Leita í fréttum mbl.is

Trúarvakning

á kostnað skattborgara var kynnt í Sjónvarpi í kvöld.

Raunalegt var að horfa á stofnfund trúarsamtaka Katrínar Jakobsdóttur um stofnun samráðsvettvangs um loftslagsmál.

Hvernig málsmetandi menn létu hafa sig í að sýna hlutleysi í skoðunum á þessum hjávísindum,með semingi þó sýndist mér, innan um hina trúuðu og sannfærðu heimsendatrúarmenn.

Allt verður þetta drifið með sköttum og gjöldum sem almenningur fær að greiða vegna einkaskoðana forsætisráðherra og söfnuðar bókstafstrúarmanna sem telja að 400 ppm af CO2 í andrúmsloftinu sé að kollvarpa heiminum er yfirþyrmandi óvísindaleg ályktun.

Upp úr Kötlu streyma ein 20 þúsund tonn af CO2 á dag. Jafngildi árslosunar hvers þúsund Íslendinga. Jafnmikið og öll þjóðin er sögð losa á ári.

Varla eru aðrar eldstöðvar landsins sem nýlega hafa gosið fríar af slíku. Hvernig ætlar ríkisstjórnin að kolefnisjafna þetta? Moka ofan í Flóaáveituna? Hvað halda menn að streymi af CO2 upp úr Mið-Atlantshafshryggnum sem er þúsunda kílómetra löng gígaröð neðansjávar?

Þeir efnameiri geta keypt sér dýra rafbíla og greiða ekkert fyrir afnot af vegunum né fyrir orkunotkunina meðan hinn efnaminni almenningur verður að sætta sig við mengandi bíla og greiða skatta af orkunni sem á þá fer.Það er við hæfi að forystu í slíkum ójöfnuði skuli koma frá Vinstri grænum.

Trúarvakning Katrínar Jakobsdóttur um yfirvofandi loftslagsvá byggir ekki á vísindalegum grunni hverjar sem yfirlýsingar hennar eru um hið gagnstæða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Frábær pistill, Halldór, gegn þessum gegndarlausa blekkingaráróðri.

Á þeim stað er eins og orð hafi fallið úr:

"kollvarpa heiminum er yfirþyrmandi"

Mætti verða:

kollvarpa heiminum, en það er yfirþyrmandi 

Jón Valur Jensson, 20.9.2019 kl. 15:33

2 identicon

Eru LOFTSLAGSMÁL og LOFTLAGSVÁ á ríkisstyrk ÍSLENDINGA eða samkvæmt skipunum ESB í BRUSSEL.

Vestan Hafs og víðar ræða menn um "TRÚARVAKNINGU"?.

Mæli með tveim gáfumönnum á öndverðum meið til að ræða þetta mál í sjónvarpinu, ella endar þetta sem "þvælan" endalausa.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 20.9.2019 kl. 21:34

3 identicon

„ Mannkynið losar um 35 gígatonn af CO2 á hverju ári. Til samanburðar þá losa eldfjöllin aðeins um eitt prósent af losun mannsins á ári hverju. Þetta er vel þekkt staðreynd, en samt sem áður koma stjórnmálamenn og sumir fjölmiðlar oft fram með alvitlausar staðhæfingar um að eldgos dæli út miklu meira magni af koldíildi en mannkynið.“

https://www.visindavefur.is/svar.php?id=30018

Rassáfur (IP-tala skráð) 20.9.2019 kl. 22:55

4 identicon

Tony Heller skýr:”This is my most concise expose of the climate scam.”

https://realclimatescience.com/2019/09/new-video-my-gift-to-climate-alarmists/

Og Michael Mann fékk ekki nóbelsverðlaun, eins og hann heldur fram sjálfur

https://realclimatescience.com/2019/09/new-video-fake-nobel-prize-fake-hockey-stick/

Elló (IP-tala skráð) 21.9.2019 kl. 08:20

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hér mælir þú af viti sem endranær kæri Halldór.

Páll Vilhjálmsson bloggkonungur ritaði í gær góðan pistil, að venju, sem hann nefndi "Barnaleg mótmæli".

Ég vildi vekja athygli þína á innleggi Benedikts Halldórssonar þar. Hann sendi inn youtube myndskeið sem við fyrstu sýn virðist tæta dómsdagsspárnar í sig með sannfærandi hætti á innan við 13 mínútum. Þið sem hafið kafað mest ofan í þetta getið vonandi staðfest við okkur leikmennina í þessum fræðum að þarna sé komið gott innnlegg í umræðuna?

Innlegg Benedikts:

This is my most concise expose of climate fraud. Please pass it around to everyone you know and your elected officials. The video is short, but cuts right to the heart of the matter.

https://www.youtube.com/watch?v=8455KEDitpU

.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.9.2019 kl. 09:27

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Eldfjöllin losa bara brot af því þegar þau eru í hvíld sem þau losa þegar þau gjósa.  

Halldór Jónsson, 21.9.2019 kl. 11:41

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Á þeim stað ..." í innleggi mínu átti að vera:

"Á þessum stað ..."

Jón Valur Jensson, 21.9.2019 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband