Leita í fréttum mbl.is

Hvað er meirihluti?

Það er eins og að meirihluti á Íslandi sé í rauninni ekki meirihluti heldur eigi minnihlutinn að ráða til jafns við meirihlutann. Á það að vera svo eða á meirihluti að ráða?

Í Bretlandi var Brexit samþykkt með örlitlum mun. En það er samt látið gilda hvað sem minnihlutinn segir.

Á Íslandi er yfirgnæfandi hluti landsmanna ánægður með stjórnarskrána frá 1944. Samt er verið að efna til endurtekinna skrípasamkundna til að reyna að ómerkja þessa skoðun.

Í nýjum tölum frá Þjóð­skrá kemur fram að 59,4 pró­sent lands­manna séu nú í kirkj­unni, eða 270.190 manns. Um er að ræða alla skráða ein­stak­linga, óháð búsetu og rík­is­fangi. Því eru nær öruggt að hluti þeirra sem skráðir eru í þjóð­kirkj­una búi erlend­is.

Landsmenn fara í kirkju til að fylgja framliðnum. Til að skíra börn, ferma börn sín, gifta hjón. Þeir fara ekki í moskuna í Öskjuhlíð eða að Búddastúpunni. Íslendingar eru kristin þjóð að miklum meirihluta og vilja hafa þjóðkirkju í stjórnarskrá, ekki Vantrú,Siðmennt, Islam eða hvaða annan absúrdisma. 

Samt linnir ekki látum á öllum rásum RÚV að afflytja þjóðkirkjuna og reyna að tæta hana niður.Skera á tengslin milli ríkis og kirkju hvað sem það kostar.Alveg sama þó 60  % vilji óbreytt ástand. 

Hvernig skyldi Bretum hugnast svona aðferðafræði? Meirihluti er ekki meirihluti heldur skilyrt málamiðlun? Það gengi seint hjá Bretum að komast úr ESB með þeirri aðferð.

Það gildir einu hvaða skoðun ég hef á kirkjulegum málum, Guðstrú eða biskupunni. Ég kem í kirkjurnar þegar ég á erindi.

Ég vil hafa kirkjuna og prestana því ég sé að mikill meirihluti styður óbreytt ástand og það hentar mér alveg.  Ég vil því hafa ástandið óbreytt frekar en þetta sífellda kjaftæði um aðskilnað því að ég sé að þjóðin vill hafa þetta svona.

Það er yfirgnæfandi meirihluti fyrir óbreyttu ástandi milli ríkis og þjóðkirkju og hananú.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í Bretlandi var Brexit samþykkt með örlitlum mun, 52%/48%. En það er samt látið gilda hvað sem minnihlutinn segir. Á Íslandi var samþykkt með verulegum mun að breyta stjórnarskrá. En það er samt ekki látið gilda hvað sem meirihlutinn segir.

Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá? --Já 67%---Nei 33% Á Íslandi er því yfirgnæfandi hluti landsmanna ekki ánægður með stjórnarskrána frá 1944.

Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi? --Já 57%---Nei 43% En þá voru 77% skráðir í þjóðkirkjuna, eru rúm 59% nú. Fjórðungur skráðra vildi slíta á tengslin 2012. Væri sama hlutfall nú væru svörin Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi? --Já 44%---Nei 56% Ef hlutföllin væru þau sömu.

Vagn (IP-tala skráð) 10.11.2019 kl. 19:46

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá? --Já 67%---Nei 33% Á Íslandi er því yfirgnæfandi hluti landsmanna ekki ánægður með stjórnarskrána frá 1944.

Þegar atkvæðin eru skoðuð með tilliti til þáttöku var þetta ómarktækur minnihluti sem þarna var að verki og þarað auki dæmdi Hæstiréttur atkvæðagreiðsluna marklausa.

En Þorvaldur Gylfason og fleiri stagast á þessum tölum sem marktækum sem þær eru alls ekki.

Halldór Jónsson, 11.11.2019 kl. 10:00

3 identicon

Sæll Halldór.

Þú líkt og fleirri viljið nota orðið líðræði þegar það hentar þér og þínum málflutningi.  

"Þegar atkvæðin eru skoðuð með tilliti til þáttöku var þetta ómarktækur minnihluti sem þarna var að verki og þarað auki dæmdi Hæstiréttur atkvæðagreiðsluna marklausa.

Þessa setningu á að ramma inn.

Hæstiréttur dæmdi ekki atkvæðagreiðsluna marklausa.  Þarna ert þú viljandi að fara með rangt mál.  Atkvæðagreiðslan var dæmd ólögleg þar sem skilrúm í básum voru ekki nógu há.  Á þessu er stórmunur og það veist þú.

Hvað er ómarktækur minnihluti ?  Er þetta nýyrði.  Merihluti í þessari kosningu verður ómarktækur minnihluti helst þá út af því að þér líkar ekki niðurstaðan.

Annað hvort er líðræði eða ekki.

Þú Halldór færð ekki að velja hvenær líðræði er og hvenær ekki.

Einn þingmaður Sjalla gekk svo langt að skilgreyna atkvæði þeirra sem ekki mættu á kjörstað.  Hans er nú helst mynnst sem " unboðsmaður ógreiddra atkvæða ".

Ég hef oft gaman af því að lesa skrif þín Halldór.  Þú ert svona " nöldrari ".

Að þessi sinni var ekkert vit í nöldrinu.

Brynjar (IP-tala skráð) 11.11.2019 kl. 14:38

4 identicon

Ég var svo heppinn að fara í lögfræði hjá próf. Ólafi Jóhannessyni um stjórnarskrána. Hann hafði reyndar skrifað kennslubók um málið. Ég skal veðja að enginn á þessu "stjórnlagaráðsþingi" hefur nokkru sinn lesið þessa ágætu bók, annars hefði þetta fólk ekki þessar villuhugmyndir.

Örn Johnson (IP-tala skráð) 11.11.2019 kl. 17:24

5 identicon

FULLVELDIÐ og LÝÐVELDIÐ skal standa fyrir fámennt ÍSLAND. ÞJÓÐIN verður að KJÓSA og MÓTMÆLA ESB reglum eins og Landssölu til erlendra auðkýfinga. Ríkið skal kaupa ALLT land bænda á háum verðum, en ekki OKURVERÐUM. FORSETINN skal standa með mótmælum kjósenda.

Gefum stjórnarskránni frið, en berjumst fyrir Kristna trú með sönnum einstaklingum, sem gaman er að hlusta á eins og Séra GEIR WAAGE í Reykholti. Hver greiðir kostnaðinn hjá SIÐMENNT og hvað afreka þeir?.

Minnst var á Ríkið og Kirkjuna í síðasta SILFRI á RUV. Sigmundur Davíð spurði Sigmar stjórnanda hvort hann vildi aðskilja Ríkið og RÚV eins og KIRKJUNA?. þÁTTTAKENDUR BROSTU BREITT OG SIGMAR STJÓRNANDI.  

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 11.11.2019 kl. 18:37

6 identicon

Það gildir í öllum kosningum að þeir sem ekki kjósa eru áhrifalausir. Sama hvort það er Brexit, alþingiskosningar eða stjórnarskrá. 28% þeirra sem voru á kjörskrá kusu með Brexit eða 51,9 þeirra sem kusu. Brexit var því samþykkt með atkvæðum minnihluta kjósenda, 28%.

"Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?" --Já 67%---Nei 33% er það sem gildir.

Og Hæstiréttur úrskurðaði kosningar til stjórnlagaþings ólögmætar en ekki kosninguna um nýja stjórnarskrá. Stjórnlagaráð var því skipað af ríkisstjórninni eins og hver önnur nefnd og skilaði sínum tillögum sem kosið var um á löglegan hátt.

Vagn (IP-tala skráð) 11.11.2019 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband