10.10.2019 | 10:28
Jón Kristjánsson
fiskifræðingur er með merkustu náttúruvísindamönnum landsins. Hann hefur hinsvegar aldrei runnið almannaslóð eða legið á skoðanaágreiningi sínum við viðurteknar kenningar í fiskimálum. Hann hefur því sætt nokkurri útlegð og sniðgöngu þeirra kollega sinna sem halda uppi hinum viðurteknu skoðunum um veiðitakmarkanir.
Blasir ekki við að núverandi kvótaeigendur beita kerfinu til að halda uppi verðinu með framboði eftir sínum hentugleikum? Er ekki hugsanlegt samspil þarna á milli stjórnmálaaflanna í öllum flokkum sem styðja kerfið gagnrýnilaust og þeirra ofurríku sem hafa eignast fiskveiðiauðlind Íslands? Þú klappar mér og ég klappa þér?
Ég verið þeirrar gæfu aðnjótandi að vera samtímis Jóni í Sundlaugunum í Laugardal um langan aldur og fræðst af honum um náttúrufar.
Jón hefur haft þær kenningar að villtir stofnar dýra þurfi hæfilegt grisjunarálag til að vöxtur og viðgangur tegundarinnar geti náðst.
Of mikið beitarálag á fæðustofna valdi fækkun í stofninum vegna ónógs fæðuframboðs fyrir aukinn fjölda.
Íslenskir bændur hafa lengi vitað að afrétturinn ber aðeins ákveðinn fjölda. Venjulegir hestamenn vita að haginn ber aðeins ákveðinn fjölda hrossa á beit. Annars verður allt uppnagað og hrossin missa hold.
Jón hefur því haft ákveðnar skoðanir á því að ákveðið veiðiálag sé nauðsynlegt á hvaða miðum sem er, eigi beitarstofnar að vaxa og gefa af sér aukið magn lífmassa. Hrygningarstofninn sé ekki mælikvarði á veiðihorfur ef ekki sé séð um að grisja til þess að hver aféti ekki annan og éti jafnvel undan sér, hvort sem eru svín eða fiskar.
Þetta finnst leikmönnum nokkuð rökrétt.
Það vakti því athygli bloggarans að Jón fjallar einmitt um sýnikennslu í þessum fræðum á bloggsíðu sinni. Þar segir hann m.a.:
"Tilmælin um að sleppa sem mestu af fiski til að hrygningarstofninn verði sem stærstur bera merki um vanþekkingu og þau trúarbrögð að fleiri hrogn gefi meiri nýliðun.
Sýnt hefur verið fram á að hæfileg hrygning gefur betri árangur en of mikil hrygning. Þetta skýrist af því að þegar of mikið er af seiðum verður mikil samkeppni sem veldur hægum vexti og miklum afföllum. Einn mælikvarði á stærð hrygningarstofnsins er lengd 0 grúppu seiða, og reyndar fleiri aldursflokka, að hausti.
Vöxtur er þéttleikaháður og stærð seiða að hausti er því mælikvarði á stærð hrygningarstofnsins. Þegar vart verður við nýklakin seiði í júlí (S-lands) eru þau um 3 cm en þau vaxa hægt og í flestum ám ná þau varla 4 cm fyrir haustið.
Í Leirvogsá er meðallengd 0+ seiða á fiskgenga hlutanum fyrir neðan Tröllafoss 3.7 cm og 0.5 g. Þar er hrygningarstofninn á að giska 10-15 hrygnur/km.
Ofan við Tröllafoss var sleppt 11 hrygnum í fyrra og 7 hrygnum í hitteðfyrra á 3 km kafla. Það svarar til 2-3 hrygna/km. Þar eru 0+ seiðin 5.4 cm og 1.5 g, þrisvar sinnum þyngri en á fiskgenga hlutanum fyrir neðan fossinn. Fjöldi seiða á botnflöt var svipaður ofan og neðan við Tröllafoss, 50-200 seiði /100 m², en lífþyngd meiri ofan fossins vegna þess að seiðin voru miklu stærri.
Trúarbrögð í veiðiráðgjöf
Veiðisókn í laxveiðiám hefur minnkað mjög mikið frá því sem hún var fyrir 15-20 árum. Maðkaveiði hefur víðast verið lögð af, en menn muna enn þann tíma þegar eftirsókn var að komast í veiði eftir fluguveiðitíma útlendinga. Þá komu iðulega 3-400 laxa holl og engu var sleppt. Nú er um og yfir 80% laxa sleppt, og öllum sem eru stærri en 70 cm. Vekur það upp þá spurningu hvort öll þessi friðun í nafni laxaræktar sé ekki að valda því að veiðin fari minnkandi. Víst er að þar sem mestu er sleppt eykst ekki veiðin þótt laxar séu "veiddir" oftar en einu sinni.
En veiðiráðgjafarnir á Hafró eru ekki að huga að þessu. Þeir eru alveg fastir í trúarbrögðunum, veiða minna núna til að geta veitt meira seinna."
Ég minnist þess að þegar meirihluti bænda við Tungufljót neðan Faxa bundust samtökum um að stofna sérstaka veiðideild fyrir stilstuðlan Árna Baldurssonar í Laxá.
Við efasemdarmenn fengum þá Jón á Stofnfundinn og gaf hann þar það álit að Tungufljót hefði ekki náttúrleg skilyrði fyrir lax. Ef þau væru fyrir hendi þá væri laxinn þarna og hefði alltaf verið. Svo er ekki og tiltók Jón að vatnið væri líklega of kalt og gróðursnautt sem uppeldisstöðvar sem lax kysi sér.
Hinsvegar væri hægt að setja á stofn Hafbeit í því með stórkostlegri seiðagjöf sem Árni Baldursson væri sérfræðingur í frá Rangá. Ekki hlustuðu aðrir bændur mikið á þetta sem þeir kölluðu Bergstaðaraus og sögðu að Árni myndi rækta upp sjálfbæran laxastofn í Tungufljóti. Mikill ófriður spannst af stofnun deildarinnar meðal landeigenda vegna lögmætis hennar.
Samningar við Árna voru gerðir og hann sleppti meira en hundrað þúsund seiðum árlega í fljótið. Tungufljót varð ein mesta laxveiðiá landsins árin á eftir. Þá blandaði Veiðifélag Árnesinga sér í málin og seiðagjöfin féll niður í óverulegt magn. Eins og við manninn mælt féll veiðin í Tungufljóti niður í nær ekki neitt og hefur verið svo síðan. Landeigendur hafa engar tekjur haft af fljótinu síðan þetta var. En þarna er enn hægt að gera stórkostleg verðmæti ef fólk næði saman sem það gerir ekki vegna yfirstandandi deilna og fjandskapar sem af hefur spunnist. En fyrir dómstólum eru mörg mál í gangi hverju sé um að kenna.
Laxinn útrýmdi náttúrlegu bleikjunni sem verið hefur verið hefur í Tungufljóti frá örófi alda og hefur fljótið verið ördautt um mörg ár sem ekki eykur á vinskapinn milli fólksins við við fljótið. Jón Kristjánsson hafði því rétt fyrir sér í öllu sem hann sagði fyrir um á stofnfundinum.
Jón Kristjánsson er óþreytandi við að halda sínum skoðunum fram. Á hann hefur verið hlustað í öðrum löndum með góðum árangri en á Íslandi hefur hann sætt einskonar útlegð frá öðrum vísindamönnum sem flestir eru ríkisstarfsmenn og eru greinilega óttaslegnir við að samsinna skoðunum öðrum en þeim viðurteknu.Jón hefur verið því í harkinu áratugum saman og á honum sannast að enginn er spámaður í sínu föðurlandi.
Bloggari þakkar Jón fyrir áratuga vinskap, fræðslu og skemmtun.Hann hefur skammað Jón fyrir að skrifa ekki eitthvað af þeim doktorsritgerðum í líffræði sem hann er með millieyrnanna og setja þrykk.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Tek undir hvert orð þitt, nafni. Færi betur ef hlustað hefði verið meira á það sem Jón hefur fram að færa í fiskifræðinni, en ekki eilíflega farið eftir steingeldum exelguttum og reiknilíkönum, sem sannast sagna hafa að litlu gagni komið gegnum árin. Fyrir vikið hafa milljarðatugir, ef ekki hundruðir, glatast fyrir þjóðarbúið.
Góðar stundir, með kveðju af Grænlandsmiðum.
Halldór Egill Guðnason, 11.10.2019 kl. 00:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.