Leita í fréttum mbl.is

Stjórnarskrárumræðan

er úti á túni.

Furðulegar skoðanir eru á sveimi sem halda því fram að eitthvað handahófslið utan úr bæ, kommatittir, sérvitringar, atvinnulygarar og auðtrúa sakleysingjar geti komið saman og soðið upp stjórnarskrá fyrir heila þjóð eins og svona lið gerði á einhverju samsærisþingi sem síðan var dæmt ógilt og ómerkt af Hæstarétti og allt sem því fylgdi.LSG!

Þorvaldur Gylfason er einn af þeim sem eru óþreytandi að halda áfram lygum og rangfærslum um allt þetta mál og afdrif þess. Flestir sem höfðu fyrir því að lesa uppkastið á sínum tíma geta orðið sammála því að það henti engan vegin sem stjórnarskrá svo gallað sem það er. 

Stjórnarskrár eru yfirleitt þróaður texti sem byggir á langri reynslu í mörgum löndum eins og núverandi stjórnarskrá Íslands er. Stjórnarskrá Bandaríkjanna er stuttorð og þess vegna skýr.Stjórnarskrá Bretlands er óskrifuð.

Adolf Hitler notaði stjórnarskrá Þýzkalands til að taka sér alræðisvald löglega. Það eitt ætti að sýna mönnum að Stjórnarskrá er einskis virði ef stjórnmálaskúmar kjósa að fara á svig við hana. Þetta gera Íslendingar sér ljóst og eru þess vegna alveg þokkalega ánægðir með núverandi stjórnarskrá.

Hún brýtur auðvitað sjálfa sig með því að mismuna fólki í atkvæðisrétti eftir búsetu en ekki höfðatölu.

Sjónarmiðin um að ekki megi skilja landssvæði útundan ef atkvæðisréttur fari eftir höfðatölu er lýst í Bandaríkjunum með því að skipta þinginu í Öldungadeild og Fulltrúadeild. Hugsanlega næst meiri friður með svona fyrirkomulagi heldur en sitji þingið í einni deild.

En þetta er tómt mál að tala um svo að það mun  líklega damla svona áfram ár eftir ár án þess að nokkuð gerist í þessu eilífa  stjórnarkrármáli. Enda miklu betra heldur en að Þorvaldur Gylfason og álíka fólk fari að koma að því að setja fólki einhverja stjórnarskrá sem það almennt vill ekki sjá.

Svo við skulum hætta þessari sífelldu umræðu um þessa stjórnarskrá´þar sem hún dugar okkur alveg eins og hún er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 3418288

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 63
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband