Leita í fréttum mbl.is

Sigmundur Ernir

Rúnarsson er fremsti sjónvarpsmaður landsins um þessar mundir.

"Á einu augabragði" framleiðir fyrrum þingmaðurinn frábæra þætti um hin ýmsu viðfangsefni  þannig að þeir eru sígild listaverk að allri gerð.

Það er ótrúlegt hversu miklu maðurinn kemur í verk að því er virðist einsamall. Stöðin sem sýnir þættina er lang-áheyri-og sjáanlegasta  sjónvarpsstöðin sem maður horfir á um þessar mundir.

Ekki má þó sleppa að minnast á kollegu hans hana Lindu Blöndal. Sú kona getur framkvæmt hina ótrúlegustu hluti og náð fram sígildum þáttum af mönnum og málefnum. Hún er ögn hæverskari en Sigmundur Ernir en hún er skörp og einbeitt í sínu starfi. Hæfileikarnir blasa við.

Einhver skuggabaldur af viðskiptasviðinu mun víst eiga þessa sjónvarpsstöð Hringbraut. En það virðist ekki trufla stöðina í því að vera svona alþýðleg, hlutlaus, fræðandi og skemmtileg viðbót við fjölmiðlaflóruna þar sem margir eru kallaðir en fáir útvaldir eins og þeir eru vinstri ruslmiðlarnir sem nú heimta ríkisframfærslu undir bullið sitt.

Sigmundur Ernir og líka Linda Blöndal eru að vinna algerlega frábært starf á þessari sjónvarpsstöð með örugglega minni tilkostnaði en margir aðrir sem meira kosta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Halldór, sammála þér. Þessi stöð hefur margt fram að færa og er orðinn fastur liður hjá mér eins og fréttir, Kastljós og Silfrið á rúv. Ég horfi kannski ekki á alla þætti á Hringbraut, en þarna eru fræðsluþættir sem finnast ekki á öðrum stöðvum.

Man eftir þegar skip strandaði í Keflavík eða Helguvík í fyrra. Sigmaður í þyrlu Landhelgisgæslunnar rifbeinsbrotnaði að mig minnir, í björgunarstarfinu. Var hann valinn maður ársins á Suurnesjum í kjölfarið. Viðkomandi er afkomandi sjómanna þarna suðurfrá.

Stuttu eftir björgunarstarfið horfði ég á viðtal við hann hjá Sigmundi Erni og síðar í Kastljósi og á annari stöð (líklega Stöð2). Viðtalið við sigmanninn hjá Sigmundi Erni var lang best og þar kom fram hjá sigmanninum, sem kom ekki fram í hinum viðtölunum: þegar hann var lítill strákur, þá hafi hann mikið verið að teikna þyrlur og björgunarsig. 

Ingibjörg Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 10.9.2019 kl. 03:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 3420089

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband