Leita í fréttum mbl.is

Ţörf ádrepa

er leiđari Morgunblađsins í dag.

Hann fjallar um ţá hnignun lýđrćđisins sem er ađ eiga sér stađ í okkar ţjóđfélagi ţar sem upphlaupshópar hafa hrifsađ til sín ć meiri völd til niđurrifs.

Smáflokkakrađakiđ og Píratasiđferđiđ á hér hlut ađ máli međ sleggjudómum sínum og siđlausum upphrópunum.

Leiđarinn hljóđar svo ţar sem ekki allir lesa Mogga:

"Ţađ er heldur ólíklegt ađ almenningur viti út á hvađ upphlaupiđ gagnvart ríkislögreglustjóra gengur. Jafnvel ţeir sem fylgjast betur međ helstu fréttum en ađrir og fá borgađ fyrir ţađ sjá enga glóru.

Ţađ hefur ekkert komiđ fram í öllum ţessum fréttum um ađ ţessi embćttismađur hafi brotiđ af sér. Ţeir sem hafa lotiđ agaviđurlögum af hans hendi neita ţví ekki ađ slík tilefni hafi veriđ fyrir hendi. Og fjarri er ţví ađ viđurlögin sýnist hafa veriđ úr takti viđ tilefnin. Einu efnisatriđin sem ađ öđru leyti hafa veriđ nefnd í umrćđunni snúast um búninga og aldur og viđhald bifreiđaflota.

Nú er ţađ svo ađ ríkislögreglustjóri, ađrir yfirmenn lögreglumála og talsmenn lögreglumanna hafa hvađ eftir annađ vakiđ athygli á ţví ađ niđurskurđur á framlögum til öryggisgćslu borgaranna hafi gengiđ allt of langt og niđur fyrir hćttumörk.

Upp á síđkastiđ hafa komiđ fram jákvćđ ummćli frá fjárveitingavaldinu sem jafna má til fyrirheita um ađ bćtt verđi úr í áföngum á nćstu árum. Ţađ er vissulega gott og blessađ ţótt taka hefđi mátt fastar á en ţetta um svo mikilvćgan ţátt.

Hin fámenna hugrakka íslenska lögregla réđi úrslitum í „búsáhaldabyltingu“ um ađ tryggja ađ múgurinn bryti ekki niđur lýđrćđislegar stofnanir ţjóđarinnar. Sú hetjudáđ lifir í minningunni en jafnframt framkoma nokkurra kjörinna fulltrúa á Alţingi sem lögđu fjandmönnum lýđrćđisins liđ gegn lögreglunni.

Íslandi tókst á fyrstu vikunum eftir áfalliđ ađ koma sínum málum í farveg sem ađrar ţjóđir, sem lentu í samkynja hamförum, fundu ekki eđa gátu ekki nýtt vegna ţess ađ ţćr höfđu afsalađ sér lokaorđinu. Og í framhaldinu skipti mestu ađ íslenskar hetjur í lögregluliđinu komu í veg fyrir ađ vel skipulögđum öflum međ stuđningi fjársterkra manna sem höfđu sumir veriđ helstu leikendur í spilinu sem felldi fjárhags landsins, tćkist ađ laska lýđveldiđ varanlega.

Ţađ er sérstaklega minnisstćtt og sárt ađ „öryggistćkiđ RÚV“ ýtti undir sundurlyndi í landinu og hampađi ćsingaröflunum. Sú stofnun hefur aldrei beđist afsökunar á fyrirlitlegri framgöngu.

Athyglin beinist nú ađ formennsku í ţingnefndum. Ţađ var í góđum tilgangi gert ađ treysta stjórnarandstöđu fyrir formennsku í nokkrum ţingnefndum ţótt ţingstyrk skorti. Rökin fyrir ţessum breytingum voru ekki endilega sterk. Áhrif kjósenda á ţróun síns ţjóđfélags minnka sífellt og minnkuđu enn örlítiđ viđ ţessa tilgerđ sem reynst hefur illa.

Ráđherrar verđa sífellt máttlausari í ráđuneytum „sínum“ og koma oftar en áđur fram sem blađafulltrúar ţeirra en ekki eins og ţeir sem alla ábyrgđ bera.

Embćtti eins og ţađ sem ţó er kennt viđ ţingiđ sjálft hefur breyst í ađ verđa helsti talsmađur skrifrćđis í landinu og fleira kemur til sem verđur til ađ völd ráđherra minnka međ degi hverjum. Og ţar međ minnka um leiđ ţau óbeinu áhrif sem kjósandinn hefur međ atkvćđum sínum.

Lagasetningarvaldiđ er ađ auki flutt ć oftar úr landinu í fullkomnu heimildarleysi og nú síđast var stigiđ risaskref í ţá átt ţegar nafnlausir embćttismenn sannfćrđu kjarkleysingjana í kringum sig um ađ framvegis mćtti ekki hafna neinu ţví sem frá ESB kćmi í nafni EES-samningsins, ţrátt fyrir grundvallarákvćđi hans sjálfs. Ţar međ hefur veriđ ákveđiđ ađ fara bakdyramegin inn í sambandiđ.

Mannaval „kerfisins“ hefur smám saman veriđ tekiđ úr höndum ráđherrans og fćrt ađ sögn til alviturra excel-skjala. En ţau eru í höndum manna af holdi og blóđi rétt eins og ráđherrann er, en hafa ólíkt honum ekkert raunverulegt umbođ frá fólkinu í landinu og bera enga ábyrgđ á sínum ákvörđunum sem ţó eru sagđar endanlegar!

Stjórnmálamenn eru fjarri ţví ađ vera hvítskúrađir englar. En ţađ er hćttuspil ađ kaupa ţá ofsatrú á ađ excel-skjölin séu guđlegir pappírar eđa öllu heldur ţeir sem undir ţau skrifa.

Ţar sem kosningar hafa sífellt minni lýđrćđisleg áhrif og flokkar skipta ţess vegna ć minna máli er ţađ röng nálgun ađ sleppa ţví líka ađ láta kosningar, úrslit ţeirra og meirihlutamyndun, ekki endurspeglast í formennsku í ţingnefndum. En verđi stjórnmálamenn nútímans spurđir um ţetta ţá munu ţeir leita eftir svörum frá „fagmönnum“ og fá ţau á disk eđa spólu og ýta á „play“ og ţađ verđur lokasvariđ af ţeirra hálfu."(leturbreytingar eru bloggarans)

Ţví miđur er bitur sannleikur fólginn í ţessum orđum. Ţađ má líka minnast ţeirra ungu hetja, sem stilltu sér upp fyrir framan hina úrvinda lögreglumenn og buđu kommaskrílnum byrginn sem einskis sveifst í árásum sínum á lýđveldiđ Ísland.

Skrifara líđur ekki úr minni ţegar ţekktur rithöfundur á ríkisframfćrslu lamdi bíl forsćtisráđherra ađ utan afmyndađur af hatri í framan međ morđglampa í augum.

Ţađ voru illir tímar ţegar ţetta var og allt ađ ţví meira en búsáhaldabylting í lofti. Vonandi verđur langt í slíka atburđi aftur ţegar einkavćđing ríkisbankanna hafđi sýnt sig og sannađ.Ţađ er ţví skiljanlegt ađ margir hafi andvara á sér gagnvart endurtekningu slíkra hugsjóna og setji sama sem merki milli einkavćđingar og einkavinavćđingar.

Stjórnmálin og tiltrú fólksins slösuđust illa viđ ţessa atburđi og hefur virđing Alţingis ekki náđ sér á strik síđan. 

Ţessi leiđari Morgunblađsins er ţörf ádrepa til ţeirra sem hana eiga skiliđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 753
  • Sl. sólarhring: 945
  • Sl. viku: 6234
  • Frá upphafi: 3189421

Annađ

  • Innlit í dag: 664
  • Innlit sl. viku: 5356
  • Gestir í dag: 570
  • IP-tölur í dag: 551

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband