Leita í fréttum mbl.is

Skyldulesning

er eiginlega pistill Gunnars Heiðarsonar í tilefni samkundunnar um loftslagsmalin sem RUV hélt.

Gunnar skrifar:

Borgarafundur ruv

Fyrir mér er borgarafundur eitthvað sem borgarar landsins koma að og ræðir málin, þ.e. að reynt er að finna sem víðastan skilning á einhverju máli sem snýr að þjóðinni. Því fagnaði ég þegar ruv ákvað að halda borgarafund um loftlagsmál. Málefni sem er umdeilt meðal þjóðarinnar og kannski enn umdeildara meðal loftlagssérfræðinga, sem við Íslendingar eigum því miður eitthvað lítið af. Ég settist því fyrir framan sjónvarpið, aldrei þessu vant, til að horfa á þennan þátt og fá sem flestar skoðanir um þetta málefni. Í stuttu máli var ég fyrir vonbrigðum, eða kannski réttara að segja að mér hafi ofboðið.

Í fyrstu virtist þetta ganga ágætlega, að vísu hallaði töluvert á efasemdarmenn hamfarahlýnunar, einungis einn gegn nokkrum öðrum trúuðum. En þessi eini, fyrrum veðurstofustjóri, lét ekkert vaða yfir sig, vissi hvað hann söng.

Næsta hóp var aftur öllu erfiðara á að horfa og hlusta. Enn var einungis einn efasemdarmaður gegn mörgum trúuðum, hallinn enn sá sami. Þarna var meðal annarra einn ungur vísindamaður sem í mínum huga hefur verið meðal þeirra bestu hér á landi, Sævar Ingþórsson, líffræðingur, sem greinilega taldi sig einan vita allan sannleika um loftslag. Reyndar datt engum til hugar að spyrja hann um áhrif aukins magns co2 á lífríki. Framkoma þessa manns var vægt sagt til skammar og víst að hann er ekki lengur marktækur í mínum huga. Ekki einungis kom hann fram með hroka og yfirgangi, heldur hélt hann fram beinum lygum. Talaði um að bara ef Ísland minnkaði hjá sér kolefnislosun í takt við ESB lönd, væri stór sigur unnin. Því miður hafa lönd ESB ekki enn náð að minnka hjá sér kolefnislosun, er enn að aukast og engin merki um að það breytist. Hins vegar getur vel verið að bókhaldslega sé um einhverja minnkun að ræða, þ.e. með kaupum á kolefniskvóta, m.a. héðan frá Íslandi. Raunverulega er þó um aukningu að ræða.

Þegar þessi hópur yfirgaf sviðið var trúðurinn við Tjörnina kallaður á svið. Þá stóð ég upp og slökkti á sjónvarpinu!

Lengi má manninn reyna. Þegar maður hélt að ruv hefði náð hámarki vitleysunnar bættist enn í ruslasarp stofnunarinnar!

En hver er loftlagsváin? Hvað er það sem málið snýst um?

Enginn vildi þó beinlínis segja að um vá væri að ræða, þó margir töluðu á þann veg.

Einn viðmælenda taldi að málið snerist um langlundargeð landsmanna, blandað pólitísku ívafi. Frekar þunn skýring.

Einfaldasta skýringin eru þó peningar, loftlagsvá er haldið á lofti vegna peninga og um það snýst málið. Þetta byrjaði snemma á áttunda ártugnum, reyndar með öfugum formerkjum, þá fólst loftlagsváin í því að ísöld væri að skella á. Á níunda áratugnum snerist þetta við, enda hafði hætt að kólna og byrjað að hlýna aftur. Önnur skýring á vandanum er að mælistokkurinn sem nýttur er til verksins er rangur. Fyrir það fyrsta er upphafsmæling frá einu kaldasta skeiði ritaðra sagna, lokum litlu ísaldar. Það hitastig sem þá var er sagt vera hið eina rétta, jafnvel þó vitað sé að oftar hafi verið mun hlýrra. Í öðru lagi er sífellt meira notast við mælingar gervihnatta, í stað mælinga á jörðu niðri, jafnvel þó mikið misræmi sé gjarnan þar á milli. Og ekki má gleyma að spálíkön, þessi sem hinir trúuðu veifa mest, eru jú líkön. Líkan gerir það sem því er ætlað, þ.e. hvernig það er hannað og hvaða upplýsingum er matað í það. Með líkönum má í reynd fá hverja þá niðurstöðu sem menn vilja.

Enginn efast um að hlýnað hefur á jörðinni frá lokum litlu ísaldar. Fyrst hlýnaði hratt fram undir seinna stríð og náði hiti jarðar þá svipuðum "hæðum" og nú. Næstu fjóra áratugi kólnaði aftur, þó hitastig hafi ekki farið eins neðarlega og í upphafi tuttugustu aldarinnar. Frá 1980 til aldamóta hlýnaði aftur mjög hratt en frá aldamótum hefur hitastig jarðar staðið nokkuð í stað. Allt byggist þetta á staðreyndum mælinga á jörðu niðri og hægt að nálgast þær hjá þeim stofnunum sem nýttar eru til áróðurs hamfarahlýnunar, s.s. NOAA. Með loftlagslíkunum hefur hins vegar tekist að sýna fram á mikla hlýnun framundan og jafnvel þó spár séu leiðréttar reglulega samkvæmt raun er enn haldið áfram að birta þær.  Til dæmis er búið að halda því fram í um tvo áratugi að íshellan við norðurpól muni hverfa og ef þær spár hefðu ræst væri það hafsvæði búið að vera íslaust yfir sumarið í rúman áratug. Vissulega hefur ísbreiðan minnkað en enn þarf þó að notast við fylgd ísbrjóta æski flutningaskip að sigla norðurleiðina til Kyrrahafs.

Þá er tal um bráðnun Grænlandsjökuls nokkuð fyndið. Allir vita að snjór og ís bráðnar ekki fyrr en hitastig kemst upp fyrir frostmark. Á Grænlandsjökli er hitastig yfir sumarið á milli -15 og -20 gráður. Bráðnun getur því enganvegin átt sér stað. Jafnvel í sumar, þegar svokölluð hitabylgja er fór yfir Evrópu, kom hingað og endaði síðan á Grænlandsjökli, náði hitastig þar ekki upp fyrir frostmark. En vissulega hafa jaðrar hans minnkað frá þeim tíma er þeir voru mestir, um 1900.

Hvert rétt hitastig jarðar er, er útilokað að segja til um. Mælingar úr borkjörnum hafa sýnt fram á að mestan hluta jarðsögunnar hefur hiti verið hærri en nú og víst er að í byrjun tuttugustu aldar hafði ríkt eitt kalt skeið í nokkur hundruð ár, eitt kaldasta skeið sem jörðin hefur upplifað í þúsundir ára.

Kolefni í andrúmslofti er frum skilyrði lífs á jörðinni. Hvert magn þess skal vera getur enginn sagt, þó er vitað á sumum tímum jarðsögunnar hefur það náð 8000ppm,er í dag rétt undir 400ppm. Skiptar skoðanir vísindamanna eru um hvort co2 sé orsök eða afleiðing hita jarðar. Hitt má bóka að ef það lífsefnið væri svo hættulegt sem sumir halda fram, er ljóst að við værum ekki til í dag. Þá hefði jörðin og allt líf hennar að drepast þegar magn þess efnis náði hæstu hæðum og jörðin átt að steikjast.

Stjórnvöld eru mjög trúandi á loftlagsvá, svona eins og aðrir erlendir pólitíkusar. Aðgerðir þeirra eru þó frekar ómarkvissar. Væri svo að svo mikið muni hitna á jörðinni sem sumir halda fram, ætti auðvitað að vera að vinna að því að aðlagast breyttu loftslagi. Svo er þó alls ekki, það eina sem mönnum dettur í hug er skattlagning, eins og menn haldi að hægt sé að kaupa sig frá vanda. Jafnvel umhverfisráðherrann okkar, sem er einn mesti talsmaður loftlagsvár, stundar flugferðir erlendis eins og enginn sé morgundagurinn. Þegar hann er síðan gagnrýndur fyrir þessar ferðir, segist hann kolefnisjafna þær! Hvernig, kemur ekki fram en tvær leiðir hafa verið honum hugleiknar, endurheimt votlendis og plöntun trjáa. Mjög skiptar skoðanir eru um endurheimt votlendis og telja sumir vísandamenn að það virki öfugt, að í stað þess magns af co2 sem sparast komi í staðinn metangas, 20 falt hættulegri tegund. Plöntun trjáa er góð og gild. Þó tekur nokkur ár fyrir plöntuna að ná þeim þroska að hún geri eitthvað gagn í minnkun co2. Því stendur mengun umhverfisráðherra föstum fótum um nokkur ár.

Í dag er hitastig um einni og hálfri gráðu hærra en í lok síðustu ísaldar. Hvort hiti muni aukast eitthvað meira eða hvort aftur kólnar getur enginn sagt til um í dag. Sjálfur vil ég frekar meiri hita. Í það minnsta eru mjög skiptar skoðanir meðal loftlagsvísindamanna um málið, þó vísindamenn í lygum, þ.e. stjórnmálamenn, séu nokkuð samstíga."

Það er gótt til þess að vita að til eru athugulir einstaklingar eins og Gunnar Heiðrsson sem láta ekki síbylju tízkunnar villa sér sýn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það vantar vikulegan sjónvarpsþátt eins og NÝJASTA TÆKNI & VÍSINDI

þar sem að öll svona mál eru skoðuð í ró og næði ef fremstu vísindamönnum sem að ísland á og staðan síðan uppfærð reglulega.

Þar gætu talsmenn beggja sjónarmið

sett upp sín hita-línurit upp á tölvuskjá MÁLI SÍNU TIL STUÐNINGS

í ró og næði og borið saman sín línurit og spáð í þróunina.

Ég tel að það sé lítið gagn af svona "HANA-ATS-FUNDUM"

þar sem að allir gjamma ofan í hvern annan.

(það mætti leggja niður sjónvarpsþáttinn um Ævar vísindamann sem að gegnur mkið út á fíflalæti á of miklum hraða).

Jón Þórhallsson, 20.11.2019 kl. 14:48

2 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Sumt í þessar annars ágætu færslu er rangt, t.d. það að hiti hafi aðeins verið hálfri annari gráðu meiri í lok ísaldar. Þetta er alralrangt. Bæði niðurstöður Blyth- Sernanders og kjarnaboranir á Grænlandi og Suðurskautinu staðfesta að hiti þá var á bilinu 4-7 gráðum hærri en nú. Þetta staðfesta t.d. trjástofnar í mýrum í háfjöllum Skandinavíu frá því fyrir um átta þúsund árum sem eru meira en 700 metrum ofan núverandi trjálínu auk annars.

Vilhjálmur Eyþórsson, 20.11.2019 kl. 15:26

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Vilhálmur. ég veit að svo ágætur maður sem Gunnar Heiðarsspn er mun athuga þessa athugasemd þín þar sem hún er rétt að þvíað ég veit best.

Halldór Jónsson, 20.11.2019 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband