Leita í fréttum mbl.is

Styrmir

Gunnarsson er með athyglisverðar hugleiðingar um eðli íslenskra stjórnmála í Morgunblaðinu í dag.

Hann segir í inngangi:

"Umræðurnar á Alþingi sl. miðvikudagskvöld um stefnuræðu forsætisráðherra voru skýrt dæmi um þá staðreynd að ásýnd stjórnmálaflokka virðist vera orðin mikilvægari í hugum talsmanna þeirra en sá veruleiki sem við blasir í verkum þeirra eða verkleysi. Samfylking og Viðreisn eru kannski skýrasta dæmið um þetta.

Talsmenn Samfylkingar tala alltaf mikið um ójöfnuð en þeir tala aldrei um það, hvaða stjórnmálaflokkar beri mesta ábyrgð á þeim ójöfnuði, sem hefur vaxið mjög í okkar samfélagi síðustu þrjá áratugi eða svo.

Það voru þeir flokkar sem áttu aðild að ríkisstjórn sem hér sat frá því síðla sumars 1988 og þar til snemma árs 1991. Sú ríkisstjórn gaf framsal kvótans frjálst án þess að taka upp auðlindagjald um leið og með þeirri gerð urðu fyrstu milljarðamæringarnir til á Íslandi. Þetta voru Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag, sem síðar gengu til samstarfs í Samfylkingunni en hluti síðarnefnda flokksins stofnaði VG, auk Framsóknarflokks og leifanna af Borgaraflokknum.

Hvers vegna er þessi saga aldrei til umræðu af hálfu Samfylkingar, þegar ójöfnuð ber á góma?

Í tilviki Viðreisnar er nokkuð ljóst að það eru samantekin ráð af hálfu talsmanna þess flokks að lýsa honum sem „frjálslyndum“.

Flestir sem þar koma við sögu koma úr Sjálfstæðisflokknum en voru ekki þekktir þar fyrir meira „frjálslyndi“ en aðrir. Í innanflokksátökum þess flokks á lýðveldistímanum hafa aðrir gripið til þessa orðs til að lýsa sérstöðu sinni án þess að hægt væri að sýna fram á það með efnislegum rökum, að þeir væru „frjálslyndari“ en aðrir. Þessi orðanotkun er sýndarmennska og til þess fallin að blekkja fólk, ekki sízt þegar til þess eru notaðar gamalkunnar aðferðir, kenndar við Göbbels nokkurn, sem flestir hafa vafalaust gleymt að var til en fólust í því að endurtaka eitthvað nógu oft og þá færi fólk að trúa því.

Þegar svo er komið að stjórnmálamennirnir sjálfir telja að ímynd þeirra og ásýnd skipti meira máli en málefnin og verk þeirra er hætta á ferðum fyrir lýðræðið. Að ekki sé talað um að það telst vera atvinnugrein að hjálpa stjórnmálaflokkum við slíka ímyndarsmíð. .."

"Life is a matter of appearance" var tilvitnun sem Ólafur Thors fór einhverju sinni með. Það skiptir vissulega máli hversu fólki sýnist eitthvað. Og Ólafur átti vissulega til að beita leikrænum tilbrigðum með ágætum árangri og einn vinur minn sagði að hann hefði átt skilið að hljóta Silfurlampann.

En grannt skoðað eru hugleiðingar Styrmis Gunnarssonar umhugsunarefni í flatneskju íslenskra srtjórnmála.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afturgöngur stjórnmálaflokka,sem lítið afrekuðu og rugluðu samhug Fullveldis og Sjálfstæði ÍSLANDS hafa lifnað og ruglast í reglufargani ESB landa. Sumir vildu frekar verða húskarlar í BRUSSEL en fylgja föðurlandinu ÍSLANDI og sitja enn í BRUSSEL.

Ég "endurtek"VG,sem barðist MJÖG á móti ESB og varð stór flokkur. XD og XB hafa alltaf barist á móti inngöngu til ESB til að verja BÆNDUR og Sjávarútveg og innlenda framleiðslu.

NÚ ERU þessir "baráttuflokkar XD og XB"gengnir til leiks með VG aumleikann og skoðanir Samfylkingar og Viðreisnar, sem hugsanlega "falla allir" um næstu kosningar vegna ELSKU SINNAR Á SKOÐUNUM ESB Á ÖLLUM SAMEIGINLEGUM AUÐÆFUM ÍSLENDINGA Í NÆSTU FRAMTÍÐ.

Þetta lítur EKKI orðið vel út hjá LOFTSLAGSFÓLKINU í sama stjórnmálaflokki á Heimsvísu. "ALLT ORÐIÐ EINS Í ÚTLITI"?.

Ég man upp-moksturinn við ÞINGBORG,austan við Selfoss í gamla daga, þegar maður keyrði með frændum sínum til ömmu og afa í Vík í Mýrdal. Túnin og engjarnar stækkuðu og dýrin fengu meir að borða um veturinn.  NÚ eru menn að moka ofan í sömu skurði vegna LOFTSLAGSMÁLA.

Loftslagsvísindi(hugsanlega hluti af sköpuninni). Hnattræn hlýnun er hugmyndafræði en EKKI vísindi. Þessi "vísindi" má stöðva á ÍSLANDI og SKÁLA fyrir BLÁA-HERNUM, sem hóf hreynsanir á strandlengjunni fyrir 40 árum suður með sjó. Það var OKKAR tiltekt við strandlengjuna og LOFTLAGSMÁL.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 14.9.2019 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband