Leita í fréttum mbl.is

Trúverðugleiki

stjórnmálamanna er ekki sá sem hann var fyrir samþykkt

1-3.Orkupakkanna. Það eru ekki allir sem trúa því lengur að þeim sé alvara með yfirlýsingum gegn aðild að Evrópusambandinu.Enginn frýr þeim vits en fremur séu þeir grunaðir um græsku.

Gamli róttæklingurinn Ögmundur Jónasson skrifar í Morgunblaðið um helgar. Niðurlag hans í síðustu greininni er svofellt:

"Ja, það er nú það. Landeigandi á Norðausturlandi, sem segist eiga Dettifoss skrifar grein í Morgunblaðið nýlega og segir augljóst að eftir friðlýsingu Jökulsár á Fjöllum verði höfðað skaðabótamál á hendur ríkinu fyrir að svipta landeigendur réttinum til að virkja og þar með tekjumöguleikum.

Þegar orka Norðmanna var komin í hendur auðmanna upp úr aldamótunum 1900 settu þeir lög sem kölluð hafa verið Hjemfallsloven. Þau gengu út á að orka og orkuver í eigu einkaaðila skyldu ganga til almannavaldsins að tilskildum tíma liðnum. Einni öld síðar kærði Norsk Hydro ríkið fyrir mismunun. Og viti menn, Efta-dómstóllinn reyndist sammála Norsk Hydro og sagði að ef rétturinn ætti að ganga til baka fyrir einkaaðila þá yrði hið sama að gilda um félög í opinberri eigu; síðan gætu aðilar bitist um bitann á jafnræðisgrundvelli. Síðustu ár hefur mál þetta verið að velkjast í kerfinu.

En varðandi litlu „bændavirkjanirnar“ sem iðnaðarráðherrann sér fyrir sér að muni fjölga, þá held ég að sá draumur sé að verða að veruleika, nema kannski ekki rétt að kalla alla fjárfestana þar að baki bændur, þaðan af síður að þarna sé á ferðinni margfrægt „fé án hirðis“ því þarna verður hið gagnstæða uppi á teningnum, nefnilega að þessir fjárhirðar koma til með að passa upp á að féð gefi vel af sér. Ef fer sem horfir verður haldið með raforkuna og raforkuverin lengra inn á markaðstorgið, auðmenn fá óáreittir að kaupa upp Ísland, áhugi á vatnsbólum og orkulindum mun oftar en ekki ráða fjárfestingum þeirra og þá mun það gerast sem þegar hefur gerst með kvótann að allur þessi auður kemur til með að streyma ofan í vasa gráðugasta hluta mannkynsins.

Væntanlega mun þá koma að því að almenningur rís upp og dustar rykið af gamalli þjóðnýtingarstefnu.

Nema nú verður hún ný: hvorki meira né minna en krafa 21. aldarinnar!

Þessu væri að sjálfsögðu hægt að afstýra með fyrirbyggjandi aðgerðum. En þeirra er varla að vænta frá þeim sem sofa á verðinum."

Er það virkilega svo að einkavinavæðing þeirra sem þóttust upphátt vera hugsjónalegir hægri menn eigi eftir að breyta einhverjum okkar í nýþjóðnýtingarsinna í ljósi reynslunnar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf glaður yfir því að fá að fæðast á ÍSLANDI. SALAN á landinu okkar og yfirtaka ERLENDRA á FOSSUM og VIRKJUNUM er áhyggjuefni. NORÐMENN þekkja söguna.

Tryggjum ÍSLAND með AL-ÍSLENSKUM LÖGUM varðandi ORKUNA og VIRKJANIR, FOSSA og VATNIÐ okkar. RÍKIÐ kaupir á hæstu verðum, en EKKI ERLENDIR auðkýfingar, allt af BÆNDUM eða öðrum landeigendum. TAKIÐ 2-3 mánuði til þessa LAGA-VERKS - NAUÐSINJAVERKS fyrir ÍSLAND.

Nú eru erfiðir tímar í höfuðborginni og nágranna byggðum. ALLTAF sól og hiti. það besta frá 1968. Vonandi er þetta ekki vegna Loftslagsmála?.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 28.9.2019 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 3420144

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband