29.10.2019 | 13:25
Eiturlyfjalaust Ísland
árið 2000. Var það ekki Steingrímur Hermannsson og Framsóknarflokkurinn sem voru með þetta fyrir einhverjar kosningarnar?
Ekki hefur Framsóknarflokkurinn staðið fyrir mörgum afrekum á þessu sviði síðan þetta var svo ég viti til.
Nú er hinsvegar kominn fram leiðtogi sem ætlar að klára málið. Inga Sæland segir svo í dag og notar til þess spakmæli frá Gunnari Thoroddsen:
"...Mér líður virkilega illa að vera einn af þjóðkjörnum fulltrúum og þurfa að horfa upp á þessa vá án þess að geta virkilega barið í borðið og tekið á málunum eins og skot. Það er ekki eftir neinu að bíða.
Ég lýsi eftir þjóðarátaki í baráttunni gegn fíkniefnafaraldrinum. Þar þarf samræmt átak margra ráðuneyta, ríkisstjórnar, alþingis, sveitarstjórna og allrar þjóðarinnar. Oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn að viðurkenna staðreyndir, tölurnar ljúga ekki. Við vitum um dauðsföllin, við vitum um flóð fíkniefna til landsins. Við vitum að sem sameinuð þjóð þá getum við brotið þessa óheillaþróun á bak aftur. Vakning og vilji er það sem þarf."
Er ekki viljinn það eina sem þarf og það eina sem skortir hjá þeim sem vill dópa sig?
Er þetta ekki hreinn barnaskapur eins og lýsir sér í lögunum um vændið þar sem salan er lögleg en kaupin ólögleg. Hvað myndi gerast ef sami háttur væri hafður á með dópið?
Eru ekki Píratar með skoðanir á þessu dópmálaflokki sem líklega stendur slíkum flokki nær en öðrum?
Vændislögin eru þvílík fjallheimska að varla er hægt að skilja að vitiborið fólk eigi að hafa samið þá vitleysu.
Af hverju er ekki ÁTVR falið að selja fleiri tegundir af dópi en bara brennivín? Útrýma glæpagengjunum og ná til fíklanna með góð ráð og leiðbeiningar? Erum við ekki þegar að blanda okkur í sprautunálabísnessinn með opinberu fé?
Ég er hræddur um að upphlaup eins og Inga Sæland talar fyrir verði lítið áhrifameira en gamla slagorðið um eiturlyfjalaust Ísland árið 2000 í stað raunsæis þessum málum eins og vændinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:27 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3419866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Ég er ekki viss en ég held að Halldór Ásgrímsson hafi átt þennan stórkostlega brandara....
Jóhann Elíasson, 29.10.2019 kl. 17:00
Ekki Steingrimur Hermannsson
Böðvar Guðmundsson (IP-tala skráð) 29.10.2019 kl. 21:46
Vonandi verður Ísland Framsóknarlaust árið 2020!!
Sigurður I B Guðmundsson, 29.10.2019 kl. 22:24
Góðan daginn Halldór.
Mannskepnan virðist ætíð leita eftir einhverjum ráðum til að komast frá hörmungum eða leiðindum grámyglu hversdagsins og beita til þess fjölbreyttum ráðum eins og við þekkjum.
Sumir okkar hér geta notið áfengis, á meðan aðrir geta alls ekki komið áfallalaust að því, auk þess að heilu þjóðunum er harðbannað að snerta það, í sömu andrá að þegnarnir geta ýmist reykt tuggið eða snúsað mörg af þeim efnum sem harðbönnuð eru hér.
Það hlýtur að vera áfall fyrir heiðarlegar íslenskar fyllibyttur, að nú eru aðeins lítill hluti nýrra vistmanna sjúkrahúss SÁÁ svo kallaðir alkohólistar.
Líklega væri best að leyfa allt dópið og láta okkur síðan sjálf um að taka ábyrgð á lífi okkar.
Jónatan Karlsson, 30.10.2019 kl. 07:17
Það er líklegra heldur en eiturlyfjalaust 2020 Sigurður B. En Maddaman er nú lífseig eins og dópið.
Já Jónatan, brennivínið er orðið bara tiltölulega saklaust miðað við margt annað.
Já Jóhann, þeir eru nú ósköp líkir hver öðrum þessir Frammarar. En þeir eru nú samt margir góðir vinir mínir og ég hef oft lúmskt gaman af þeim.
Halldór Jónsson, 30.10.2019 kl. 09:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.