6.10.2019 | 13:32
EES
telja margir að sé smogið í merg og bein á Birni Bjarnasyni.
Þrátt fyrir tilraunir hans og nefndarinnar sem gerðu skýrsluna um EES samninginn finnst mörgum að hún sé ekki hlutlaus heldur málflutningur fyrir ágæti samningsins.
Páll Vilhjálmsson greinir þetta þannig:
"Ísland var hjálenda erlendra konunga, norskra og danskra, frá Gamla sáttmála á 13. öld og fram á 20. öld. Á þeim tíma urðu Íslendingar ópólitísk þjóð, sinnulaus um landsstjórnina enda valdið í útlöndum.
Skýrsla Björns Bjarnasonar um EES-samstarfið boðar að Íslendingum sé farsælast að líta á sig sem hjálendu Evrópusambandsins þar sem EES-samningurinn kemur í stað Gamla sáttmála.
Í tillögum til úrbóta í Björnsskýrslunni segir:
Viðurkenna ber í verki að EES-aðildin mótar allt þjóðlífið en ekki skilgreina hana sem erlenda ásælni.
Við eigum að viðurkenna útlenda valdið yfir okkur og sætta okkur við fyrirmæli þaðan, t.d. um að náttúruauðlindir okkar skuli lúta Brusselvaldinu, er efnislegi boðskapurinn. Rökin eru þau að Íslendingar geti ekki staðið á eigin fótum.
Björn leggur til að sérstakt EES-ráðuneyti verði stofnað á Íslandi, nokkurs konar yfirráðuneyti, er skammti lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum svigrúm til að ráðstafa málum þannig að yfirvaldið í Brussel sé sátt.
Skýrsla Björns Bjarnasonar dregur skýra víglínu milli tveggja meginskoðana í stjórnmálum. Í einn stað eru þeir sem telja þjóðina ekki kunna fótum sínum forráð og þurfa ,,handleiðslu" frá Brussel. Í annan stað þeir sem treysta Íslendingum til að reka burðugt fullvalda þjóðríki á eigin forsendum.
Samviskuspurningin sem hver og einn þarf að svara er þessi: hvort vil ég líta á Ísland sem hjálendu eða fullvalda þjóðríki?"
Síðasta málsgreinin er eiginlega það sem máli skiptir. Báðir Samfylkingarflokkarnir á Alþingi vilja að fullveldið sé framselt til Brussel. Stefnulausu litlu ljótu flokkarnir dingla þarna með og veita jafnan þeim sem betur mega sín eins og sagt var um frændur okkar Dani á sínum tíma.
Sjálfstæðisflokkurinn var sagður vera andsnúinn ESB aðild. Margir draga nú orðið tryggð flokksins við þá hugsjón í efa eftir 3. orkupakkann.
Einhliða lofgerð við fyrirfram gefna niðurstöðu er fullveldissinnum ekki nægileg leiðsögn um kosti og galla EES samningsins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Leiðinlegast við pólitíska umræðu í landinu er þegar menn rangtúlka og/eða snúa út úr því sem sagt er, svara eigin bulli og láta eins og verið sé að svara viðmælandanum/andstæðingnum.
Aðalsteinn Geirsson (IP-tala skráð) 6.10.2019 kl. 15:25
Viljum við vera óvirkir þiggjendur að öllu sem kemur frá Brussel hvort sem það hentar okkur eða ekki, eða virkir þáttakendur í að móta þær reglur sem þar eru settar á þann veg að þær henti okkur betur en ella?
Besta leiðin til að tryggja hagsmuni Íslands í fjölþjóða samstarfi er að stunda virka hagsmunagæslu á þeim vettvangi þar sem veigamiklar ákvarðanir eru teknar. Þannig nýtum við fullveldi okkar best, hvort sem það er á vettvangi EES, Sameinuðu þjóðanna eða öðru slíku samstarfi.
Að sitja bara heima og taka við skeytasendingum eftir að aðrir hafa tekið ákvarðanir sem við þurfum að fara eftir, má líkja við að hafa kosningarétt en nota hann ekki. Sá sem nýtir ekki rétt sinn til áhrifa er ekki í neinni stöðu til að kvarta yfir þeim ákvörðunum sem aðrir taka í fjarveru hans.
Guðmundur Ásgeirsson, 6.10.2019 kl. 16:14
PÁLL VILHJÁLMSSON Stórskrifari Fullveldis og Sjálfstæði á ÍSLANDI. ÍSLANDS söguna þarf að segja að nýju um Sæferðir, Víkinga, Ritstörf, Landafundi og EKKI síst Kristna siði.
EES - Björns hefur skipt máli fyrir ÍSLAND, en EKKI lengur. Loftslagssinnar og vinstrafólk í ríkisstjórn dröslast með hóp XB og XD sinna til "ESB í BRUSSEL" því, sem FÁMENNI okkar mótmæla. N A T O og samvinna við USA og BREXIT eru stórmál ÍSLENDINGA fyrir stærri markað, sem kostar ekkert.
SÖGUeyjan,ÍSLAND, ÓMENGUÐ hér norður í höfum og afurðir BÆNDA og SJÁVARÚTVEGS bera af með framleiðslu GRÓÐURHÚSA. FRÓÐLEGT væri að sjá FLUGIÐ taka við hluta sölunnar frá ÍSLANDI, með Flugvélarnar í Norðurljósa litum.
GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 6.10.2019 kl. 17:49
Það skiptir máli ef við kysum um það núna hvort við vildum vera hjálenda eða fullvalda ríki,en hvenær erum við spurð? Menn vitna í hvers annars orð og óskir fyrir tugum ára,eins Björn segir Ólaf ísleifs hafa gert í hruninu,vila óska eftir myntbandalagi Íslands og Esb.- hann ofl.hafa kynnst á hvaða vegferð þetta blessaða Esb er á og orðið því afhuga og gert grein fyrir því. Bjarni Benedikts lætur sakleysingja kjósa sig og hefur rækilega haldið í sér, hvern á að gruna að hann sé kominn í spreng; talandi um að það lægi ekkert á að afgreiða Op3. Íslendingar hafa metnað og getu til stýra landi sínu sjálfir.
Helga Kristjánsdóttir, 6.10.2019 kl. 20:01
var athuga semda mín of gróf? Mér fannst ég normal!
Helga Kristjánsdóttir, 7.10.2019 kl. 01:52
Ég vel ÍSLAND og sameiginleg auðæfi ÍSLENDINGA, ORKUNA OFAN og NEÐANJARÐAR, VIRKJANIR, VATNIÐ og BLÁVATNIÐ, FOSSA og FLÚÐIR frá fjöru til fjalla. Við eigum ÓMENGAÐ "HEILAGT" Land, og erum ENNÞÁ ÖRUGG?.
Fjölgum okkur sjálf og STJÓRNUM OKKUR SJÁLF án stuðnings við getulausa Evrópu, sem ekki ráða við eigin mál.
Ég spái OFURFLOKKI við næstu kosningar, sem sýnir réttlæti og Þjóðerniskennd.
GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 7.10.2019 kl. 13:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.