Leita í fréttum mbl.is

Bretland býst til bardaga

eins og 1939 þegar öxulveldin sóttu að því og vildu eyðileggja lýðræðið og frelsið.

Nú sækja þau aftur að Bretlandi og vilja valda því eins miklum skaða og þau mögulega geta.

Nú hafa þau aflað sér mun meiri liðstyrks en þau höfðu 1939 þar sem fleiri þjóðir eru nú í saman komnar í Evrópubandalaginu heldur en Hitler tókst að fá með sér á þeirri tíð.

Allt þetta veldi sameinast nú gegn Bretlandi sem stendur eitt gegn atlögunni.Þetta illa bandalag hótar að valda fátækt og skorti á Bretlandi. Engin lyf verði fáanleg, ekkert eldsneyti, enginn matur. Alveg eins og við blasti í september 1939 þegar Bretland ábyrgðist landamæri Póllands gegn árás einræðisríkjanna. Nema nú er Pólland sagt vera í árásarbandalaginu með þeim Hitler og Stalín.

Boris Johnson stendur í sömu sporum og Winston Churchill þá. Einn í myrkrinu gegn ofureflinu. Umsetinn af óvinum, bæði innanlands og utan. 

Hverjir komu Bretlandi þá til bjargar þegar dimmast var?

Það voru Bandaríkjamenn og framsýnn forseti þeirra Franklin Delano Roosewelt.

Nú er þar sem betur fer annar framsýnn forseti Donald Trump. Bandaríkin eru voldugri en nokkru sinni fyrr. Forsetinn er yfirleitt  skjótur til ráða.

Ég efast ekki augnablik um það að Bandaríkin eru reiðubúin að senda flotadeildir með þau hergögn sem Boris Johnson og Bretar mun nú þurfa á að halda gegn árás öxulveldanna.

Sigla með allt það sem Evrópubandalagið ætlar að skapa með skort á í Bretlandi. Gera Bretum kleyft að heyja styrjöldina við ofurefli einræðisaflanna sem nú ráðast að þeim og vilja kollvarpa því  virki sjálfstæðis og lýðræðis sem hefur átt athvarf sitt á þessari eyju úti fyrir ströndum Evrópu.  

Heimstyrjöld einræðisaflamma gegn lýðræði og frelsi er að hefjast aftur. Bretar eru í sömu stöðu og 1939. Einir gegn ofureflinu.

Við Íslendingar þurfum að leggja þeim lið núna eins og þá með því að senda þeim nauðsynjar sem við megum og standa með þeim gegn árás Evrópusambandsins sem við höfum enn ekki ánetjast að fullu.

Bretland býst til bardaga sem fyrr og við Íslendingar skulum standa með þeim gegn árás ófrelsisaflanna sem vilja lýðræði og frelsið feigt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Meðal óvina fullveldis brezku þjóðarinnar að þessu sinni eru margir ríkislaunaðir Rúvarar hér uppi á Íslandi --- taka þar afstöðu með evrópska stórveldinu* rétt eins og þeir gerðu í Icesave-málinu gegn okkur Íslendingum!

Hyskni þeirra og óþjóðhollustu og vanvirðingu við lýðræðislegan meirihlutavilja, bæði Breta* sem og Íslendinga líka í orkupakkamálinu, skal ekki látið óhegnt á vefsíðum og í fjölmiðlum!

https://fullveldi.blog.is/blog/fullveldi/entry/2239969/

Jón Valur Jensson, 13.9.2019 kl. 03:11

2 identicon

Hún er undarleg þessi árátta andstæðinga ESB að heimta að ESB standi ekki með aðildarríkjum og sýni þeim sem utan við sambandið standa sérstaka velvild, undanlátssemi og vináttu.

Það voru Bretar sjálfir sem kusu yfir sig girðingar landamæra, tolla og viðskiptahindrana, ESB átti þar engan hlut að máli. Bretum hefur verið frjálst að yfirgefa sambandið frá upphafi. ESB hefur ekkert gert til að hindra útgöngu Breta. Og það er ekkert óeðlilegt við það að Bretar njóti ekki kosta aðildar eftir útgöngu.

Bretar og Bandaríkjamenn telja samninga geta tekið skamman tíma og að Bretar geti keypt sér klórþvegna Bandaríska kjúklinga og hormónakjöt eftir aðeins 7 ár.

Vagn (IP-tala skráð) 13.9.2019 kl. 08:24

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Góð lýsing á ástandinu kæri Halldór, sem og kórréttur punktur Jóns Vals.

Ég held þú hafir lög að mæla einnig að bretar munu eiga hauk í horni þar sem Trump fer. Þá er auðvitað búið að sýna sig að bretar eru seigir og úrræðagóðir auk þess sem að freéttir voru um það í nágrenni síðustu jóla að þeir væru búmir þá að gera rammasamninga við 89% þeirra sem þeir eiga viðskipti við, þar á meðal við Ísland. Þá var rætt sömuleiðis af taglhnýtingum ESB að framleiðsla á bifreiðum yrði fyrir hnekki vegna tolla, en viðskiptasérfræðingur á SKY lýsti því að samkvæmt WTO reglum þá yrði tollur á bifreiðum inn og út úr Bretlandi um 10% lægri en nú er, nema þar sem að snýr að sölu til tollamúrabandalagsins ESB. lyf áttu sömuleiðis að verða illfáanleg án samnings, en bretar eru stórir í lyfjaframleiðslu og sömuleiðis bandaríkjamenn þannig að það ætti ekki að verða sérstakt vandamál, en fréttir bárust frá Landlækni og fleirum í gær að það væri búinn að vera viðvarandi lyfjaskortur á fjölda lyfja hér á landi og það væri vandamál um langa hríð út um allan heim án þess að samningsleysi við ESB kæmi þar nærri.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 13.9.2019 kl. 08:32

4 identicon

Ertu nú ekki farinn að ýkja svolítið , Halldór? Þarnu eru bara breyttar  forsendur á ferð sem Bretland þarf að aðlagast. Nýjir viðskiptasamningar ofl. ESB stendur ekki í neinu stríði gegn Bretlandi. Ekkert frekar en gegn Íslandi. Það er á okkar valdi hvað við látum yfir okkur ganga. Að bera saman Trump og Roosewelt er gróf móðgun við Roosewelt. 

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 13.9.2019 kl. 10:22

5 identicon

þetta er frábær upprifjun frá 1939 og vel skrifað. Margir eiga eftir að segja hug sinn.

President Donald J.TRUMP í USA ber höfuð og herðar yfir þessum hópi "vinstri sinna" í Evrópu,sem ekki gáu varist "fjölþjóða" flóðinu,sem hefur yfirtekið ESB löndin 28.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 13.9.2019 kl. 11:26

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Mér sýnist nú að ESB sé ekki að gera Bretum neitt auðvelt fyrir að ganga út hvað sem Vagn segir. Ég minni á árangurslausar tilraunir Theresu May til að fá breytingar fram á skilyrðum. Var ekki allt í "lok lok og læs og allt úr stáli og lokað fyrir Páli?" 

Halldór Jónsson, 13.9.2019 kl. 11:53

7 identicon

ESB er ekki að gera Bretum neitt auðvelt fyrir að ganga út, enda ekki nein ástæða til. Vandamál sem Bretar skapa og kalla yfir sig er ekki ESB að leysa. Tilraunir Theresu May til að fá breytingar fram á skilyrðum um að við útgöngu misstu Bretar kosti aðildar voru árangurslausar. Allt var "lok lok og læs og allt úr stáli og lokað fyrir Páli?", ríki sem standa utan við ESB fá ekki sama aðgang og meðlimir. Sorrí Stína, ekki verður bæði haldið og sleppt, þitt er að ákveða og taka afleiðingunum.

Vagn (IP-tala skráð) 13.9.2019 kl. 12:19

8 identicon

Nú þykir mé Halldór vera orðinn nokkuð vígreifur.

Það að bera Brexit saman við ástandið 1939 er nokkuð langt gengið. Og það að líkja Evrópusambandinu við "Þriðja Ríki" Hitlers þykir mér alveg út í hött. Það er svo augljóst mál að óþarfi er að ræða það, enda er sjö barna móðirin, Ursula von der Leyen, enginn Adolf Hitler.

Boris Johnson er svo sannarlega heldur ekki neinn Winston Churchill þó að hann sárlangi til þess að verða það.

Er virkilegs verið að reyna að búa til eitthvert ímyndað "Þriðja Ríki" til þess að gera  Boris að einhverjum ímynduðum "Churchill"?

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 13.9.2019 kl. 14:15

9 identicon

En eins og þú segir, ef Evrópuríkin gera innrás í Bretland þá munu væntanlega Bandaríkin koma þeim til bjargar.

Hilmar (IP-tala skráð) 13.9.2019 kl. 16:29

10 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Aðal ástæðan fyrir því að aftra Bretum útgöngu er

hversu hagsmunir EU muni minnka og þar af leiðandi

tekjur fyrir þá sem í Brussel starfa.

Bretland þarf ekki á EU að halda, heldur þveröfugt.

Útganga Breta mun minnka tekjur EU svo mikið að skatta

þarf aðrar þjóðir svo mikið, að allar líkur eru á

að EU mun riða til falls. Hérna er gott dæmi hversu

stórt það vegur þegar Bretar yfirgefa hið sökkvandi

skip EU...

How big is it great United Kingdom that is leaving the EU?

 

Yes, it's so big

 

1. When the United Kingdom goes, it responds to the fact that the entire population of over these 15 countries of the European Union left the Union on a single pallet:

 

Malta

Luxembourg

Cyprus

Estonia

Latvia

Slovenia

Lithuania

Croatia

Ireland

Slovakia

Finland

Denmark

Bulgaria

Austria

Hungary

Plus one third part of Sweden

 

2. When the United Kingdom goes, it responds to the fact that all the economies of these 19 countries of the European Union left the Union on a single pallet:

 

Malta

Cyprus

Estonia

Latvia

Lithuania

Slovenia

Croatia

Bulgaria

Luxembourg

Slovakia

Hungary

Greece

Romania

Czech Republic

Portugal

Finland

Denmark

Ireland

Austria

Þarf að segja eitthvað meira..??

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested, 13.9.2019 kl. 23:09

11 identicon

Mæli frekar með að Bretar efli frekar viðskipti við lönd utan ESB og gangi úr sambandinu án samnings. Þessi lönd gætu td. verið Ísland, Bandaríkin og Kanada auk Rússlands og annarra austur- evrópuþjóða. ekki verra að þessi auknu viðskipti séu á kosnað núverandi viðskipti þessara þjóða við ESB.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 14.9.2019 kl. 11:09

12 identicon

Sælir allir

Boris gengur vel með þrýstinginn á ESB. Leiðin út úr þessu fyrir ESB er að veita Bretlandi FTA - fríverslunarsamning. Engin vandamál verða í Irelend. Evru "zone" er í samdrætti og þeir þurfa viðskipti frá ESB til Bretlands án áhrifa af gjaldskrám. Bretland flytur meira inn frá ESB en það sendir þeim.

Rétt eins og árið 1939 - Bretland mun ekki leyfa ESB að taka yfir og stjórna lífi þjóða.

Ísland ætti aldrei að sætta sig við tilraunir ESB - í gegnum EES - til að stjórna íslensku raforkunni. Þetta er aðeins byrjunin á þeirra tilraun að valdagreip.

Merry (IP-tala skráð) 15.9.2019 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband