Leita í fréttum mbl.is

Jákvæð tíðindi

komu frá fundi Gulla utanríkis og Lavrovs.

Mér hefur alltaf listist vel á þennan Lavrov og fundist hann vera jákvæður á svipinn.

"Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands ræddu viðskiptabann Rússa á matvæli frá Vesturlöndum, þar á meðal Íslandi, á fundi í Moskvu í morgun. Að auki var skrifað var undir viljayfirlýsingu um áframhaldandi samvinnu í norðurslóðamálum en Rússar taka við formennsku Norðurskautsráðsins af Íslendingum eftir tvö ár.
 

Guðlaugur Þór sagði á fundinum að Ísland og Rússland hefðu átt í miklum viðskiptum áratugum saman, jafnvel á viðsjárverðum tíma í heimssögunni. Viðskiptabann á matvæli frá Vesturlöndum sem hefði verið við lýði frá 2015 hefði komið hlutfallslega illa við íslenska útflytjendur og hann hafi ítrekað lýst áhyggjum vegna þess.

Engin vilyrði gefin

Guðlaugur segist hafa tekið þetta upp við Lavrov reglulega undanfarin ár, sem og að rússneska matvælaeftirlitið hafi ekki samþykkt vörur til Íslands. „Þegar kemur að matvælaeftirlitinu þá taldi hann að það væri fyrst og fremst framkvæmdalegt atriði en ekki neinar pólitískar ákvarðanir og við vonumst til að það sé hægt að vinna úr því. Hins vegar voru ekki gefin nein vilyrði þegar kemur að viðskiptabanninu af þeirra hálfu,“ segir Guðlaugur Þór."

Þegar kennarar komu og skildu okkur strákana í slag í portinu í Austurbæjarskólanum í gamla daga, þá sagði maður gjarnan: Hann byrjaði!

Fréttamennska okkar er auðvitað söm við sig.

Það eru Rússar sem eru með viðskiptabann á okkur blásaklausa. Við bara létum ESB teyma okkur á eyrunum til að setja straff á Rússagreyin í þeirri trú Merkel að það myndi fá þá til að skila Krímskaga til Úkraínu hvað sem íbúarnir þar vilja yfirgnæfandi vera Rússar.

Gulli utanríkis hlýddi Merkel auðmjúkur en þóttist líklega ekki sjá Mercedes bílana streyma austur og gasið vestur. Við flengjum Rússaræflana fyrir að sameinast Krím og fá flotastöðina sína til baka, þó að það kosti okkur prósentavís meira en Þjóðverja  í útflutningi þá skiptir trúfesti okkar  við Evrópusambandið og frú Merkel meira máli.

En ég er afskaplega feginn að það virðist vera að rofa til í samskiptum okkar við Onkel Lavrov og lof sé Gulla utanríkis þó seint sé.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Ertu nú ekki að skrökva upp á Gulla, var tað ekki bensíntitturinn hans Þórólfs sem rétti Rússunum snöruna

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 28.11.2019 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband