði engan þátt tekið í stofnun Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Afleið­ingin varð sú, að í stað þess að njóta allt að 30% stuðn­ings meðal þjóð­ar­innar eins og var fyrir daga hruns­stjórn­ar­innar féllu allir fram­bjóð­endur flokks­ins í öllum kjör­dæmum árið 2016 nema einn – fram­bjóð­and­inn á Norð­ur­landi eystra. Núver­andi for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Á atkvæðum hans hélt flokk­ur­inn lífi. Ann­ars hefði Sam­fylk­ingin horfið af þjóð­mála­vett­vangi.
  2. Um þegar Ísland fyrir til­stilli Alþýðu­flokks­ins og með stuðn­ingi hluta Sjálf­stæð­is­flokks­ins sam­þykkti aðild­ina að EES árið 1994 í and­stöðu við bæði hluta Fram­sókn­ar­flokks­ins og þing­menn Alþýðu­banda­lags­ins. Til­tek­inn hluti fylg­is­manna Alþýðu­banda­lags­ins var svo mikið and­stæður þeirri ákvörðun sem og öllu sam­neyti við Evr­ópu­sam­bandið að þeir gátu ekki hugsað sér að ganga til minnstu sam­vinnu við þá, sem aðhyllst höfðu Evr­ópu­hug­sjón­ina.
  3. Um aðild­ina að NATO og að varn­ar­sam­starfi vest­rænna ríkja. Hrun Berlín­ar­múrs­ins hafði engin áhrif hér á. Allt „hern­að­ar­brölt” og öll lin­kind íslenskra stjórn­valda á þeim vett­vangi var slíkt bann­orð, að aldrei skyl­di ljáð máls á nokkru minnsta við­fangs­efni af því tagi. Þess vegna var engin sam­vinna hugs­an­leg – eða svo sögðu stofn­endur VG.

... og horft í spegil

Að horfa í spegil er að horfast í augu við sam­tíð­ina. Og hvaða sam­tíma­mynd sjáum við í spegl­in­um?

  1. Þeir, sem ekki gátu hugsað sér sam­vinnu sós­í­alista og sós­í­alde­mókrata leiða nú íhalds­stjórn líkt og Stefán Jóhann Stef­áns­son, for­maður Alþýðu­flokks­ins gerði árið 1947. Íhalds­stjórn sömu flokka og Stefán Jóhann leiddi til valda árið 1947. Sama for­dæmi hefur verið skap­að. Það hefur VG sjálft gert – og telst ekki lengur til tíð­inda.
  2. Sér­hver for­ystu­maður Vinstri grænna, sem lætur í sér heyra um Orku­pakka 3, segir mál allra mála vera að verja þurfi EES samn­ing­inn og ekk­ert það megi ger­ast, sem geti stefnt honum í hættu eða valdið upp­námi í Evr­ópu­sam­band­inu. “Það, sem helst hann var­ast vann/varð að koma yfir hann”.
  3. Stuðn­ings­menn VG – sem ekki gátu hugsað sér sam­starf sós­í­alista og sós­í­alde­mókrata – eru í for­ystu rík­is­stjórn­ar, sem sam­þykkt hefur 40 þús­und millj­óna króna fram­lag erlendis frá til upp­bygg­ingar hern­að­ar­mann­virkja NATO á Kefla­vík­ur­flug­velli ásamt því að leggja sjálf fram hund­ruði millj­óna króna til sama verk­efn­is. Hún hefur jafn­framt sam­þykkt upp­bygg­ingu gisti- og dval­ar­að­stöðu fyrir 1.000 banda­ríska her­menn á sama svæði og opnað þannig aftur íslenskt land til búsetu fyrir banda­ríska her­menn.

Sam­fylk­ingin og VG eru eins og áður en þau urðu til – tveir áhrifa­litlir flokk­ar, sem eiga fáa aðra val­kosti en að velj­ast sem sam­verka­menn í sam­steypum með íhalds­öfl­un­um. Jafn­vel nú – í hörm­ung­unum miðjum – væru þeir þó for­ystu­aflið í íslenskum stjórn­málum bæru þeir gæfu til þess að standa sam­an. Það segja skoð­ana­kann­anir um fylgi flokk­anna? Hvað er þá, sem stendur í veg­in­um? Hver er mein­ing­ar­mun­ur­inn um heil­brigð­is­stefnu Svan­dísar Svav­ars­dótt­ur? Nákvæm­lega eng­inn! Hver er mein­ing­ar­mun­ur­inn um umhverf­is­stefnu Guð­mundar Inga Guð­brands­son­ar? Nákvæm­lega eng­inn! Hver er mein­ing­ar­mun­ur­inn eftir að hafa horft í speg­il­inn – eftir að hafa horfst í augu við sam­tíð sína og borið þá sam­tíð­ar­mynd saman við það sem sjá má ef litið er um öxl? Nákvæm­lega eng­inn! Er þá ekki kom­inn tími til, að gam­all draumur for­ystu­manna bæði sós­í­alista og sós­í­alde­mókrata fái loks­ins að rætast? Þegar öllum leyfum ágrein­ingsins hefur loks­ins verið eytt! Sá draumur lifir – á meðan hann fæst ekki deydd­ur. Hver vill skipa aftöku­sveit­ina? VG?!? Katrín, Svan­dís og Guð­mund­ur???"

Það er bitur sannleikur í þessum orðum Sighvatar. Margir hafa sagt að allir flokkar bíði skaða af því að starfa með Sjálfstæðisflokknum.

Vinstrið er sundurtætt í ringulreiðaraflokka sem enginn skilur.

Píratar eru flokkur sem er stofnaður bara um eitthvað annað sem er andstaða við þá glórulausu spillingu sem sumt fólk sér í öllum hornum samfélags okkar.  Sem er svo bara lítt fyrir hendi þegar til stykkisins kemur eins og störf þess flokks á Alþingi hefur leitt í  ljós og viðkomandi frambjóðendur hafa tryggt sér kauphækkun með kjöri til þings.

Þeir hafa ekki fundið neitt nema að snúast í hringi og ásaka einn þingmann um þjófnað á bílapeningum. Annað er bara skvaldur og óskiljanlegt og hlægilegt fyrirspurna þvaður um að fá skrifleg svör um óskráðar reglur svo eitthvað sé nefnt. Engar tillögur um neitt sem máli skiptir enda einangraður flokkur um ekki neitt það en sem ekkert kemur frá nema fréttir um innbyrðis hjaðningavíg og pólitíska aftöku á stofnandanum.

Flokkur fólksins klofnaði auðvitað þar sem hann var ekki stofnaður um neitt nema upphrópanir og grenjur formannsins um fátækt á Ísland. Sem virtist bara vera persónuleg fátækt þingmannanna því allt hugsjónatal þagnaði um leið og þingmennirnir komust á launaskrá sjálfir.

Miðflokkurinn stal svo senunni með því að fá O3 í fangið og kynnti sig sem hugsjónaflokk mótsett hinum gamla spillta móðurflokki dýralæknanna. 

Vinstri menn og sveitakommar á Íslandi eru þannig sundraðir  til  framtíðar að ekki mun gróa yfir í næstu framtíð sem er slæmt þar sem það fjölgar litlum flokkum.

Og svo kemur það sem máli skiptir. Það eru komnir tveir Samfylkingarflokkar í stað eins áður. Og það er ekki útlit fyrir að þeir muni renna saman um eina Evrópuhugsjón sem er þó algerlega samfallandi einstefnumál þeirra beggja.

Og þetta mál er líklega pólitískt dautt meðal þjóðarinnar sem hefur ekki lengur neinn áhuga á að ganga í Evrópusamband sem logar í óeiningu stafna á milli.Auk þess sem við blasir að það hefur beðið  lægri hlut fyrir Trump og hans aðferðum. Atvinnuleysi og enginn hagvöxtur í ESB en allt í blóma vestanhafs.

V.G. er núna haft að háði og spotti meðal almennings enda stefnulaus flokkur hvernig sem á er litið. Búinn að glata andstöðunni gegn NATO sem einu sinni hélt kommunum saman.

Eftir stendur ekki neitt nema ófyrirsjáanleg bros Katrínar út í allar áttir og Steingrímur sem hefur látið steingelda sig af íhaldinu  með því að tylla undir hann hégómanum í fundarstjóraembættinu sem hann heldur að skipti einhverju máli fyrir þjóðina en gerir það auðvitað lítið miðað við hversu oft afleysingamenn sitja í stólnum.

Fyrir bragðið skiptir hann sér lítið af pólitík og V.G.er  orðið að litlum saumaklúbb, ef marka má ljósmyndir af fundum,  utan um ekki neitt, en blessar yfir aukin hernaðarumsvif NATO í landinu. Ömurlegra getur ekki hlutskipti gamla kommaflokksins orðið.

Svo eru bara ekki merkileg tímamót runnin upp þar sem óbreyttir flokksmenn eru farnir að rífa meiri kjaft við forystusveitirnar og heimta samráð?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Góð greining hjá þér að vanda kæri Halldór, og deginum sannari.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 10.8.2019 kl. 10:18

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Snilldarpistill Halldór og hverju orði sannur.

Sigurður Kristján Hjaltested, 10.8.2019 kl. 12:36

3 identicon

Hafðu miklar þakkir fyrir þennan greinargóða pistil Halldór.  Við lesturinn hugsaði ég að við værum algjörlega í sama liði, liði sjálfstæðra og þhóðlegra íhaldsmanna sem viljum landi og þjóð allt hið besta, liði sem er andsnúið kommakrateríi ESB forystu okkar gamla flokks.  Snúum nú bökum saman og verjum fullveldi og sjálfstæði lands okkar og þjóðar.  Segjum nei við innlimun Íslands í ESB.  Segjum nei við þriðja orkupakka fjórða ríkisins.  Eflum þess í stað samatarfið við Bandaríkin og Bretland.  En umfram allt, stöndum vörð um fullveldi og sjálfstæði okkar.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.8.2019 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband