Leita í fréttum mbl.is

Maður að mínu skapi

er Sigmundur Davíð.

Rödd hans í loftslagsmálum er kærkomin tilbreyting frá þeirri síbylju um hamfarhlýnun sem hefur heltekið flesta stjórnmálamenn a Íslandi,

Sigumundur skrifar grein í Morgunblaðið í dag. Greininni lýkur hann svofellt:

"Ríkisstjórnin boðar aðgerðir í loftslagsmálum sem ekki eru allar til þess fallnar að leysa vandann.

Enn á að refsa almenningi fyrir það eitt að vera til með alls konar nýjum gjöldum. Ofan á ný eldsneytisgjöld bætast ný gjöld fyrir að fara um göturnar sem skattgreiðendur voru þegar búnir að borga. Afraksturinn á að fara í óendanlega dýra borgarlínu sem mun hafa þann „viðbótarkost“ að þrengja að umferðinni.

 

Urðunarskattur verður svo notaður til að refsa fólki fyrir að kaupa hluti og draga þannig úr neyslu. Á sama tíma reiða stjórnvöld sig þó á aukna neyslu til að láta fjárlögin ganga upp.

Getum við ekki sameinast um að taka á umhverfismálum af skynsemi? Ræktað landið, stutt vel við íslenska matvælaframleiðslu, eflt rannsóknarstarf, lyft þróunarverkefnum sem þegar hafa skilað ótrúlegum árangri, en mæta endalausum hindrunum, og framleitt orku úr sorpi í umhverfisvænni hátæknisorpbrennslu?

Þannig mætti lengi telja. Umhverfismálin eru of mikilvægur málaflokkur til að þeim sé fórnað á altari sýndarstjórnmálanna."

Af hverju var ekki reist sorpbrennslustöð í Álfsnesi í stað milljarðasukksins sem reist var í Álfsnes? Bara framúrkeyrslan ein hefði verið góð byrjun á slíkri framkvæmd.

Boðað sorpurðunargjald myndi greiða framkvæmdina við slíka "Amagerstöð" á skömmum tíma. En þá hefðu sorpvandmálin verið leyst varanlega og í eitt skipti fyrir öll fyrir allt landið.

Málflutningur Sigmundar Davíðs á Alþingi við Fjárlagafrumvarpið var mér meira að skapi en margra annarra. Ég fellst ekki á þann málflutning að eldsneytisgjöld á almenning eigi að renna til að niðurgreiða rafbíla fyrir orkuskipti hinna efnameiri. Ég hygg ég myndi kaupa mér dísilbíl í dag ætti ég þess kost.

Fyrr í greininni sagði Sigmundur:

"..Ein af afleiðingum sýndarstjórnmála samtímans er sú að því meiri athygli sem pólitísk viðfangsefni vekja, þeim mun meiri hætta er á þau séu gerð að trúarbrögðum.

Þegar sú er orðin raunin teljast hinir áköfustu jafnan hæst skrifaðir í söfnuðinum og samkeppnin um að vera betri en aðrir eykst.

Það er ýmist gert með því að ganga lengra en félagarnir eða með því að fordæma aðra, t.d. þá sem efast um ofsann. Þannig getur það gerst að þeir sem vilja leysa málin með hliðsjón af vísindum og almennri skynsemi séu fordæmdir sem villutrúarmenn.

Þá er ekkert hlustað á skýringar. Þeir sem vilja falla í kramið þurfa m.a. að sýna tryggðina með því að temja sér að nota orðin sem æðstuklerkarnir telja viðeigandi hverju sinni. Annars eru þeir úti.

Samanber: „Maðurinn sagði loftslagsbreytingar eftir að búið var að gefa út tilskipun um að þetta héti hamfarahlýnun. Hann er augljóslega ekki einn af okkur.“ Þeir sem reyna sitt besta til að komast í söfnuðinn, læra kennisetningarnar og tungutakið, geta þó átt erfitt uppdráttar ef þeir koma ekki úr réttri átt.

Sýndarpólitíkin dæmir nefnilega það sem er sagt og gert út frá því hver á í hlut, jafnvel út frá líkamlegum einkennum..."

 

Ég verð að viðurkenna að slíkur er málflutningur manns sem er meira að mínu skapi en margir aðrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 3418225

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband