10.8.2019 | 15:18
Bjarni brilléraði
á fundinum í Valhöll. Ég endaði með að sjá ekkert eftir að hafa mætt með vel á annað hundrað öðrum Sjálfstæðismönnum.
Bjarni flutti klukkutíma inngangsræðu um stjórnmálaástandið.
Hann rakti þau stefnumál flokksins að lækka skatta og draga úr íþyngjandi reglugerðum. Hann sagði að samstarfsflokkarnir í núverandi 3.ríkisstjórn síðan 2013 hefði báðir verið með hugmyndir um skattahækkanir sem hefðu verið framkvæmdar ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki farið með í þessa ríkisstjórn. En á Alþingi hefði enginn kostur verið að mynda tveggja flokka stjórn eftir síðustu kosningar.
Bjarni fór vandlega yfir skipan orkumála allt frá innleiðingu orkupakka 1 og upptöku EES samningsins. Hvaða öfl vildu hafa áhrif á afstöðu Íslendinga í Noregi og Lichtensetin. Hann hvað það vekja nokkra furðu hversu Sigmundur Davíð berðist gegn O3 núna eftir að hafa verið helsti málsvari hans í þeirri síðustu ríkisstjórn sem hann sat í.
Hann sagði að þingflokkur hefði farið vandlega yfir hvaða skuldbindingar um sæstrengi, skaðabætur og fullveldisframsal fælust í upptöku O3 og að á þinginu væru sannfæring fyrir því að ekkert slíkt fælist í þingsályktuninni eða orkupakkanum sjálfum.
Þrátt fyrir að vera alger andstæðingur upptöku O3 gat ég ekki annað en dáðst að skipulögðum málflutningi Bjarna og röksemdafærslum hans. Án þess samt að láta hann turna mér. Enda er ég búinn að skrifa undir hvað sem verður.
Bjarni sagði frá því að menn hefðu komið til hans og krafist tafarlausrar 1 % lækkunar á tryggingagjaldi sem væri hreint að sliga fyrirtækin. Hann sagðist hafa spurt þann sama hversvegna hann hefði þá skrifað undir 8 % kauphækkun árið áður ef þetta eina prósent skipti núna öllu máli? Menn mættu ekki fara fram úr sér í kröfum til stjórnmálamanna.
Hann birti línurit yfir hvernig kaupmáttur allra aldurshópa í þjóðfélaginu hefði vaxið í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði að skattalækkunarstefna flokksins hefði ráðið úrslitum um það að átökum á vinnumarkaði hefði verið forðað og gert lífskjarasamningana mögulega.
Hann sagði líka að honum væri til efa að annað stjórnarmunstur en það sem náðst hefði getað náð aðilum vinnumarkaðarins til þeirra farsælu samninga sem náðst hefðu fyrr á árinu og forðað þjóðinni frá skaða verkfalla. Þetta væri sögulegt stjórnarmunstur þar sem Sjálfstæðisflokkurinn leggði áherslu á að vinna af heilindum að öllu því sem í stjórnarsáttmálanum væri að finna og hann tryði því að þetta myndi takast öllum landsmönnum til heilla.
Þessi fundur í dag væri fyrsti fundurinn sem Sjálfstæðisflokkurinn myndi halda um landið þvert og endilangt til að kynna stjórnmálastöðuna. Hver sem endanleg niðurstaða af orkupakkamálinu yrði myndum við vinna úr þegar þar að kæmi.
Bjarni fékk fjölda fyrirspurna sem hann svaraði vel og greinilega. Hann tók undir orð Jónasar Elíassonar um það að menn gætu óttast að andstaða við EES samninginn í heild myndi geta aukist ef O3 yrði samþykktur þar eð mikil andstaða væri í landinu við það mál. En forystan heyrði vel það sem almennir flokksmenn væru að segja þó að honum fyndist margt ekki hafa komist rétt til skila í því máli.
Bjarni sagði aðspurður að Sigríður Andersen kæmi vissulega til greina að taka á ný við embætti ráðherra þegar mál hefðu skýrst.
Bjarni sagði að hann vildi að íslenskar bújarðir og auðlindir yrðu fyrst og fremst notaðar í þágu landsmanna.Sama gilti um orkuna og ekkert garantí væri fyrir því að álverin hér myndu starfa um aldur og ævi. Ekkert álver hefði verið reist í Evrópu í 15 ár nema hérlendis og sérstöðu landsins þyrfti að varðveita.
Það er hinsvegar gömul saga og ný fyrir bloggaranum að PR-mál Sjálfstæðisflokksins hafa aldrei verið í sérstöku lagi að hans viti. Hugmyndum hans um sérstakt flokksblað fyrir grasrótina hafa hinsvegar aldrei verið tekið öðruvísi en með þögninni og hið yngra fólk heldur því fram að blaðaútgáfa sé gamaldags og fésbókin leysi öll mál. Svo að ekkert breytist í því máli svo séð verður.
Fyrir fundarbyrjun voru menn að ræða það hvort margir myndu yfirgefa flokkinn vegna O3. Bloggari spurði þá viðstadda borðfélaga hvert þeir sömu gætu yfirleitt farið? Væri einhver annar flokkur sem þeir gætu hugsað sér að kjósa? Menn höfðu ekki svör við þeirri spurningu enda skiljanlegt þegar skyggnst er yfir Alþingi og það erkilið sem þar er að finna í mörgum sætum.
Fellur það ekki líka saman við það sem Bjarni Ben eldri sagði eitt sinn við reiða flokksmenn niðri við Austurvöll í gamla Sjálfstæðishúsinu þar sem hann og Jóhann Hafstein stóðu í ströngu við verslunarmenn: "En munið það piltar að þótt við séum vondir, þá eru aðrir verri."
Og það er einmitt sannleikurinn. Við Sjálfstæðismenn munum leysa okkar mál innanflokks en ekki með því að rjúka á dyr í fússi eins og Evrópusinnarnir sem ruku út þegar þeir voru ofurliði bornir á lýðræðislegan hátt á landsfundi. Slíkt mun engan vanda leysa og mun sannast við næstu kosningar.
Bjarni sagði að vissulega væru menn ekki ánægðir með útkomuna í skoðanakönnunum en stefnufesta flokksins í grundvallarmálum myndi verða það sem kjósendur myndu hugsa um á endanum.
Ekki er þetta tæmandi yfirlit yfir það sem mér fannst ég heyra á þessum fundi enda minnið ekki sérfstakt orðið. Hvað sem öðru líður og hvernig sem þetta O3 mál endar nú þá verð ég að viðurkenna að Bjarni formaður brilléraði í sinni frammistöðu á fundinum þannig að ekki væri auðvelt að flytja erindi um þingmálin og stjórnmálin öllu betur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:17 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Sæll Halldór. Þetta hefur greinilega verið mjög góð ræða hjá BB og flestir setið dolfallnir á foringjann. En hvað sem líður því, þá eigið þið sjálfstæðismenn sem ekki vilja að OP 3 og hann verði samþykktur af forystunni. Þá eigið þið möguleika á að mæta á kjörstað og skila auðu þ.e. ef þið getið ekki hugsað ykkur að kjósa aðra asna sem nú sitja á hinu há Alþingi.
Eggert Guðmundsson, 10.8.2019 kl. 18:47
já Halldór var þetta ískalt og vafningslaust?
kv hrossabrestur.
Hrossabrestur, 10.8.2019 kl. 19:03
Bjarni brilléraði segir Halldór verkfr.eftir Valhallarfund.
Við lestur bloggfærslu Halldórs Jónssonar verkfr. kemur upp í huga, máltæki sem þekkt hefur verið með þjóðinni um áratugi. Sagt er að margt breytist með aldri sem verður að teljast eðlilegt. Þetta máltak sagír: Með aldrinum vitkast sumir, en aðrir forheimskast. Kannski á þetta máltak ekki við um Halldór verkfr. en óneitanlega er margt undarlegt eftir að hafa lesið bloggfærslur HALLDÓRS undanfarið og mat hans á sjálfstæðisflokknum og afstöðu hans til sjálfstæðisflokksins varðandi orkupakka #3 og framsali flokksins á hluta fullveldis landsins,samkv. viljayfirlýsingu Bjarna Ben.
Eðvarð L.Árnason (IP-tala skráð) 10.8.2019 kl. 20:37
Menn gátu dáð vígfimi Odds Þórarinssonar um leið og þeir voru í óða önn að drepa hann.
Maður virðir andstæðinginn þó maður sé ekki sannfærður. Ég er ekkert sáttur við framgöngu Bjarna við hin og þessi tækifæri þó ég viðurkenni það sem hann á þegar svo ber undir.Allir menn eiga fleiri hliðar en eina.
Halldór Jónsson, 10.8.2019 kl. 21:31
"Við Sjálfstæðismenn munum leysa okkar mál innanflokks en ekki með því að rjúka á dyr í fússi eins og Evrópusinnarnir sem ruku út þegar þeir voru ofurliði bornir á lýðræðislegan hátt á landsfundi."
Þetta er vel mælt Halldór, og sýnir yfirvegun, skynsemi og sáttavilja.
Þorsteinn Siglaugsson, 10.8.2019 kl. 21:56
Sáttarvilji eins aðila gerir þjóð okkar ekkert gagn. Þess vegna erum við stödd þar sem við erum í dag. Agaleysið er algjört og margir ákveða að hafa hemil á sér,vilja ekki hegna hvað þá að líkjast þeim,enda færi þá allt í bál. En þegar allt annað þrýtur muntu leggja í hann og duga eða drepast.
Helga Kristjánsdóttir, 11.8.2019 kl. 05:02
Já, takk Halldór, þú ert þá allavega sáttfúsari gagnvart Bjarna Ben. heldur en hann er gagnvart okkur sem viljum þennan orkupakka 3 gerðan áhrifalausan. Leyfa landinu og þjóðinni að njóta vafans. Þakk þér fyrir þín fyrri skrif gegn op3, þar má sjá að í brjósti þínu slær hjarta fyrir land og þjóð, það hlýtur að vega meira heldur en einkahagsmunir af innleiðingu sama pakka.
Sigurður Herlufeen (IP-tala skráð) 11.8.2019 kl. 11:10
Góður pistill hjá þér að vanda kæri Halldór. Bjarni Jónsson bloggari er einn nokkurra sem hafa skrifað af þekkingu um þetta efni. Held það saki ekki að vísa þeim sem vilja kynna sér rök hans á tveimur bloggfærslum hans auk þess að benda á góða grein hans í Morgunblaðinu 13.7.2019:
.
1https://bjarnijonsson.blog.is/blog/bjarnijonsson/entry/2232117/
.
https://bjarnijonsson.blog.is/blog/bjarnijonsson/entry/2238418/
.
Þeir sem hafa greiddan aðgang að greinaskrifum Morgunblaðsins geta lesið morgunblaðsgreinina hans Bjarna á eftirfarandi slóð :
.
https://www.mbl.is/greinasafn/innskraning/?redirect=%2Fgreinasafn%2Fgrein%2F1727498%2F%3Ft%3D597446650&page_name=article&grein_id=1727498
.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 11.8.2019 kl. 12:36
Bjarni kom vel undirbúinn og með svör á reiðum höndum.
Það kemur mér samt ekki á óvart enda er hann formaður stærsta stjórnmálaflokks landsins.
Hann er klárlega harðduglegur og vill vel en það er bara ekki nóg þegar taka þarf afstöðu til mála eins og Icesave og O3. þar þarf yfirsýn og greind sem honum einfaldlega skortir.
Guðmundur Jónsson, 11.8.2019 kl. 15:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.