Leita í fréttum mbl.is

Þörf ádrepa

er leiðari Morgunblaðsins í dag.

Hann fjallar um þá hnignun lýðræðisins sem er að eiga sér stað í okkar þjóðfélagi þar sem upphlaupshópar hafa hrifsað til sín æ meiri völd til niðurrifs.

Smáflokkakraðakið og Píratasiðferðið á hér hlut að máli með sleggjudómum sínum og siðlausum upphrópunum.

Leiðarinn hljóðar svo þar sem ekki allir lesa Mogga:

"Það er heldur ólíklegt að almenningur viti út á hvað upphlaupið gagnvart ríkislögreglustjóra gengur. Jafnvel þeir sem fylgjast betur með helstu fréttum en aðrir og fá borgað fyrir það sjá enga glóru.

Það hefur ekkert komið fram í öllum þessum fréttum um að þessi embættismaður hafi brotið af sér. Þeir sem hafa lotið agaviðurlögum af hans hendi neita því ekki að slík tilefni hafi verið fyrir hendi. Og fjarri er því að viðurlögin sýnist hafa verið úr takti við tilefnin. Einu efnisatriðin sem að öðru leyti hafa verið nefnd í umræðunni snúast um búninga og aldur og viðhald bifreiðaflota.

Nú er það svo að ríkislögreglustjóri, aðrir yfirmenn lögreglumála og talsmenn lögreglumanna hafa hvað eftir annað vakið athygli á því að niðurskurður á framlögum til öryggisgæslu borgaranna hafi gengið allt of langt og niður fyrir hættumörk.

Upp á síðkastið hafa komið fram jákvæð ummæli frá fjárveitingavaldinu sem jafna má til fyrirheita um að bætt verði úr í áföngum á næstu árum. Það er vissulega gott og blessað þótt taka hefði mátt fastar á en þetta um svo mikilvægan þátt.

Hin fámenna hugrakka íslenska lögregla réði úrslitum í „búsáhaldabyltingu“ um að tryggja að múgurinn bryti ekki niður lýðræðislegar stofnanir þjóðarinnar. Sú hetjudáð lifir í minningunni en jafnframt framkoma nokkurra kjörinna fulltrúa á Alþingi sem lögðu fjandmönnum lýðræðisins lið gegn lögreglunni.

Íslandi tókst á fyrstu vikunum eftir áfallið að koma sínum málum í farveg sem aðrar þjóðir, sem lentu í samkynja hamförum, fundu ekki eða gátu ekki nýtt vegna þess að þær höfðu afsalað sér lokaorðinu. Og í framhaldinu skipti mestu að íslenskar hetjur í lögregluliðinu komu í veg fyrir að vel skipulögðum öflum með stuðningi fjársterkra manna sem höfðu sumir verið helstu leikendur í spilinu sem felldi fjárhags landsins, tækist að laska lýðveldið varanlega.

Það er sérstaklega minnisstætt og sárt að „öryggistækið RÚV“ ýtti undir sundurlyndi í landinu og hampaði æsingaröflunum. Sú stofnun hefur aldrei beðist afsökunar á fyrirlitlegri framgöngu.

Athyglin beinist nú að formennsku í þingnefndum. Það var í góðum tilgangi gert að treysta stjórnarandstöðu fyrir formennsku í nokkrum þingnefndum þótt þingstyrk skorti. Rökin fyrir þessum breytingum voru ekki endilega sterk. Áhrif kjósenda á þróun síns þjóðfélags minnka sífellt og minnkuðu enn örlítið við þessa tilgerð sem reynst hefur illa.

Ráðherrar verða sífellt máttlausari í ráðuneytum „sínum“ og koma oftar en áður fram sem blaðafulltrúar þeirra en ekki eins og þeir sem alla ábyrgð bera.

Embætti eins og það sem þó er kennt við þingið sjálft hefur breyst í að verða helsti talsmaður skrifræðis í landinu og fleira kemur til sem verður til að völd ráðherra minnka með degi hverjum. Og þar með minnka um leið þau óbeinu áhrif sem kjósandinn hefur með atkvæðum sínum.

Lagasetningarvaldið er að auki flutt æ oftar úr landinu í fullkomnu heimildarleysi og nú síðast var stigið risaskref í þá átt þegar nafnlausir embættismenn sannfærðu kjarkleysingjana í kringum sig um að framvegis mætti ekki hafna neinu því sem frá ESB kæmi í nafni EES-samningsins, þrátt fyrir grundvallarákvæði hans sjálfs. Þar með hefur verið ákveðið að fara bakdyramegin inn í sambandið.

Mannaval „kerfisins“ hefur smám saman verið tekið úr höndum ráðherrans og fært að sögn til alviturra excel-skjala. En þau eru í höndum manna af holdi og blóði rétt eins og ráðherrann er, en hafa ólíkt honum ekkert raunverulegt umboð frá fólkinu í landinu og bera enga ábyrgð á sínum ákvörðunum sem þó eru sagðar endanlegar!

Stjórnmálamenn eru fjarri því að vera hvítskúraðir englar. En það er hættuspil að kaupa þá ofsatrú á að excel-skjölin séu guðlegir pappírar eða öllu heldur þeir sem undir þau skrifa.

Þar sem kosningar hafa sífellt minni lýðræðisleg áhrif og flokkar skipta þess vegna æ minna máli er það röng nálgun að sleppa því líka að láta kosningar, úrslit þeirra og meirihlutamyndun, ekki endurspeglast í formennsku í þingnefndum. En verði stjórnmálamenn nútímans spurðir um þetta þá munu þeir leita eftir svörum frá „fagmönnum“ og fá þau á disk eða spólu og ýta á „play“ og það verður lokasvarið af þeirra hálfu."(leturbreytingar eru bloggarans)

Því miður er bitur sannleikur fólginn í þessum orðum. Það má líka minnast þeirra ungu hetja, sem stilltu sér upp fyrir framan hina úrvinda lögreglumenn og buðu kommaskrílnum byrginn sem einskis sveifst í árásum sínum á lýðveldið Ísland.

Skrifara líður ekki úr minni þegar þekktur rithöfundur á ríkisframfærslu lamdi bíl forsætisráðherra að utan afmyndaður af hatri í framan með morðglampa í augum.

Það voru illir tímar þegar þetta var og allt að því meira en búsáhaldabylting í lofti. Vonandi verður langt í slíka atburði aftur þegar einkavæðing ríkisbankanna hafði sýnt sig og sannað.Það er því skiljanlegt að margir hafi andvara á sér gagnvart endurtekningu slíkra hugsjóna og setji sama sem merki milli einkavæðingar og einkavinavæðingar.

Stjórnmálin og tiltrú fólksins slösuðust illa við þessa atburði og hefur virðing Alþingis ekki náð sér á strik síðan. 

Þessi leiðari Morgunblaðsins er þörf ádrepa til þeirra sem hana eiga skilið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband