Leita í fréttum mbl.is

Útsala!

á sveitum landsins? 

Guðni Ágústsson endar grein sína í Morgunblaðinu í dag svofellt:

"„Enginn má undan líta.“

Kannski verða örlögin þau að þegar við vöknum upp af þessum vonda draumi er aðeins eitt ráð; að segja EES-samningnum upp og taka allt land í eigu þessara auðmanna eignarnámi. Eða þá hitt að við töpum landinu og þar með dýrmætum auðlindum og frelsi þjóðarinnar.

„Enginn má undan líta,“

landið er að tapast og Kveikur RÚV sýndi okkur það, en kannski var það bara ísjakinn sem sást. Hvað vill þjóðin gera? Hvað vill Alþingi gera? Hér þarf snör handtök. Málið er dauðans alvara.

Enginn þarf að ímynda sér að Íslendingar hafi sérstakan áhuga á því að enda sem landlaus þjóð í eigin landi. Engum þarf að detta í hug þegar næsta kynslóð horfir yfir farinn veg eftir fimmtíu ár að hún dáist að virðingarleysi okkar og skammsýni; Snorrabúð stekkur og auðvald heimsins með eignarhald á jörðum forfeðranna. Þyrlur og einkaþotur verði farartæki þeirra og gullkeðjur í hliðunum við bændabýlin smáu. Og þar standi á rauðu skilti:

„No trespassing.“

Kjörnum fulltrúum þjóðarinnar leyfist ekki að líta undan og framhjá því sem nú er að gerast í sveitum þessa lands: Bújarðir og þar með auðlindir veiðiánna, vatnsins og orkunnar auk víðernanna – allt komið á alþjóðlega útsölu."

Merkilegt að maður hefur lítt orðið var við að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi rætt þessi landakaupamál.

En í alvöru, þá er útsala á íslenskum bújörðum áhyggjuefni og hrollvekjusýn Guðna um "No Trespassing" skiltin ekki beint hugguleg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"ÚTSALAN" á ÍSLANDI,Landinu OKKAR og Bújörðum er ALÞINGI og viti bornum stjórnmálamönnum til skammar. Hvar eru lögin, sem banna ALLA sölu á jörðum og eyjum,sem tilheyra ÍSLENDINGUM. ÍSLENSKA Ríkið er nógu ríkt, segið þið ALÞINGISMENN til að kaupa allar jarðir á hæstu verðum,en EKKI OKURverðum.

Þakka GUÐNA fyrir skrifin um BÆNDUR og ómengaða framleiðslu BÆNDA og Sauðfjárrækt. Hvað um FRAMSÓKNAR og SJÁLFSTÆÐISFL í ruglinu með Vinstri Grænum á ALÞINGI. Er það "vináttan" á á ALÞINGI, sem er að sundra ÞJÓÐINNI.

Er komið að því að "margfalda" Víkingasveitina og Vegabréfaskoðun til að verja FÁMENNI ÍSLENDINGA?.  

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 14.11.2019 kl. 11:28

2 identicon

Er komið að "UPPREYSN" vegna "LANDASÖLU" til erlendra auðkýfinga á ÍSLANDI Guðni Ágústsson og gamla gróna stjórnmálaflokksins XB, sem ALLTAF barðist fyrir BÆNDUR og Sveitina OKKAR, en situr nú í fangi Vinstri Grænna?.

Eru "Klausturbræður" og MIÐFLOKKURINN framtíð ÍSLENDINGA?.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 14.11.2019 kl. 13:33

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég tek mjög undir mál Guðna, það er ekki sæmandi að leggja af langspjótin og geispa upp í golunna sé ekkert annað haldreypi til.

Hrólfur Þ Hraundal, 14.11.2019 kl. 16:47

4 identicon

Íslenskir landeigendur hafa verið þeir einu sem hafa í trássi við landslög sett upp "No trespassing" skilti og annað í þeim dúr. Útlendingarnir hafa passað sig á því að fara að lögum.

Frelsi okkar og stjórn landsins byggir ekki á því að jarðeigendur séu fæddir á Íslandi. Og hvort það stendur Jón eða John á kaupsamningi breytir engu um skipulagsvald sveitarstjórna og gildi Íslenskra laga. Eignarhald veitir mjög takmörkuð réttindi og ekkert vald.

Sem venjulegur Íslendingur án eignarhluta í jörð, eins og flestir Íslendingar, gæti þjóðerni jarðareigenda ekki snert mig minna. Það hefur nákvæmlega engin áhrif á líf mitt og stöðu.

Væri ég fávís, fordómafullur og auðblekktur þá væri hægt að hræða mig með svona bulli manns sem helst er þekktur fyrir að segja konur eiga heima bakvið eldavélina.

Vagn (IP-tala skráð) 14.11.2019 kl. 21:48

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Halldór.Það á að taka öll vatns og veiðiréttindi af jörðunum númer eitt tvö og þrjú.þarmeð hætta menn að kaupa nema bændur sem yrkja jörðina eins og gildandi íslensk löggjöf segir og á að vera æðri en lög ESB. 

Valdimar Samúelsson, 14.11.2019 kl. 22:53

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Vagn, ef ég á að halda áfram að umbera athugasemdir þínar á þessu bloggi  þá mælist ég til þess að þú takir upp aðeins kurteisari tón í garð annars fólks sem eru ekki allir fávitar þó þú teljir það vera svo miðað við þig.

Halldór Jónsson, 15.11.2019 kl. 09:54

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það þarf engin að reikkna með neinu að gagni frá Sjálfstæðisflokknum,eins og nú er búið á þeim bæ.

Hrólfur Þ Hraundal, 15.11.2019 kl. 12:34

8 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Vagn ert þú þá alþjóðasinni eða globalhismi en þú segir þér sé sama hverjir búa á landinu okkar. Ég myndi reyna að venja þig af að koma með persónulegar athugasemdir á stað þar sem menn diskútera ýmis landsins mál eins og þú gerðir iðulega á minni síðu og rægðir mig þar til og svertir þar til að ég missti plássið mitt hér. Bið þig að svara mér ekki á annarra manna síðu. 

Valdimar Samúelsson, 15.11.2019 kl. 12:38

9 identicon

Orðrétt sagðir þú, Halldór, síðasta sumar: "Svei mér þà,ég held að við séum aumingjar og heimskir til viðbótar." og tittir, pakk, heimskir, fífl og ræflar eru orð sem þú hefur notað um þá sem ekki eru þér sammála eða verr settir en þú. Fatlaðir og vanþróaðir um hóp sem hefur aðra trú en þú og ég man ekki hverja þú kallaðir atvinnulygara.

Ég skal reyna að nota ekki grófari uppnefni en þú og vera ekki með meiri fordóma. Og ég vona að þá móðgist þú ekki þegar ég kalla þig nasistatitt, gamlingjapakk, heimskan, fífl eða ræfil.

Vagn (IP-tala skráð) 15.11.2019 kl. 21:29

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Hver  móðgast sosum  við dópistagrey?

Halldór Jónsson, 16.11.2019 kl. 13:01

11 Smámynd: Halldór Jónsson

En svona vímuskrif eru ekki sérlega eftirsóknarverð fyrir þá sem nenna að lesa þetta blog og ræða á málefnalegan hátt. Ég endurtek áskorun mína til þín Vagn að gæta orðfæris  þíns héreftir ef ég á yfirleitt að birta skrif frá þér. Þú ræður framhaldinu. 

Halldór Jónsson, 16.11.2019 kl. 13:25

12 Smámynd: Halldór Jónsson

Og auðvitað þorir þú ekki að gefa upp hver þú ert heldur felur þig á bak við dulnefni.

Halldór Jónsson, 16.11.2019 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband