Leita í fréttum mbl.is

"Endurtaktu lygina

nógu oft og hún verður að sannleika". Ég hef heyrt að þetta sé haft eftir dr. Göbbels sem var allskæður í áróðri.

Einn vinur minn sem dvaldi í þýzkalandi styrjaldarárin sagði að doktorinn hefði verið svo skemmtilegur útvarpsmaður að göturnar hefðu tæmst á laugardagsmorgnum þegar hann var með fasta útvarpsþætti eins og Jökull Jakobsson síðar hjá okkur sem var með frábæra þætti.

En Hannes Hólmsteinn bendir á athyglisverða staðreynd um það hvernig endurtekin  lygi verður að viðurkenndri staðreynd í pistli í Morgunblaðinu í dag.Hann segir m.a.:

 

"...Uppruni staglsins um 97 vísindamenn af hundraði er í rannsókn eftir eðlisfræðinginn John Cook og fleiri sem greint var frá í veftímariti árið 2013.

Þar voru skoðaðir rösklega 11 þúsund útdrættir úr ritrýndum ritgerðum um loftslagsmál tímabilið 1991-2011.

Cook og félagar héldu því fram að samkvæmt rannsókninni teldu 97 af hundraði vísindamanna hnattræna hlýnun vera af manna völdum („97,1% endorsed the consensus position that humans are causing global warming“).

Þegar grein þeirra Cooks er skoðuð nánar kemur þó annað í ljós, eins og eðlisfræðingurinn og hagfræðingurinn David Friedman hefur bent á.

Í tveimur þriðju hlutum ritgerðanna er engin afstaða tekin til þess hvort hnattræn hlýnun sé af manna völdum.

En hvað um þann einn þriðja hluta þar sem afstaða er tekin?

Í rannsókn sinni flokkuðu Cook og félagar ritgerðir, þar sem hnattræn hlýnun var talin af manna völdum, í þrennt.

Í fyrsta flokki voru ritgerðir þar sem sagt var beint að hnattræn hlýnun væri mestmegnis af manna völdum og lögð fram töluleg gögn um það.

Í öðrum flokki voru ritgerðir þar sem fullyrt var að hnattræn hlýnun væri að miklu leyti af manna völdum, án þess að sérstakar tölur væru nefndar.

Í þriðja flokknum voru ritgerðir þar sem sagt var óbeint að hnattræn hlýnun væri að einhverju leyti af manna völdum.

Af þeim ritgerðum þar sem afstaða var tekin voru 1,6% í fyrsta flokki, 23% í öðrum flokki og 72% í þriðja flokki.

Þess vegna hefði verið nákvæmara að segja að 1,6% vísindamanna sem birt hefðu ritrýndar ritgerðir um loftslagsmál héldu því fram, að hnattræn hlýnun væri mestmegnis af manna völdum, en að þorri vísindamanna teldi menn hafa einhver áhrif á loftslagsbreytingar án þess að horfa framhjá hlut náttúrunnar sjálfrar."

Þess í stað er fötluð unglingsstúlka gerð að loftslagsvísindamanni sem hefur í hótunum við heimsbyggðina. Og stjórnmálamenn um allan heim hlaupa til og skjálfa fyrir henni. Þeir taka meira mark á henni og íslenskum skrópaunglingum en vísindamönnum eins og Judith Curry og Lintzen svo einhverjir séu nefndir.

Sólinni og þekktum sveiflum hennar er ýtt til hliðar sem mögulegum áhrifavaldi í hitamálum andrúmsloftsins en öll áherzla lögð á CO2 sem er 410/milljónustu hlutar þess sama lofts og hefur ekki verið lægri í 800 milljón ár. En allt líf á jörðinni  myndi deyja út ef magnið færi niður fyrir 100/milljónustu hluta en 1000/milljónustu hlutar eru taldir ágætir í hönnun loftræsikerfa sem umhverfi manna.

Þurfum stjórnmálamenn hugsanlega enn á ráðum dr. Göbbelsar að halda þegar Sjálfstæðisflokkurinn vill innleiða þriðja orkupakkann?

.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Gott er innlegg dr. Hannesar Hólmsteins eins og þú bendir á kæri Halldór. Þá er merkilegt innlegg í þessu sambandi eftir Trausta Jónsson veðurfræðing á blogginu í dag um"hlýnun jarðar" á Íslandi:

Trausti Jónsson

"Þá er ágúst hálfur. Meðalhiti hans til þessa reiknast 10,9 stig í Reykjavík. Það er +0,1 stigi ofan meðallags áranna 1961-1990 en -0.8 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Meðalhiti daganna 15 raðast í 15.hlýjasta sæti (af 19 á öldinni), hlýjastir voru dagarnir 15 árið 2004, 14,0 stig, en kaldastir 2013, meðalhiti var þá 10,4 stig. Dagarnir 15 raðast í 74.sæti (af 145) á langa listanum. Á honum eru sömu dagar 2004 líka hlýjastir, en kaldastur var fyrri hluti ágústmánaðar 1912, meðalhiti aðeins 7,4 stig.

Á Akureyri stendur meðalhiti mánaðarins nú í 8,9 stigum, -1,6 stigi neðan meðaltals 1961-1990, en -2,3 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára."

Hiti er undir meðallagi síðustu tíu ára um land allt, reyndar í því í Jökulheimum, en mest er neikvæða vikið við Siglufjarðarveg, -3,2 stig.

Þetta er kaldasta ágústbyrjun á öldinni á þremur spásvæðum, Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi. Sé miðað við öldina eina telst mánuðurinn kaldur um land allt.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.8.2019 kl. 18:06

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þá er sömuleiðis góður pistill dr. Vilhjálms Arnar um meinta bráðnun Oks og fleira úr þessari alheimshræðsluumræðu:

.

FORNLEIFUR

https://fornleifur.blog.is/blog/fornleifur/entry/2238907/

.

.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 17.8.2019 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband