Leita í fréttum mbl.is

Hvað er Helga Vala að leggja til?

"Í mínum huga kemur ekkert annað til greina en að eignir Samherja verði frystar núna strax á meðan á rannsókn stendur. Um er að ræða rannsókn á mögulegu mútubroti, peningaþvætti og skattalagabrotum. Hér er ekki um einhverja sjoppu að ræða heldur milljarðafyrirtæki með umtalsverð umsvif í fjölda ríkja og skattaskjólssvæðum.  Minni á að eignir dægurlagahljómsveitarinnar Sigurrósar voru frystar vegna rannsóknar á meintum skattalagabrotum hljómsveitarmeðlima sem varðaði nokkra tugi/hundruð milljóna.
Þá tel ég heldur ekkert annað koma til greina en að sjávarútvegsráðherra og fyrrverandi stjórnarformaður Samherja stígi til hliðar á meðan á rannsókn héraðssaksóknara stendur enda málið algjörlega fordæmalaust."

Er þessi heilaga kona að leggja til að allir starfsmenn Samherja missi vinnuna?  Fjöldi þeirra skiptir hugsanlega þúsundum beint eða óbeint. Fyrirtækinu sé lokað alþjóðlega? Vill hún ekki líka loka Icelandair sem verða að fljúga einni vél fyrir óframtalin fríðindi starfsmanna? Ríkisstofnunum eins og Alþingi og fleirum sem niðurgreiða mat starfsmanna án framtals? Skólamáltíðir barna án skattgreiðslu foreldra?

Er umhyggja Samfylkingarinnar fyrir lífsafkomu fólks þegar til stykkisins kemur á þennan veg sem birtist í tillögu þessarar Helgu Völu? 

Eru pólitískar keilur og þjónkun við erlent vald yfir auðlindum Íslendinga slíkt hagsmunamál þessa stjórnmálaflokks að atvinna þúsunda skiptir engu í því sambandi? 

Um hvað snýst þetta mál? 

Hér krefst Samfylkingin hækkaðs auðlindagjalds á íslensk útgerðarfyrirtæki. Um slíkt er tekist á í lýðræðisríkinu Íslandi og sitt sýnist hverjum.

Í Afríku vita allir að ríkir annað stjórnkerfi og aðrar lýðræðishefðir en hér ríkja.Þar er auðlindagjald greinilega einkavætt í þágu  stjórnmálamanna. Þeirra stjórnmálamenn virðast líta á valdastöður sínar sem tækifæri til að auðgast sjálfir.

Þetta er hreint ekki óþekkt afstaða í vanþróuðum ríkjum víðar en í Afríku. En þetta er engu að síður staðreynd. Í höfnum Bandaríkjanna fengu íslensk fyrirtæki ekki starfsfrið nema að greiða gjöld fyrir vernd.Þetta vissu allir en þetta voru staðreyndir lífsins þar í landi.Verkalýðsforinginn Jimmy Hoffa hafði mikil lönd. Þeir sem við tóku eru þarna ennþá.

 

Eina leiðin til að reka viðskipti í Afríku er áreiðanlega að spila eftir þeim reglum sem innlend stjórnvöld þar setja.

Fyrirtæki eins og Samherji lendir í þeirri stöðu að greiða  gjald fyrir velvild embættismanna eða fá annars engin viðskipti. Hvort á fyrirtækið að velja? 

Hverjar eru höfuðskyldur fyrirtækja? Að halda uppi atvinnu og starfsemi? Eða gala á torgum? 

Þurfti ekki að gera eins fyrir skreiðarviðskipti við Afríku hér um árið? 

Eru slíkar velvildargreiðslur til embættismanna og stjórnmálamanna óþekktar hér á Vesturlöndum?  Hér á Íslandi líka? Maður hefur nú heyrt og séð ýmislegt á langri ævi sem hægt væri að rifja upp.

Sagði ekki Kristur að sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum? Félögum í Faríseafylkingunni þótti enda lítt til hans koma og voru ekki fyrirgefandi í sínu daglega fari eins og tollheimtumaðurinn sem bað Drottinn líknsemdar.

Auðvitað er þetta vandræðamál eins og öll svona leyndarmál sem upp komast.  Að Kristján Júlíusson sé óalandi og óferjandi fyrir það að hafa einhvern tímann starfað með Samherja er auðvitað álíka fáránlegt og margar aðrar pólitískar keilur Samfylkingarinnar.

En að leggja til að rústa einu stærsta fyrirtæki landsmanna, Samherja,  eins og Helga Vala gerir er svo furðuleg tillaga að maður er eiginlega orðlaus.

   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á íslandi þá eiga fyrirtækin kvótann og selja á markaði. Í namibíu þá eiga stjórnmálamenn þetta eða fara amk. með þetta og átti Samherji bara að fá kvótann frítt ?

emil (IP-tala skráð) 13.11.2019 kl. 14:24

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er alltaf voðalega leiðinlegt þegar Helga Vala tekur að tjá sig. Um leið og byrjar að vella upp úr henni fara jafnvel alvarlegustu mál að líta út eins og stormur í vatnsglasi.

Þorsteinn Siglaugsson, 13.11.2019 kl. 15:43

3 identicon

RUV og Samfylkingin er alvega að fara á límingunum út af þessum reyk meðan almenningur ypptir bara upp öxlum

HVER hefur ekki þurft að borga fyrirgreiðslugjald af einhverri tegund og það jafnvel á Íslandi

Grímur (IP-tala skráð) 13.11.2019 kl. 19:52

4 Smámynd: Kristmann Magnússon

Loksins kom grein frá þér Halldór sem mér finnst bragð að - Sammmála í dag kveðja Mannsi

Kristmann Magnússon, 13.11.2019 kl. 20:38

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel mælt, Þorsteinn Siglaugsson, kl.15.43, og það er rétt hjá Halldóri, að hér gekk Helga Vala allt of langt. Þar með á Samherji þó ekki að sleppa létt frá þessu -- og sízt frá stórfelldum skattsvikum, ef sönn reynast.

Jón Valur Jensson, 13.11.2019 kl. 20:44

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir Mannsi , það er langt síðan maður hefur heyrt frá þér. Til hamingju með afmæli Pfaff, ég hafði mjög gaman af viðtalinu við þig á Hringbraut

Jón Valur,

ef íslensk lög eru brotin þá axla menn ábyrgð.Alþjóðleg fyrirtæki reyna auðvitað þær millifærslur milli landa með mismunandi skattprósentur  sem þau geta. Hækkun í hafi hjá Hjörleifi.Google og Amazon. Samherji.

Að Logi Már skuli hafa áhyggjur af orðspori Íslands vegna Samherja finnst mér langt sótt. Ekki hefur orðspor AlCapone haft nein áhrif á rygti Bandaríkjanna, Gambinos, LucyLuciano Kennedy-vinar. Aðalatriðið er að ríkið bregðist rétt við eins og Bjarni Benediktsson segir.

Grímur, íslenska djúpríkið er langt frá því saklaust. 

Þorsteinn, þú ert glöggur sem endranær.

Emil, þú ert með fingurinn á þessu.

Á Íslandi borgar Samherji auðlindagjald til ríkisins.

Í Namibíu var auðlindagjaldið með öðrum hætti og hluti þess rann til Kakkalakki eða hvað hann heitir. Án þess engin starfsemi Samherja í Namibíu og enginn Jóhannes þar við störf, engin skip keypt eða afleidd íslensk störf.

Vildu menn það heldur ?

Auðvitað reyna öll alþjóðleg syfirtæki að greiða skatta þar sem þeir eru lægstir. Hver myndi ekki reyna það til að reyna að ahlada í aurinn?

En menn verða að virða lög eða fá straff fyrir að gera það ekki.Dugnaðarforkurinn Mái Kollega líka.

Halldór Jónsson, 14.11.2019 kl. 12:08

7 identicon

"EYJAFJALLAJÖKULL" HEFUR GOSIÐ AÐ NÝJU!! ÍSLAND OG SAMHERJI hafa orðið fyrir ÁFALLI!. Samherji hefu sannað sitt ágæti og ofurdugnað í SJÁVARÚTVEGI.

Getur þjóðin fyrirgefið og fengið SAMHERJAMENN til að "borga" vel til "sjúkrahúsmála" á ÍSLANDI eða "fjölþjóða" erlendis eins og gert var í gamla daga með skreyð lýsi og vatni til að "takmarka" yfirtöku á ESB löndum í Evrópu?.

ALÞINGI hefur máské mestar áhyggjur af innflutningi fjölþjóða, sem sendir eru frá ÍSLANDI og VIÐ SÆKJUM AFTUR á KOSTNAÐ SKATTBORGARANNA?.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 14.11.2019 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband