Leita í fréttum mbl.is

Er Viðreisn valkostur

í stjórnmálum?

Enginn þarf að velkjast í vafa um það að Viðreisn er eins máls flokkur, algerlega hliðstæður við Samfylkinguna,  eftir að hafa lesið eftirfarandi grein Benedikts Guðföðurs í Morgunblaðinu í dag:

" Sjálfstæðisflokkurinn náði lágpunkti árið 2013 þegar landsfundur samþykkti ályktun um að Evrópusambandinu yrði gert að loka upplýsingaskrifstofu sinni hér á landi.

Aldrei áður hafði flokkurinn snúist gegn því að almenningur fengi greiðan aðgang að upplýsingum, enda var tjáningar- og skoðanafrelsi lengi vel samofið stefnu flokksins. Nú skyldi þekkingu, frjálslyndi og umburðarlyndi úthýst.

Dæmin frá Bretlandi og Bandaríkjunum sýna hve hættulegt það er þegar vanþekkingin tekur völdin og herjar á frelsið.

Skýrsla starfshóps utanríkisráðherra um EES-samninginn upplýsir hve mikilvæg aukaaðild Íslands að Evrópusambandinu hefur verið okkur undanfarinn aldarfjórðung. Þar kemur fram að með samningunum opnaðist frelsinu ný braut hér á landi. Breytingarnar hafa verið svo róttækar að vandséð er að það þjóni „nokkrum tilgangi að hverfa til veraldar sem var þegar breytingar eru jafnróttækar og hér er lýst“. Greinileg pilla til andstæðinga samstarfsins innan ríkisstjórnarflokkanna og í Miðflokknum.

Markmið hópsins var að draga fram staðreyndir og láta lesendur sjálfa gera upp hug sinn.

Rökrétt niðurstaða af lestri skýrslunnar er að líta á þann hag sem þjóðin hefur haft af aukaaðildinni og semja svo um fulla Evrópuaðild á jafnréttisgrunni.

Nýlegar deilur um orkupakkann svonefnda sýna hve mikilvægt er að vel upplýstir Íslendingar sitji við borðið þar sem ákvarðanirnar eru teknar en þiggi ekki bara brauðmola sem af því hrynja.

Flokkur forsætisráðherra gekk til skamms tíma lengst íslenskra flokka í andstöðunni við þátttöku Íslands í alþjóðasamstarfi.

Því ber að fagna þegar ráðherrann lýsir nú ánægju með aukaaðildina að Evrópusambandinu sem hafi stuðlað að „velmegun, nýsköpun, samkeppnishæfni og almennri velsæld og gegni lykilhlutverki við að framfylgja ströngum kröfum í félagsmálum, neytendamálum og umhverfismálum“. Allt satt og rétt.

Í skýrslunni kemur fram að „stæðu Íslendingar utan lagasamstarfsins á EES-vettvangi og ætluðu að starfa í krafti heimasmíðaðra reglna yrði mikil hætta á einangrun, stöðnun og afturför í þjóðlífinu öllu. Á það einkum við á sviði efnahags- og atvinnulífs og þeim sviðum þar sem tæknivæðing hefur haft hvað mest áhrif“.

Þetta kallast á við orð Bjarna Benediktssonar eldri árið 1969: „Ef menn vilja einangrun, þá verða þeir að taka afleiðingum hennar og reyna þá hvorki gagnvart sjálfum sér né öðrum að hræsna með því, að þeir séu hinir mestu framfaramenn. Þeir eru þvert á móti menn afturhalds og úrtölu.“

Innan EES njóta Íslendingar hvorki aðildar að tollabandalagi og myntsamstarfi, né þátttöku í landbúnaðar-, byggða- og sjávarútvegsmálum.

Með fullri Evrópuaðild myndi landið eflast á þessum sviðum og frelsi aukast. Göngum því alla leið, þjóðinni til heilla."

Það er lítt skiljanlegt þegar Viðreisn heldur því fram að  víðsýni sé fólgin í því að gera náið stjórnunar og  tollabandalag við 27 þjóðir af 195 þjóðum sem standa fyrir utan þetta bandalag.

Er þetta í átt að viðskiptafrelsi og fullveldi þjóðar í heimsviðskiptum. Eða er þetta þröngsýni og vanmetakennd? Er þetta blinda á eðli ESB sem á í  öllum þessum vandræðum? Ætlar að stofna her með þátttöku allra aðildarríkjanna?

Er Viðreisn valkostur í stjórnmálum fyrir frjálshuga fólk eða fremur fyrir einangrunarhyggju og "menn afturhalds og úrtölu".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það verður fróðlegt að fylgjast með fréttablaðinu og visi.is nú þegar einn stofnandi Viðreisnar hefur keypt fjölmiðilinn. Þar munu menn geta fengið sinn daglega skammt hjá ESB Pravda hér eftir.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.10.2019 kl. 13:55

2 identicon

VIÐREISN og SAMFYLKING og VINSTRI GRÆNIR, sem eru FYLGJANDI "VISTINNI" með ESB í BRUSSEL hafa slitið ÖLLU sambandi við fámenni ÍSLENDINGA. Þeir tapa stórt í næstu KOSNINGUM. 

GUÐNI forseti fylgir eflaust óskum kjósenda, sem hafna í miklum meirihluta inngöngunni til BRUSSEL.

Evrópu og ÍSLANDI er illa stjórnað. ENGLAND vill eigið eftirlit og VEGABRÉF og fiskimiðin að nýju.

ÍSLAND á tafarlaust að vera ALFRJÁLST með ÖLL sín viðskipti og halda vel um Fullveldið og FULLT SJÁLFSTÆÐI.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 21.10.2019 kl. 14:25

3 identicon

Já, Viðreisn er auðvitað valkostur

fyrir Benedikt, Björn Bjarnason,

Bjarna Benediktsson yngri

og aðra þeirra ættarvita

og ESB sinna.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 21.10.2019 kl. 14:31

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

INNLIMUNARSINNAR eru hinir einu sönnu EINANGRUNARSINNAR, því þeir vilja EINGÖNGU eiga í samskiptum við ESB alls ekki hinar 168 þjóðirnar og ef við förum út í smá útreikninga þá samanstendur ESB af um 550 milljónum íbúa, Bretar eru ca 65 milljónir og eru á útleið, þannig að þá verður íbúafjöldinn innan ESB 485 milljónir.  Heildaríbúafjöldi jarðar er um 7,5 milljarðar, sem gefur okkur að íbúar innan ESB,ERU CA 6,5% JARÐARBÚA.  Og Benedikt Jóhannsson heldur virkilega að við eigum að fórna sjálfstæðinu og því að sjá sjálf um okkar mál fyrir þetta.  ER ÞÁ EKKI NÆR AÐ VIÐ FÖRUM AÐ BEINA SJÓNUM OKKAR AÐ HINUM 93,5% MANNKYNSINS, SEM ÞAR AÐ AUKI GERIR EKKI KRÖFUR UM AÐ VIÐ TÖKUM UPP ÞEIRRA LÖG OG REGLUGERÐIR.....

Jóhann Elíasson, 21.10.2019 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband