Leita í fréttum mbl.is

Brot á jafnréttislögum

skilst mér að sé fullframið ef karl og kona sækja um eina stöðu og karl sé ráðinn.

Ólína Þorvarðardóttir vill fá bætur fyrir það að Einar Ásgeir var ráðinn þjóðgarðsvörður eftir að hafa starfað þar við góðan orðstír um árabil. þingvallanefndi vildi hann en ekki Ólínu, bæði yngri en hún og hugsanlega aðra kosti umfram hana. Hún heimtar skaðabætur fyrir að vera ekki ráðin.

Á Útvarpi Sögu heyrði ég að það fólk sem er orðið fertugt á í basli með að fá ráðningu bara vegna elli. Hvað þá eldra. Skiljanlega henta gamlingjar ekki í mörg störf. En sumt geta þeir ekki síður en aðrir.   

Á sínum tíma fór ég í nokkur svona viðtöl hjá krökkum í ráðningaþjónustum. Ég fékk bara vorkunnarbros hjá viðmælendunum enda kominn á sjötugsaldur.Ég hætti því slíku fljótlega og fór í harkið.

En hvernig virka þessi jafnréttislög? Mér skilst að í Bandaríkjunum megi ekki mismuna umsækjendum eftir aldri.Níræð pokadýr hjá WalMart og fleirum. Stendur ekki eitthvað líka um þetta í stjórnarskrá okkar?

Bráðgóð hugmynd er það hjá Kristni kellingaburtrekna að atvinnurekendur hætti að greiða tryggingagjald af launum vegna meira en fimmtugra starfsmanna. Tvær flugur í einu höggi, ódýrara að ráða gamlingja og þeir fái heldur ekki greitt úr atvinnuleysissjóði ef þeir eru reknir. Kannski ætti að setja markið ofar, 60-67 ára?

En þarf ekki umboðsmann fyrir gamlingja sem verða fyrir brotum á jafnréttislögum? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 3418219

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband