Leita í fréttum mbl.is

Merkilegt

er það finnst manni að meðaljóninn á Alþingi lætur sjaldan í sér heyra annað ef Evrópumál koma á dagskrá en að EES sé svo góður  samningur að ekkert styggðaryrði megi um hann segja. Þá ertu rasisti, nasisti og einangrunarsinni umsvifalaust og átt að þegja.

Samt fer mikill hluti af störfum Alþingis í að þrasa um óáran sem af þessum samningi hlýst. Schengen og hælisleitendur,ásælni stórvelda í auðlindir okkar litlu þjóðar og svo framvegis. Orkupakkar sem engir vilja, endalaust þras um innleiðingar allskyns reglugerða og svo þær sem þeir komast ekki yfir  að lesa og við fáum aldrei að heyra og þingmennirnir bara samþykkja.  

 

Almenningur er látinn trúa því að allt verði hér svo betra ef hægt sé að vísa íslenskum dómsniðurstöðum til Mannréttindadómstóls Evrópu, samþykkja Icesave kröfur með ísköldu mati, taka við öllum skilyrðum sem frá ESB koma til þess að mega eiga við það bandalag einhver samskipti.Sem sá stóri auðvitað  túlkar alltaf út frá sínum hagsmunum og sínum aðferðum en hinir bara kyssa á vöndinn annars fá þeir ekki lán eða viðskipti.

Menn skilja það ekki að í 28 þjóða bandalagi þá er það alltaf sá stóri sem setur skilyrðin og ákveður viðurlögin ef hinir ekki hlýða. Sjáið  Spán, Grikkland, Ítali og vandamálin þar. 

Allt vegna þess að Þýskaland hefur sett þeim stólinn fyrir dyrnar og lagt á þá ströff.Svo er stærsti eða næststærsti flokkur íslensku þjóðarinnar og fylgihnettir hans eru uppfullir af því að ganga þarna inn  og þá muni allt verða svo gott.

 

Atvinnuleysið og unga fólkið í þessum löndum blasir við. Lágt verð á fasteignum sem er þjóðarauður, er gyllt fyrir Íslendingum með sína ónýtu krónu að sögn krataflokkanna.

Auðvitað sækja þeir ríku þangað á brunaútsölurnar. Og svo  líka til Íslands þar sem svipað háttar til með fátæka bændastétt á opinberu framfæri þó skánað hafi frá velmektardðgum Framsóknar. Svoleiðis er það með afdala jarðirnar á Íslandi sem Rathicliffe og Nubo vilja kaupa á spottprís. Við erum bara bláeygðir asnar upp tíl hópa  þó að eitt einkenni slíks  sé að við höldum að við vitum allt betur en aðrir. Við ereum þjóð Besserwissera upp til hópa.Og við höfum ekki mikla ættjarðarvitund heldur  því við viljum mmörg  bara selja og stinga af með beinin okkar til að naga þau skattfrjálst í friði í skattaparadísum. 

Viðskiptahagsmunirnir íslensku þjóðarinnar eru bara strangt tekið aðeins hagsmunir stóru kvótagreifanna, Samherja og Brims.  Um þá er staðið vörður en flest  annað má reka á reiðanum og kallað fjandskapur við hin heilaga EES samning. Þeir eiga sjávarauðlindina sem ein skiptir máli að engir megi komast í. Skítt með orkuna, landið, fólkið  og allt annað. 

ESB var sett til þess að koma í veg fyrir styrjaldir eins og þær tvær sem geisuðu á síðustu öld. En voru þær bara ekki nauðsynlegar til þess að koma skikki á hlutina? Niðurstaðan varð að allir lifa núna betri tíma og langar ekkert í stríð.

Hvern fjandann á þá að gera við Evrópuher?

Má ekki treysta því að Kaninn komi og reddi hlutunum ef eitthvað ber uppá.Af hverju vill Samfylkingin og hennar útfrymislið  gera Íslendinga herskylda í þessum fyrirfram ónýta Evrópuher? Kannski nauðsynlegt uppeldisatriði fyrir óstýrilátan æskulýðinn í landinu sem jafnvel kýs Pírata í auknum mæli, greiðir sér ekki og kann ekki bindishnúta.Her kostar peninga og það kostar enginn ósamstæður hópur eins og ESB þar sem hver hefur eigin þjóð efst.

Þetta er annars merkilegt með þennan  EES samning sem enginn veit eiginlega hvaða kosti hefur raunverulega sem ekki mætti ná betrum öðruvísi og þá án gallanna sem allir sjá að eru fyrir hendi eins og til dæmis í umræðunum um O3 sem eru búnar að kljúfa þjóðina pólitískt í herðar niður.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Enn einn afbragðs pistill.  Rifja upp gamalt og gott slagorð ungmannafélaganna; Íslandi allt.

Bestu kveðjur

Sigurður Þórðarson, 29.8.2019 kl. 07:27

2 identicon

Þegar fólk notar rök og hugmyndir rasista, nasista og einangrunarsinna þá hættir öðrum til að telja þá rasista, nasista og einangrunarsinna. Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá, virðist vera ríkt hjá sumum. Og þá koma ákafar neitanir að litlu gagni.

Vagn (IP-tala skráð) 29.8.2019 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 82
  • Sl. sólarhring: 86
  • Sl. viku: 129
  • Frá upphafi: 3420048

Annað

  • Innlit í dag: 41
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 41
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband