Leita í fréttum mbl.is

Valdimar varar viđ

hamförum í náttúrunni á Íslandi. Hann vísar til atburđa sem gerđust á landinu á sögulegum tíma í grein sem hann skrifar í Morgunblađiđ í dag.

Valdimar segir:

Ásetningur er eflaust góđur hjá langflestum sem láta ađ sér kveđa í baráttunni gegn ćtlađri hnattrćnni hlýnun af mannavöldum. Hann kann samt ađ varđa veginn til glötunar.

Ógćfulegt er ađ hlusta ekki á marga međal fremstu vísindamanna heimsins sem hafna ţví alfariđ ađ nokkur loftslagsvá sé í gangi eđa í vćndum. Meira en 500 slíkir víđa um lönd sendu ađalritara SŢ bréf ţess efnis 23. september sl.

Á sama tíma einblíndu nćr allir fjölmiđlar heimsins á 16 ára sćnskt stúlkubarn sem fékk enn og aftur áheyrn frammi fyrir öllum heiminum til ađ flytja sefasjúka heimsendaspá, sem enginn fótur er fyrir.

Heimspressan flytur ekki fréttir af málflutningi vísindamannanna nema í skötulíki heldur dynur áróđur um hamfarahlýnun í síbylju á almenningi eins og endanlegur sannleikur.

Sefjunin er komin á slíkt stig ađ forsćtisráđherra ţjóđarinnar hvćsir á varaforseta Bandaríkjanna ţegar hann bryddar upp á málum sem hann telur varđa sameiginlega hagsmuni, ađ ţeir skiptu engu máli, heldur sé stóri vandinn bráđnum jökla heimskautsins, og gefur til kynna ađ hans eigin stjórnvöld séu hluti vandans!

Vísindamennirnir vara eindregiđ viđ skađlegum og óraunhćfum ásetningi um CO2-hlutlausan heim áriđ 2050. Ţeir neita ţví ađ CO2 sé mengunarefni heldur nauđsyn öllu lífi á jörđinni. Ljóstillífun sé blessun og aukiđ CO2 náttúrunni gagnlegt. Ţeir segja veđurfarsmódelin stórgölluđ og nálgist ekki ađ vera nothćf sem stjórntćki. Ţeir benda á ađ Litlu ísöld hafi lokiđ um miđja 19. öld og ţví sé tímabil hlýnunar eđlilegt. Hlýnun sé ţó meira hćgfara en hafi veriđ spáđ.

Engar tölulegar upplýsingar styđja ađ hlýnun jarđar valdi auknum fellibyljum, flóđum og ţurrkum, hvorki ađ fjölda né styrkleika, en fréttir í ţá veru dynja í sífellu á almenningi. Minnkun á losun CO2 er hins vegar jafn skađleg og hún er kostnađarsöm.

Smá dćmi: Vindmyllur drepa fugla og skordýr. Pálmolíuekrur skađa fjölbreytileika regnskógarins. Alţjóđastjórnmálin eiga ekki ađ hindra ađ nćg, örugg og ódýr orka sé fyrir hendi um heim allan. Sérstakur kafli er svo hvernig viđ erum ađ fara međ börnin okkar međ ţví ađ innrćta ţeim hrćđslu og kvíđa fyrir framtíđinni. Ţeim er ţađ ekki hollt veganesti.

Krampakennd miđstýrđ ţróun í samgöngumálum međ miklum fjárútlátum viđ innviđabyggingu og innleiđingu rafmagnsbíla međ mismunun miđađ viđ ađra bíla í stađ ţess ađ leyfa eđlilega samkeppni um bestu lausnir er ógćfuleg.

Enginn neitar ţví ađ mengun er til skađa. Rétt vćri ađ skođa nánar mengun af NOX, SOX og sóti frá dísilbílum, mengun vegna framleiđslu og eyđingar rafhlađna hjá rafbílum og aukna svifryksmengun frá ţeim vegna 60% meiri ţyngdar en annarra sambćrilegra bifreiđa.

Eđlileg samkeppni á jafnrćđisgrundvelli um bestu lausnir stýrir best ţróun samgangna en ekki alrćđiskennd miđstýring. Eyđilegging á fyrri fjárfestingum í framrćstu mýrlendi eđa dćling koltvísýrings niđur í berglög til ađ binda CO2, sem er hrein firra og jafnvel til skađa ef ţessir 500 vísindamenn hafa lög ađ mćla.

Íslensk stjórnmál ćttu ađ horfa til íslenskra hagsmuna og ţeirrar vár, sem er raunveruleg. Ísland er eitt eldfjallavirkasta land heimsins.

Rúmlega tvćr aldir eru liđnar frá síđasta hamfaragosi, Skaftáreldum, sem lagđi fimmta hluta ţjóđarinnar í gröfina.

Mannskćđast var sprengigos í Örćfajökli á 1362 sem eyddi heilu hérađi, fólki, fénađi og bćjum, en gosiđ í Eldgjá áriđ 934 var mesta gosiđ frá landnámi.

Spurningin er ekki hvort heldur hvenćr og hvar nćsta stórgos verđur. Hvernig er Ísland búiđ undir nćsta hamfaragos?

Kannski verđur ekkert flug mögulegt í marga mánuđi eins og hefđi veriđ í Skaftáreldum. Vonlaust ađ fá skip vegna ţess ađ ađrar ţjóđir vćru einnig í vanda vegna hamfaranna. Hvađ međ matvćli, eldsneyti, lyf, gjöreyddar byggđir, ađhlynningu ţúsunda međ alvarleg lungnavandamál vegna brennisteinsmengunar, fjölda látinna, hrun í landbúnađi, almennt efnahagshrun sem gerđi hrunárin fyrir áratug ađ gósentíđ í samanburđinum? Og kannski engrar hjálpar ađ vćnta ađ utan ţví ađrir vćru ekki aflögufćrir.

Eđa raunverulega ísöld um heim allan međ ţriggja kílómetra ţykkum jökli yfir öllu landinu?

Ţetta síđasttalda er nćsta víst. Ekki hamfarahlýnun.

Hér er strengur á fréttatilkynningu vegna bréfs 500-menninganna: Meira: https://clintel.nl/wp-content/ uploads/2019/09/ED-brochureversieNWA4.pdf"

Ţarna er skrifađ af ţekkingu og raunsći um hvađ getur duniđ yfir í náttúru Íslands og annarra landa. Ţessi skrif Valdimars Jóhannessonar eru ţarft innlegg í ţá vitstola  umrćđu sem fram fer á öllum rásum um hluti sem fólk gleymir ađ skođa á rökrćnan hátt.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband