29.11.2019 | 14:07
Frjálshyggjan
þvælist fyrir besta fólki. Sérlega er gömlum kommatittum hætt við að misskilja hugtakið algerlega.
Þeir eru búnir að búa til grýlu úr hugtakinu. Fella græðgi, grimmd og stjórnlausa gróðafíkn undir hennar hatt sem er alrangt.
Frjálshyggja er að grunninum til hinn frjálsi mannsandi. Andinn sem hafnar andlegri kúgun og ofbeldi og arðráni á fátæku fólki.
Namibíumálið og Samherji hefur ekkert að gera með frjálshyggju að gera. Það er beinlínis villandi að vera að nota það hugtak um allt sem er ekki stendur til varnar frelsi einstaklingsins.
Álíka og segja að Marx og Engels séu lýðræðissinnar og að Stalín og Maó hafi verið friðar-og frelsispostular. Honnecker og Ulbright hafi verið lýðfrelsarar sem vildu þjóð sinni aðeins hið besta.
Abraham Lincoln hinsvegar var fremur frjálshyggjumaður sem vildi öllum vel og engum illt.
Það er alger umsnúningur á skilgreiningu frjálshyggjunnar að að skrifa eins og Hriflungurinn Ómar Geirsson frá Neskaupstað sem sendi mér þessar línur:
"Frjálshyggjan er samt óeðli Halldór, hún er hinn boðaði, og hefur verið boðuð í næstum 2.000 ár, antikristni, sú mannvonska og illska sem mun ganga af mannkyninu dauðu.
Það er ef það snýst ekki til varnar líkt og spáð er.
Það liggur í hugmyndafræði frjálshyggjunnar, hefur ekkert með fjármagn eða kapítalisma að gera. Blásýra HCN er vissulega eitur, en það að fordæma notkun hennar hefur ekkert með Vetni (H), Kolefni (C) eða nitur (N) að gera.
Og hvað sem má segja um Trump, og ég get sagt margt um hann út frá mínum lífskoðunum eða hugmyndaheim, þá breytir það því ekki að hann skoraði frjálshyggjuna í Bandaríkjunum á hólm, og þá undir grunnfána borgarlegs kapítalisma.
Og það er hún sem fjármagnar aðförina að honum.
Láttu þér ekki detta í hug annað.
Kveðja að austan."
Ég held að við Ómar Geirsson leggjum sitthvorn skilninginn í orðið frjálshyggju. Hann sér hana sem grimmlynt samviskulaust arðránstæki sem engu eirir til að kroppa augun úr hverju sem er í gróðafíkn. The Ugly American sem skilur eftir hörmungar arðránsins eins og Pizarro gerði í S-Ameríku þegar hann kom þangað með Spánverjum.
Ég sé hana allt öðruvísi. Hún er frjálslyndi sem ber virðingu fyrir skoðunum og rétti annarra. Afl sem hafnar einræði og hugsanakúgun eins og til dæmis glórulausri fanatík eins og kemur fram í loftslagsmálaprédikunum um Katrínar Jakobs og umhverfisráðherrans sem enginn kaus. Bara trúarsetningar án rökhyggju eða vísindalegra forsendna.
Það sem Ómar er að lýsa er alger andstæða frjálshyggju samkvæmt mínum skilningi. Hann er að samsama frjálshyggju við einræði og hugsanakúgun, ofbeldi, rán og pyntingar, allt sem er andstyggilegt í augum okkar beggja.
Hann er að tala um allt sem ekki er frjálshyggja í skilningi John Stuart Mills. Ómar verður að endurskoða hugtakið því hann veður bara reyk með rangri hugtakanotkun.
Frjálshyggja er andstæða kommúnismans og dogmu kaþólskunnar, trúnni á helvíti og fordæmingu, galdrabrennur og ofsóknir fyrir hugsanir. Frjálshyggjan er fegursta form mannlegrar hugsunar en ekkert af því sem Ómar og viðlíka helvítisprédikarar eru að segja að hún sé.
United Fruit í S-Ameríku er ekki fulltrúi frjálshyggjunnar. Samherji í Namibíu er það ekki heldur. The Ugly American er ekki fulltrúi frjálshyggjunnar.
Hillary Clinton er ekki frjálshyggjumaður heldur imperialisti sem lét myrða Gaddafi í Lybíu án þess að depla auga. Það var happ fyrir mannkynið að losna við að fá hana til frekari valda, nóg var samt.
Frjálshyggjan er von mannkynsins gagnvart einræði og kúgun en ekki öfugt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 3421018
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko
Athugasemdir
He, he Halldór, við ættum að taka upp gamaldags bréfaskriftir, ekki víst að þessi umræða sé allra og gamalt og gott íhald, sem les gamalt og gott íhald eins og þig, er ekki sérstaklega áhugasamt um skrif okkar Hriflunga, eins sérvitrir og við getum verið.
Mín er auðvita ánægjan að vitnað sé í skrif mín eða athugasemdir, en ef lagt er út af þeim, á þann hátt sem ég er ekki alveg sáttur, sem er ekkert persónulegt, ég fékk einu sinni athugasemd þar sem viðkomandi sagði við mig mjög pirraður, "ég var nú bara reyna að segja að ég væri sammála þér", að þá neyðist ég til að mæta og gera athugasemd.
Og hreint út Halldór, þú ert að rugla saman frjálshyggju og frjálslyndi, og mærir frjálslyndið. Ekki sá fyrsti sem lendir í þeim ruglanda, skýringin er sjálfsagt sú að Mammonstrúin stal mörgu úr heimspeki frjálslyndisins, en afskræmdi að sjálfsögðu líkt og Morgot gerði í sagnabálknum um Hringinn eina. Orkar voru til dæmis hans útgáfa af álfum, sem voru fegursta sköpun guðdómsins.
Hins vegar þarftu ekki að vitna í einhvern Stúart Millu til að segja okkur Hriflungum hvað felst í frelsi mannsins, sú þrá streymir um æðar okkar sem eru í frændgarði Bjarts frá Sumarhúsum og er samofin vitund okkar.
Góð og gegn íhaldskona, sem er dyggur lesandi skrifa þinna, enda skynsemiskona, hún spurði mig um hvernig ég lýsti frjálshyggju, og þó hafragrauturinn syði sig ekki sjálfur, þá gaf ég henni stutt og laggot svar. Hollt fyrir þig að lesa líka svo þú skiljir af hverju Óli Thors barðist gegn þessum andskota.
"Frjálshyggjan er sú hugmyndafræði sem segir að þú eigir ekki að gæta náungans þíns, aðeins græða. Hún er sú hugmyndafræði sem tekur sið út úr öllu mannlegu atferli sem snýr að hegðun okkar á markaði viðskiptanna.
Hún er andstæða þess siðar sem sagði að þú eigir að elska náungann þinn eins og guð þinn.
Hún er antikristnin sem gerir mannlegt samfélag að eyðimörk.
Þess vegna er hennar höfuðandstæðingur borgarlegur kapítalismi hins kristna íhaldsmanns, sem viðurkennir markaðinn og eignarréttinn, en leggur áherslu á sið, og ábyrgð, gagnvart samfélagi og fólki.
En þetta var ekki svarið sem þú varst að leita eftir.
Frjálshyggjan er hagtrú sem segir að markaðurinn sé óskeikull og hann eigi að fá að starfa með sem minnstu truflunum.
Sem er rangt, hann er heimskur, enda ekki hugsandi vera.".
Ég gaf mér ekki tíma að koma með Wikipedíu sem segir þetta um frjálshyggjuna eða leisý fer;
"Laissez-faire (/ˌlɛseɪˈfɛər/; French: [lɛsefɛʁ] (
listen); from French: laissez faire, lit. 'let do') is an economic system in which transactions between private parties are absent any form of government intervention such as regulation, privileges, imperialism, tariffs and subsidies.[citation needed]
Proponents of laissez-faire argue for a complete separation of government from the economic sector.[1][verification needed] The phrase laissez-faire is part of a larger French phrase and literally translates to "let [it/them] do", but in this context the phrase usually means to "let go".[2]
Laissez-faire capitalism started being practiced in the mid-18th century and was further popularized by Adam Smith's book The Wealth of Nations.".
Málið er það Halldór minn, að þegar siðmenningin losar um böndin, þá hrifsa hinir stóru allt til sín. Og ef það er eitthvað sem þeir hata, þá er það FRELSI.
Nei Halldór, frjálshyggjan hin síðari blekkti marga borgaralega íhaldsmenn til fylgis við sig, með fagurgala sínum um frelsi, en þó aðallega með loforðum sem drengjunum var gefið í Gosa, og gerði þá að ösnum, en nú eru margir þeirra vaknaðir upp við vondan draum.
Og þú líka Halldór þó þú haldir að þú sért ennþá sofandi. Þú ert nefnilega Trumpisti og Trump er að taka slaginn við frjálshyggjuna.
Fyrir mörgum árum spáði ég þessu í spjalli mínu við Gunnar Rögnvaldsson, að sem gegnheilt íhald myndi hann vera í hópi þeirra sem tækju slaginn við pestina, afsakaður frjálshyggjuna, og hann hélt nú ekki.
Annað kom á daginn, en Gunnar er bara svo þver að hann viðurkennir það aldrei.
Skiptir engu, hann lemur þennan ófögnuð sundur og saman.
Og að lokum, þó ég skammi skepnuna enda slíkt alltaf gert þegar þú sérð eitthvað með horn og hala, þá ber ég mikla virðingu fyrir strákunum sem eru félagar í sérvitringaklúbbnum sem kallast Frjálshyggjufélagið. Sjálfum sér samkvæmir og hitta oft naglann, jafnvel á höfuðið.
Við eigum flottan fulltrúa hér á Moggablogginu, og sá drengur hefur þá ritgáfu að færa skýr og skilmerkileg rök fyrir máli sínu svo auðvelt er að máta skoðanir sínar við hans. Og alltaf til í að taka rökræðuna á málefnalegan hátt.
Vil bara taka þetta skýrmerkilega fram svo hvöss orð mín séu ekki yfirfærð á hugsjónamenn sem höfðu kjark til að taka stöðu með þjóðinni í ICEsave stríðinu.
Þeirri varðstöðu mun ég aldrei gleyma, ekki frekar en svikum fólksins sem ég trúði á og hafði átt langa samleið með í pólitíkinni.
Þú ræður alveg Halldór hvort þú birtir þessa athugasemd eður ei, ég er fyrst og síðast að senda þér línu.
Mér leiðist ekki að spjalla við þig.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.11.2019 kl. 23:43
Mér finnst athygliverðast í þessu að Ómar Geirsson skuli stilla frjálshyggju upp sem andstæðu borgaralegs kapítalisma. Því frjálshyggja er í rauninni ekkert annað en nákvæmlega það, borgaralegur kapítalismi.
Þorsteinn Siglaugsson, 29.11.2019 kl. 23:52
Hér er deilt um grundvallaratriði. En þið Ómar gangið báðir of langt, í sína hvora áttina.
"Grundvöllur frjálshyggjunnar er trúin á manninn," sagði dr. Jónas Haralz bankastjóri í frægu Eimreiðarviðtali um eða upp úr 1972. Gott eiga þjóðfélög að fá að njóta athafnafrelsis mannsins. En þessi ofurtrú á hann gengur fram hjá föllnu eðli mannsins, eins og kristin trú bendir á: maðurinn var skapaður harla góður, en verður eftir syndafall Adams að glíma við eigin hneigðir til sjálfselsu, eigingirni, illsku jafnvel, hafi hann ekki taumhald á sér og haldi hann ekki græðgi og girnd og ofríki gagnvart öðrum í skefjum. Líka sem samfélag þurfum við að controlera eigingjarnar hneigðir til yfirgangs.
Það vantar hér í þig íhaldssama strenginn, ágæti Halldór, varðveizlustefnuna, conservatívismann.
Athafnafrelsi er gott, en á ekki að vera eftirlitslaust og án regulationa, til varnar mikilvægum réttindum og almannahagsmunum. Skefjalaus frjálshyggja leiðir, vegna eigingirni í eðli mannsins, til þeirrar ljótu misnotkunar frelsis hinna voldugri, sem sá ágæti Ómar Geirsson hefur í huga.
Jón Þorláksson, borgarstjóri og forsætisráðherra, vildi bæði conservatívisma og líberalisma. Hans ráðum var fylgt, þegar flokkurinn var grundvallaður. En nýfrjálshyggjan (ágæt um sumt) vildi seinna taka yfir. Flokkurinn gleymdi, illu heilli, sinni varðveizlustefnu, ekki sízt hinum kristnu og siðrænu grunngildum hennar, og með mjög skaðlegum afleiðingum, hrapallegast gagnvart virðingunni fyrir lífi ófæddra barna. Á því sviði eru reyndar ráðherrarnir Katrín Jak. og Svandís Svav. skelfilegustu fulltrúar siðlausrar frjálshyggju.
Jón Valur Jensson, 30.11.2019 kl. 06:16
Takk fyrir þetta. Ég hallast að Þorsteini Siglaugssyni og hans skýringu á borgarlegum kapítalisma. Það er ekki sama sem merki á milli lassezfaire stefnu og hennar með félagslegu ívafi sem alltaf fylgir.
Halldór Jónsson, 30.11.2019 kl. 09:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.