Leita í fréttum mbl.is

Einar Sveinbjörnsson

sá ágæti veðurvísindamaður ritar athyglisverða grein í Morgunblaðið í dag. Þar kemur fram hversu alvarlegt kolefnisbullið sem ríður húsum um heiminn er í því að rýra kjör þeirra sem minna mega sín um allan heim.

Fimbulfamb forsætisráðherra vors um hamfarahlýnun sem hún byggir á álíka vísindakenningum eins og Gréta Thunberg veður í er að stórskaða íslenskan almenning . Það er þjóðarskömm þegar slíkur annars óbrjálaður forystumaður lætur hafa sig að slíkum óvísindalegum fíflskap, að maður tali nú ekki um umhverfisráðherrann sem enginn kaus sem vill drekkja landinu og framfarmöguleikum þessi í ótímabærum friðlýsingum út og suður.

Sjálfstæðisflokkurinn þrumir sem Sfinxinn yfir þessu  öllu og virðist enga skoðun hafa á þessum miklu efnahagsmálum sem eru að rýra lífskjör alls almennings í landinu.

En Einar skrifar svo:

Nýverið var ég á ferðalagi í S-Afríku. Verkfræðingur einn sem ég spjallaði við sagði að í landinu væri flutt raforka að jafnaði sem samsvarar 30.000 MW.

Til samanburðar dreifir Landsnet um 2.300 MW afli eftir sínum línum. Nánast öll orkan hér er endurnýjanleg, vatnsafl og jarðhiti, en Í S-Afríku er yfir 80% raforkunnar aflað frá stórum kolaorkuverum í landinu.

Aðeins eru smærri virkjanir í Orange-fljótinu, mesta vatnsfalli SAfríku, og einhver innflutt raforka komin úr hinu mikla Zambesi-fljóti í norðri. Þá er eitt kjarnorkuver utan við Cape Town. Raforka er aðgengileg og að auki niðurgreidd til þeirra sem búa við kröpp kjör í fátækrahverfum svartra.

Township-hverfin eru um allt í S-Afríku, einkennandi hreysabyggðir, sem eru í senn þéttbýl, sóðaleg og heilsuspillandi. Fólk hefur þó ódýrt rafmagn og oftast rennandi vatn. Húsnæðiskostnaður er eðlilega mun lægri en í snyrtilegum hverfum betur stæðra og oftast hvítra íbúa landsins.

Þegar ég fór um nokkur þessara alræmdu hverfa svartra, sem svo margir þekkja til, fór ég að hugsa um loftslagsmálin á heimsvísu. Við eigum lofthjúpinn sameiginlega og allt það. Eins er mikilvægt að hafa í huga að það sem sparast í losun á einum stað getur auðveldlega tapast á öðrum.

Ég er einn þeirra sem velta mjög fyrir sér kolefnisskatti losunar á heimsvísu. Margir telja, og ég þar á meðal, að það að koma umhverfiskostnaðinum beint inn í verð vörunnar sé eina raunhæfa lausnin til að vinda ofan af stöðugum vexti í losun á koltvíildi. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur nýverið lagt til að kolefnisskattur þyrfti að vera 75 dollarar á tonn eigi hann að bíta. Það jafngildir um 9.000 kr. og um 20 kr. á hvern bensínlítra svo dæmi sé tekið.

Kolefnisskattur getur aukið efnahagslegan ójöfnuð

Það er alls ekkert í hendi að þjóðir heimsins nái saman um leið kolefnisskatts. En hvernig mundi einfaldur kolefnisskattur hitta fyrir land eins og S-Afríku? Frekar illa held ég og sérstaklega þá efnaminni.

Kol fá á sig allan skattinn og gætu hækkað um 200%. Raforkan eftir því. Kjörin versna og þar með bilið almennt á milli svartra og hvítra.

Ríkið getur þó vissulega aukið niðurgreiðslur með auknum skatttekjum. En kolefnisskattur leggst líka á endanum á flestallar neysluvörur, eftir hinu margfræga kolefnisspori. Dregur þannig hlutfallslega meira úr kaupmætti þeirra efnaminni að öðru óbreyttu.

Þótt vindorka geti í sumum tilvikum gengið, jafnvel í stórum stíl, sem og sólarorka verða kolin áfram meginorkugjafinn um fyrirsjáanlega framtíð í landi eins og S-Afríku. Aðeins efnuðu þjóðirnar og þau vestrænu ríki sem eru lengi búin að vera stórtæk í losun munu hagnast á fyrirkomulagi kolefnisskatts til lengri tíma litið.

Fyrir þau eru 75 dollarar hlutfallslega mun minna fé en annars staðar og eru að auki þegar komin langt í tækniþróun sem leitt getur til kolefnishlutleysis í fyllingu tímans.

Í S-Afríku sem og flestum ríkjum álfunnar samanstendur bílaflotinn mikið til af 20-40 ára úreltum ökutækjum. Allt tal um rafbílavæðingu er því útópía enn. Kolefnisskattur á heimsvísu er án nokkurs vafa tæki sem getur snúið ferlunum niður á við. Dregið úr orkugjöfum eins og olíu, kolum og gasi, sérstaklega með öðrum staðbundnum og hnattrænum aðgerðum til að draga úr koltvíildislosun.

En slíkur góðviljaður umhverfisskattur má samt ekki á sama tíma auka á annan stóran vanda heimsbyggðarinnar, sem felst í misskiptingu, fátækt og skorti á tækifærum. Í fjölþjóðasamvinnu þarf að ræða og stefna að raunhæfum lausnum.

 Í annarri grein verður bent á mögulega lausn af svipuðum meiði til að takast á við loftslagsvána."

Ég bíð spenntur eftir skynsamlegum tillögum Einars til lausnar í því heimskulega trúarmoldviðri sem nú geysar um heiminn í kolefnisbullinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Er ekki langlíklegast að náttúran sjálf taki af okkur ráðin og eyði gerendunum í þessum loftslagsmálum ? Mannkynið ræður ekkert við þessi gríðarlegu vandamál sem það hefur búið til allt frá upphafi iðnbyltingarinnar í sí auknum mæli.Enginn vill missa nokkuð af sínum lífsgæðum sem eiga sökina á þessu ástandi.
Stóraukin náttúrufars óáran birtist okkur í fréttum - nú síðast frá Tokyo- sem dæmi. Ísbráðnun í Himalaya þar sem meira en milljarður fólks á allt sitt undir stöðugu vatni þaðan - ísinn rýrnar hratt. Bara skordýrin -undirstaða lífs alls mannkyns hafa horfið um 75 % í Þýskalandi á umliðnum árum- einnkum vegna eiturs.
Svona má lengi telja upp.
Við mannkynið ráðumm ekkert við þennan vanda.
Náttúran fækkar mannfólkinu sem er núna um 8 milljarðar.

Sævar Helgason, 15.10.2019 kl. 10:12

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll Halldór. Veist þú í hvað þessi skattur á að renna, hver/hverjir taka við fjármagninu og hvernig á að nota þá það??? Getur verið að það renni í vasa Al Gore, það er nefnilega svo dýrt fyrir hann að kynda og lýsa híbýli hans, sem eru nokkur og eyða miklu rafmagni til að lýsa honum ylja og halda óvelkomnum úti.

Tómas Ibsen Halldórsson, 15.10.2019 kl. 13:45

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það verður nú ekki séð af textanum sem þú vitnar til að verið sé að gera lítið úr þeim vanda sem fylgir hnattrænni hlýnun, né heldur að draga í efa að hún eigi sér stað. Einar er hér aðeins að ræða um kolefnisskatta og möguleg neikvæð áhrif þeirra og jafnframt hvort hugmyndir um að útrýma jarðefnaeldsneyti sem orkugjafa séu raunhæfar.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.10.2019 kl. 14:48

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hvergi í þessari grein lýsir Einar yfir vantrú á "fimbulfambinu" sem felist í hlýnun loftslags en pælir hins vegar í viðbrögðum sem geti stuðlað að minni útblæstri. 

Ómar Ragnarsson, 15.10.2019 kl. 15:43

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Lausnin er Herbalife II (vegan) plús þarmahreinsun Jónínu II (syndaaflausn). Og svo að sjálfsögðu rafknúin Fótanuddtæki II, fyrir vinstrifót

Því miður er næsta bankabóla ekki fáanleg í augnablikinu.

Fær mér meiri harðfisk..

Kveðjur af Jörðinnni

Gunnar Rögnvaldsson, 15.10.2019 kl. 22:11

6 identicon

Útskýring á hvert peningarnir fara

https://www.youtube.com/watch?v=s1T0kPNJ-v4

Elló

Ello (IP-tala skráð) 16.10.2019 kl. 09:45

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Einar er orðvar og það er rétt hjá Ómari að hann fullyrðir ekki neitt um veðurfar enda áreiðanlega kunnugur dr. Lintzen kollega sínum.

Það er ágætt að velta fyrir sér útblæstri og hvort megi minnka hann. En að skattleggja fátækt fólk þessvegna þegar Kínverjar reisa eitt kolakynt raforkuver á viku án þess að gera eitt né neitt til að minnka heimslosunina þá sé ég ekki samhengið.

Hvað þá að taka maísinn frá Afrikubúum til að framleiða lífdísil svo að þeir hungra.

AlGore sparar ekki útblástur sinn á einkaþotunni og Katrín ekki heldur þegar hún þeytist á loftslagsráðstefnurnar.En ein flugferð hjá henni í farþegaflugi frá Íslandi til Sameinuðu þjóðanna losar 2 tonn af CO2 bara á hana til viðbótar við þau 20 tonn sem hún sem meðal-Íslendingur losar á hverju ári.10% viðbót á hana fyrir hverja ráðstefnuferð hennar erlendis.

Ég held að maður verði að fá sér harðfisk til að tyggja á meðan maður hugsar þetta vandamál og hamfarahlýnunina.

Halldór Jónsson, 16.10.2019 kl. 15:53

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kolefnakirkjan hefur gefið út lausn á vandanum, þegar við flytjum í taðkofana. Í þeirra biblíu er til nokkuð sem heitir kolefnahlutlaust eldsneyti sem leysir allan vandan. Eitthvað sem kallað er kolefnahlutlaust eldsneyti. (Carbon neutral) þetta eldsneyti nefnist almennt timbur. 

Þeir hafa fundið út að tré hafi þegar kolefnisjafnað sig með kolefnaöndun og því réttlætt tilveru sína sem eldsneyti. Hallelúja.

Ég er ekki að skálda þetta, þótt þetta taki öllum skáldskap fram. Hér er talsvert löng yfirheyrsla í ameríska senatinu yfir loftslagsvísindamanni, sem hefur enga skoðun á málinu en vísar bara í vísindin sjálf. Eiginlega must see.

https://youtu.be/ofXQdl1FDGk

Jón Steinar Ragnarsson, 16.10.2019 kl. 20:39

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eitt er merkilegt, sem drepið er á. Þar kemur fram að norðurpóllinn er íshella að meðaltali þrikkja metra þykk og bráðnun hennar allrar mun hafa lítil sem engin áhrif á sjávarborð. Hún er annars ekkert á leið að hverfa þótt hún stækki og minnki á víxl eftir árstíðum. Suðurskautið hefur verið frosið í milljónir ára og er reyndar að stækka og merki um það eru íshellur sem eru að brotna frá því með reglulegu millibili.

Af þessum sökum eru "loftslagsvísindamenn farnir að tala um "þriðja pólinn" sem eru Himalayafjöll. Nokkuð sem litlar sannanir eru fyrir og flokkast allavega ekki umdir hugtakið lofslag, þar sem 30 ára meðaltal er það sem gildir um loftslag. Annað er weðurfar.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.10.2019 kl. 20:46

10 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég hugsa alltaf um söguna um nýju föt keisarans þegar allir segja hlýnun og hlýnun en engin getur bent á að það sé einhver óeðlileg hlýnun nema þeir sem eru að benda á að hitamælarnir eru oftast inn í miðjum borgum þar sem hitinn er mestur fyrir utan að meiri hlutu hitamæla sem NOAA notar eru staðsettir á miðjum hnettinum.

Áfram halda menn að plata sjálfan sig með að segja að 0.004% CO2 sé að skapa þennan meinta ofsa hita sem er rétt um plús 0.5C° og ólærðir menn vita að hafið hitnar vegna infrarauðra geisla frá sólinni og þenst út og þá hækkar sjávarborð sumstaðar. 

Lærðir menn eiga að vita um fornu borgirnar utan við suður Florida og sömu menn eiga líka að vita um borg undir miðjarðarhafi 

Hvar er hitinn í Bandaríkjunum þeir eru á mörkum þess að geta ræktað sitt korn. Það er hlýtt í Evrópu sem betur fer.

Ísland þá er meðal árshitinn miðað við síðustu 18 á plús 3.9C°samkvæmt Trausta okkar. 

Muna menn ekki hvernig mengunin var í Evrópu og Ameríku fyrir 50 árum og hefir farið stigbatnandi síðan

Það er allt í lagi að minnka kolefnissporið en ekki kenna smábílum um það og leggja álögur á þá.

Venjulegt fólk er orðið yfirsig þreytt á þessum hamfara-öfgahópum sem eru í raun að búa til hóp yngri öfgahópa sem atkvæði og þessvegna verða allir flokkar neyðast til að viðhalda vitleysunni áfram bara til að eiga von á einhverjum atkvæðum í framtíðinni.

Kolefnaskattur er einn þjófnaðurinn í viðbót stjórnað af Globalistum eða halda men einhvað annað.?   

Valdimar Samúelsson, 16.10.2019 kl. 21:59

11 identicon

Einar Sveinbjörnsson veðurvísindamaður fær þakkir fyrir svörin um hamfarahlýnun og loftslagsmál. Sama gildir um vísindamenn víðar á jörðinni, sem ekki spá endalokum á næstu 10árum?.

Hvað hefur "ríka" ÍSLAND þurft að greiða fyrir "bjálfa og óreiðu Loftslagsfólks" varðandi þennan hugarheim sænsku Grétu.

Eru þeir "fátækustu" á ÍSLANDI enn innan kr.300 þús.per mánuð?  

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 17.10.2019 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband