Leita í fréttum mbl.is

Hvađ er Helga Vala ađ leggja til?

"Í mínum huga kemur ekkert annađ til greina en ađ eignir Samherja verđi frystar núna strax á međan á rannsókn stendur. Um er ađ rćđa rannsókn á mögulegu mútubroti, peningaţvćtti og skattalagabrotum. Hér er ekki um einhverja sjoppu ađ rćđa heldur milljarđafyrirtćki međ umtalsverđ umsvif í fjölda ríkja og skattaskjólssvćđum.  Minni á ađ eignir dćgurlagahljómsveitarinnar Sigurrósar voru frystar vegna rannsóknar á meintum skattalagabrotum hljómsveitarmeđlima sem varđađi nokkra tugi/hundruđ milljóna.
Ţá tel ég heldur ekkert annađ koma til greina en ađ sjávarútvegsráđherra og fyrrverandi stjórnarformađur Samherja stígi til hliđar á međan á rannsókn hérađssaksóknara stendur enda máliđ algjörlega fordćmalaust."

Er ţessi heilaga kona ađ leggja til ađ allir starfsmenn Samherja missi vinnuna?  Fjöldi ţeirra skiptir hugsanlega ţúsundum beint eđa óbeint. Fyrirtćkinu sé lokađ alţjóđlega? Vill hún ekki líka loka Icelandair sem verđa ađ fljúga einni vél fyrir óframtalin fríđindi starfsmanna? Ríkisstofnunum eins og Alţingi og fleirum sem niđurgreiđa mat starfsmanna án framtals? Skólamáltíđir barna án skattgreiđslu foreldra?

Er umhyggja Samfylkingarinnar fyrir lífsafkomu fólks ţegar til stykkisins kemur á ţennan veg sem birtist í tillögu ţessarar Helgu Völu? 

Eru pólitískar keilur og ţjónkun viđ erlent vald yfir auđlindum Íslendinga slíkt hagsmunamál ţessa stjórnmálaflokks ađ atvinna ţúsunda skiptir engu í ţví sambandi? 

Um hvađ snýst ţetta mál? 

Hér krefst Samfylkingin hćkkađs auđlindagjalds á íslensk útgerđarfyrirtćki. Um slíkt er tekist á í lýđrćđisríkinu Íslandi og sitt sýnist hverjum.

Í Afríku vita allir ađ ríkir annađ stjórnkerfi og ađrar lýđrćđishefđir en hér ríkja.Ţar er auđlindagjald greinilega einkavćtt í ţágu  stjórnmálamanna. Ţeirra stjórnmálamenn virđast líta á valdastöđur sínar sem tćkifćri til ađ auđgast sjálfir.

Ţetta er hreint ekki óţekkt afstađa í vanţróuđum ríkjum víđar en í Afríku. En ţetta er engu ađ síđur stađreynd. Í höfnum Bandaríkjanna fengu íslensk fyrirtćki ekki starfsfriđ nema ađ greiđa gjöld fyrir vernd.Ţetta vissu allir en ţetta voru stađreyndir lífsins ţar í landi.Verkalýđsforinginn Jimmy Hoffa hafđi mikil lönd. Ţeir sem viđ tóku eru ţarna ennţá.

 

Eina leiđin til ađ reka viđskipti í Afríku er áreiđanlega ađ spila eftir ţeim reglum sem innlend stjórnvöld ţar setja.

Fyrirtćki eins og Samherji lendir í ţeirri stöđu ađ greiđa  gjald fyrir velvild embćttismanna eđa fá annars engin viđskipti. Hvort á fyrirtćkiđ ađ velja? 

Hverjar eru höfuđskyldur fyrirtćkja? Ađ halda uppi atvinnu og starfsemi? Eđa gala á torgum? 

Ţurfti ekki ađ gera eins fyrir skreiđarviđskipti viđ Afríku hér um áriđ? 

Eru slíkar velvildargreiđslur til embćttismanna og stjórnmálamanna óţekktar hér á Vesturlöndum?  Hér á Íslandi líka? Mađur hefur nú heyrt og séđ ýmislegt á langri ćvi sem hćgt vćri ađ rifja upp.

Sagđi ekki Kristur ađ sá yđar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum? Félögum í Faríseafylkingunni ţótti enda lítt til hans koma og voru ekki fyrirgefandi í sínu daglega fari eins og tollheimtumađurinn sem bađ Drottinn líknsemdar.

Auđvitađ er ţetta vandrćđamál eins og öll svona leyndarmál sem upp komast.  Ađ Kristján Júlíusson sé óalandi og óferjandi fyrir ţađ ađ hafa einhvern tímann starfađ međ Samherja er auđvitađ álíka fáránlegt og margar ađrar pólitískar keilur Samfylkingarinnar.

En ađ leggja til ađ rústa einu stćrsta fyrirtćki landsmanna, Samherja,  eins og Helga Vala gerir er svo furđuleg tillaga ađ mađur er eiginlega orđlaus.

   

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á íslandi ţá eiga fyrirtćkin kvótann og selja á markađi. Í namibíu ţá eiga stjórnmálamenn ţetta eđa fara amk. međ ţetta og átti Samherji bara ađ fá kvótann frítt ?

emil (IP-tala skráđ) 13.11.2019 kl. 14:24

2 Smámynd: Ţorsteinn Siglaugsson

Ţađ er alltaf vođalega leiđinlegt ţegar Helga Vala tekur ađ tjá sig. Um leiđ og byrjar ađ vella upp úr henni fara jafnvel alvarlegustu mál ađ líta út eins og stormur í vatnsglasi.

Ţorsteinn Siglaugsson, 13.11.2019 kl. 15:43

3 identicon

RUV og Samfylkingin er alvega ađ fara á límingunum út af ţessum reyk međan almenningur ypptir bara upp öxlum

HVER hefur ekki ţurft ađ borga fyrirgreiđslugjald af einhverri tegund og ţađ jafnvel á Íslandi

Grímur (IP-tala skráđ) 13.11.2019 kl. 19:52

4 Smámynd: Kristmann Magnússon

Loksins kom grein frá ţér Halldór sem mér finnst bragđ ađ - Sammmála í dag kveđja Mannsi

Kristmann Magnússon, 13.11.2019 kl. 20:38

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel mćlt, Ţorsteinn Siglaugsson, kl.15.43, og ţađ er rétt hjá Halldóri, ađ hér gekk Helga Vala allt of langt. Ţar međ á Samherji ţó ekki ađ sleppa létt frá ţessu -- og sízt frá stórfelldum skattsvikum, ef sönn reynast.

Jón Valur Jensson, 13.11.2019 kl. 20:44

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir Mannsi , ţađ er langt síđan mađur hefur heyrt frá ţér. Til hamingju međ afmćli Pfaff, ég hafđi mjög gaman af viđtalinu viđ ţig á Hringbraut

Jón Valur,

ef íslensk lög eru brotin ţá axla menn ábyrgđ.Alţjóđleg fyrirtćki reyna auđvitađ ţćr millifćrslur milli landa međ mismunandi skattprósentur  sem ţau geta. Hćkkun í hafi hjá Hjörleifi.Google og Amazon. Samherji.

Ađ Logi Már skuli hafa áhyggjur af orđspori Íslands vegna Samherja finnst mér langt sótt. Ekki hefur orđspor AlCapone haft nein áhrif á rygti Bandaríkjanna, Gambinos, LucyLuciano Kennedy-vinar. Ađalatriđiđ er ađ ríkiđ bregđist rétt viđ eins og Bjarni Benediktsson segir.

Grímur, íslenska djúpríkiđ er langt frá ţví saklaust. 

Ţorsteinn, ţú ert glöggur sem endranćr.

Emil, ţú ert međ fingurinn á ţessu.

Á Íslandi borgar Samherji auđlindagjald til ríkisins.

Í Namibíu var auđlindagjaldiđ međ öđrum hćtti og hluti ţess rann til Kakkalakki eđa hvađ hann heitir. Án ţess engin starfsemi Samherja í Namibíu og enginn Jóhannes ţar viđ störf, engin skip keypt eđa afleidd íslensk störf.

Vildu menn ţađ heldur ?

Auđvitađ reyna öll alţjóđleg syfirtćki ađ greiđa skatta ţar sem ţeir eru lćgstir. Hver myndi ekki reyna ţađ til ađ reyna ađ ahlada í aurinn?

En menn verđa ađ virđa lög eđa fá straff fyrir ađ gera ţađ ekki.Dugnađarforkurinn Mái Kollega líka.

Halldór Jónsson, 14.11.2019 kl. 12:08

7 identicon

"EYJAFJALLAJÖKULL" HEFUR GOSIĐ AĐ NÝJU!! ÍSLAND OG SAMHERJI hafa orđiđ fyrir ÁFALLI!. Samherji hefu sannađ sitt ágćti og ofurdugnađ í SJÁVARÚTVEGI.

Getur ţjóđin fyrirgefiđ og fengiđ SAMHERJAMENN til ađ "borga" vel til "sjúkrahúsmála" á ÍSLANDI eđa "fjölţjóđa" erlendis eins og gert var í gamla daga međ skreyđ lýsi og vatni til ađ "takmarka" yfirtöku á ESB löndum í Evrópu?.

ALŢINGI hefur máské mestar áhyggjur af innflutningi fjölţjóđa, sem sendir eru frá ÍSLANDI og VIĐ SĆKJUM AFTUR á KOSTNAĐ SKATTBORGARANNA?.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráđ) 14.11.2019 kl. 12:29

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.11.): 154
  • Sl. sólarhring: 163
  • Sl. viku: 4410
  • Frá upphafi: 3058539

Annađ

  • Innlit í dag: 115
  • Innlit sl. viku: 3650
  • Gestir í dag: 96
  • IP-tölur í dag: 89

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband