Leita í fréttum mbl.is

Borgarafundurinn um loftslagið

var lítið upplýsandi fyrir mig sem áhorfanda. 

Hann byggðist á mest upphrópunum fólks sem hefur aðeins yfirborðsþekkingu á umræðuefninu en byggir á trúarsetningum.

Erna Ýr Öldudóttir vakti sérstaka athygli mína fyrir yfirburða þekkingu á málefninu og frábæra rökvísi. Hún stakk svo gersamlega í stúf við fáránlegan málflutning Sævars Helga Bragasonar sem hélt því fram að sólin skipti engu máli í loftslagsmálum. Þessi maður titlar sig jarðfræðing og er ótrúlegt að háskólagenginn maður skuli voga sér að tala með þessum hætti.

Erna Ýr er manneskja sem gæti átt framtíð fyrir sér í stjórnmálum. Hæfileikarnir leyna sér ekki.

Ég er sammála Gunnari Heiðarssyni um framúrskarandi lélegan málflutning Dags B. Eggertssonar sem tuggði hatursáróðurinn gegn einkabílnum og áróðurinn fyrir Borgarlínunni.Þessi maður segir vatninu að renna upp í móti með að halda fram að gangandi og hjólandi og almenningssamgöngur leysi umferðaþörf nútíma fólks og heldur fram bersýnlegum rangupplýsingum um að hjólreiðar séu 7 % allra hreyfinga í umferðinni. Sannleikann sjá allir sem vilja sjá hvar sem er á götum Borgarinnar á háannatíma.

Ég hef aldrei séð eins lélegan málflutning jafn margra manna eins og þarna var saman kominn. Beinlínis fannst mér hann oft á tíðum vera gersamlega ósamboðinn meðalsnotru fólki sem gaf ekkert fyrir staðreyndir en prédikaði trúarsetningar fyrir áhorfendum sem sjá flestir í gegn um rökleysurnar.

Magnús veðurstofustjóri skar sig einnig út fyrir skynsemi, yfirvegun, sanngirni og upplýsingu. Aðrir bættu engu við álit mitt á þeim þátttakendum sem ég þekkti fyrir.

Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur talaði einnig sem upplýstur vísindamaður. Hitt fólkið var greinilega flest lítið upplýst um efnið sem til umræðu var.

Borgarafundurinn  var illa skipulagður þar sem samsetning þátttakenda var greinilega valin vegna skoðana og stöðu á fyrirfram gefinni niðurstöðu stofnunarinnar sem til hans boðaði,-RÚV.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Mér fannst Erna Ýr fá allt of lítið svigrúm til að gera grein fyrir sínum sjónarmiðum. Mér fannst hins vegar ekki koma fram að hún hefði yfirburðaþekkingu á málinu. En kannski var það einmitt vegna þess að hún fékk aldrei að ljúka máli sínu.

Þorsteinn Siglaugsson, 20.11.2019 kl. 22:05

2 identicon

Mörgum finnst Reykjavíkurborg hafa eitthvað alvarlega um að ræða en loftslagsmál. Fróðleiksmaðurinn í Loftslagsmálum er Vilhjálmur Eyþórsson, sem skrifar á mannamáli um ENDURHLÝNUN og Loftslagsmál.

Mér stóð meiri ógn af stúlkunni frá Svíþjóð en loftslagsmálum eftir að hafa hlustað á boðskapinn í sjónvarpinu. Þetta er orðið pólutiskt mál á vesturlöndum byggt upp af furðu hópum og"börnum".

Förum í TILTEKT á Miðjarðarhafinu og á ströndum Vestur Evrópu. Þarna byrjuðu ÍSLENDINGAR fyrstir með Bláahernum við að hreynsa strendur landsins af plasti og netadræsum.  

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 21.11.2019 kl. 11:39

3 identicon

Mér fannst þessi þáttur ekki sérlega góður. Erna Ýr hefði átt að fá að tala meira, því að það er miklu betra lofa svona fólki að tala og gera sig af fífli, heldur en að þagga niður í því. Allt sem hún sagði var bull og þvæla. Samkvæmt hennar málflutningi mætti draga þá ályktun að læknar ættu ekki að tala um heilbrigðismál eða verkfræðingar að ræða um byggingariðnaðinn.

Jónas Kr. (IP-tala skráð) 21.11.2019 kl. 13:09

4 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

...var lítið upplýsandi fyrir mig sem áhorfanda, byggðist mest á fyrirlyggjandi upplýsingum

Erna hefur að því er virðist enga þekkingu á málefninu en beitir fyrir sig hugmyndafræðilegum málflutningi sem eiga að trompa vísindalegar niðurstöður.

Magnús er sammála því að bregðast þurfi við hart til að lágmarka skaða af útblæstri góðorðuhúsalofttegunda.

Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur talaði einnig sem upplýstur vísindamaður. 

Haraldur Rafn Ingvason, 23.11.2019 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband