Leita í fréttum mbl.is

Borgarstjórnarblús

var á dagskrá á Útvarpi Sögu þar sem Pétur fékk Mörtu Guðjónsdóttur úr Sjálfstæðisflokknum og Baldur Borgþórsson úr Miðflokknum til sín.

Málflutningur beggja var mjög skýr. Það er eins og að Borgarstjórnarmeirihlutinn sé einbeittur í því að hlusta ekki neitt á raddir Borgarbúa varðandi framkvæmdir á sínum draumsýnum sem eru að flæma 45  fyrirtæki úr Miðborginni og þrengja að umferð einkabíla um alla Borg með óheyrilegum umferðatöfum. En Baldur sagði einkabíla nú frekar ættu að heita fjölskyldubílar miðað við þá nauðsynlegu notkun sem ekki verður gerð öðruvísi af augljósum ástæðum veðurfars og aðstæðna sem allir sjá nema fulltrúar meirihlutans sem hafa þessa einbeittu stefnu að framkvæma allt án samráðs við íbúa.

Baldur minntist á nýja sorpmusterið í Álfsnesi þar sem áður voru framleiddar einhverjar 5000 einingar af Methani án þess að ég skildi hvað við var átt. Þar var brennt einhverjum 4000 einingum af þeim af því að  ekki var hægt að selja þær. Nú á stöðin á að framleiða 19.0000 einingar en  þá verður væntanlega að brenna að mestu sem ekki selst. Þessi bruni er víst ekki beislaður til nytja á neinn hátt.

Þarf ekki að spyrja þeirrar grundvallarspurningar hvort þessi lausn í gasi og jarðgerð sem Sorpa er að byggja sé sú rétta þegar sorporkustöð sem myndi þjóna öllu landinu hefði mátt reisa á þessum stað svipað og Danir hafa gert í Amager? Þarf ekki að ræða þetta grundvallarmál á hagrænum grunni?

Á sama tíma kaupir Reykjavík rafmagnsstrætóa sem sýna sig að kalla á 2 stöðugildi bara til að þjóna hleðslu á þessum vögnum sem eru sífellt orkulausir um allan bæ. Af hverju voru ekki keyptir metanbílar spyr Baldur?

Marta benti á að miklar framkvæmdir standi nú yfir á Óðinstorgi, sem er heimavöllur Dags B. Eggertssonar Borgarstjóra. Á sama tíma er ekki hægt að fá fé í að gera við mygluvandmálin í skólum Borgarinnar. Fágangsröðun virðist ekki upp á marga fiska hjá meirihlutanum segir Marta.

Allar framkvæmdir fari líka yfirleitt langt fram úr áætlunum eins og Bragginn og  Breiðholtsblokkin. Er hægt að búast við öðru með Borgarlínuna? Álfsnesframkvæmdirnar í Sorpu eru komnar milljarða fram úr áætlunum. 

Baldur og Marta rifjuði upp samninginn frá 2012 milli Reykjavíkurborgar og sveitarfélaganna og Vegagerðar Ríkisins þar sem ákveðið var að leggja ekki krónu í auknar vegaframkvæmdir innan Reykjavíkur heldur að taka milljarð á ári í auknar almenningssamgöngur. Undanskildar voru þá mislæg gatnamót við Bústaðaveg og Reykjanesbraut vegna sérstakra hættulegra aðstæðna sem voru þá. Nú hefur umferð vaxið mikið en ekkert hefur verið gert þarna. 

Þá var hlutfall almenningssamgangna í samgöngum 4  %.  Nú 2019, eftir 7 milljarða inndælingu  er þetta hlutfall enn 4  %. Degi B. finnst þetta frábær styrkur að fá í Borgarsjóð en finnst annað litlu skipta. Öllum tillögum til úrbóta eins og snjallstýringu umferðarljósa er umsvifalaust vísað frá.

Þennan Borgarstjórnblús kjósa Borgarbúar yfir sig kjörtímabil eftir kjörtímabil og á þessu verður engin breyting fyrr en í fyrsta lagi eftir nýjar kosningar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband