Leita í fréttum mbl.is

Á fundi með Jóni Gunnarssyni

í Valhöll nú í hádeginu varpaði ég fram þeirri hugmynd að sérstakt tryggingagjald yrði lagt á laun útlendinga sem hingað sækja til atvinnu.

Um er að ræða jafnvel um 20.000 manns. Auðvitað hefur okkar atvinnulíf þurft á þessu fólki að halda. Það er hinsvegar ekki sjálfgefið að þetta fólk eigi að hafa óheftan aðgang að öllum okkar innviðum til jafns við okkur sem hafa búið í þessu landi um langan aldur og byggt upp innviðina svo sem heilbrigðiskerfið og menntakerfið auk vegakerfisins og orkukerfisins.

Við höfum varið ævi okkar í að byggja innviði landsins upp með sköttum okkar. Jón Gunnarsson benti á að ríkisstjórnin hefði aukið útgjöld til heilbrigðismála um 51% að raungildi og hvergi í heiminum væri greitt hærra kaupgjald en hér á landi hverju sem Þorvaldur Gylfason heldur öðru fram með útúrsnúningum sínum.

 

Af hverju skyldu útlendingar sem hingað sækja í eiginhagsmunaskyni ekki greiða innviðagjald í formi sérstaks tryggingagjalds, sem gæti numið 1-2 %. Væri það ekki sanngjarnt þegar þeir verða fullgildir aðilar að öllum kjarasamningum sem við höfum gert hér innanlands auk fyllstu réttinda til annarrar þjónustu sem hér stendur til boða?

Til hvers eru landsmenn að standa í verkföllum til að hækka kaupgjald ef allur ávinningur er afhentur útlendingum sem hvergi koma nærri?

Jón vísaði þessum hugmyndum á bug og taldi okkur bera nauðsyn til að fá þetta fólk til kynbóta. Vissulega rétt en eru hin sjónarmið mín svo fráleit? Kostnaðarþátttaka í heilbrigðiskerfinu er sanngjörn tillaga  að mínu mati fannst mér á þessum ágæta fundi með Jóni Gunnarssyni sem er ritari hins nýja 18.3 % Sjálfstæðisflokks. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innviðagjald er frábær hugmynd. Það gjald mætti leggja á alla sem ekki skila neinu til þjóðfélagsins en vilja bara þyggja endalaust, eins og aldraðir.

Vinnandi útlendingar, og Íslendingar erlendis, njóta flestir verndar samninga sem við höfum gert sem koma í veg fyrir svona skattlagningu. En okkur er frjálst að leggja skatta á afætur, og engin ástæða til annars. 

Vagn (IP-tala skráð) 25.9.2019 kl. 15:16

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ert þú ekki bara sjálfur atvinnulaus í neyslu og leggur ekert til samfélagsins frekar en aldraðir?

Halldór Jónsson, 25.9.2019 kl. 16:44

3 identicon

Ég held reyndar að tryggingargjald sé greitt af öllum launum hvort sem það er til íslendinga eða útlendinga. Svo ég skil ekki alveg þessa tillögu þína ,Halldór.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 25.9.2019 kl. 17:20

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Jósef, ég er að tala um að taka meira af útlendingum af þvi að þeir hafa ekkert lagt af mörkum til innviðanna sem þeir njóta til jafns við okkur sem borguðum þá

Halldór Jónsson, 26.9.2019 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 3420146

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband