Leita í fréttum mbl.is

Sólveig Anna-Pólitískt stórveldi

geri ég mér ljóst þegar ég skoða Eflingarblaðið.

Þessi kommatittur er með nærri hundrað manna batterí á bakvið sig til að framleiða áróður og stéttahatur. Gunnar fjögurrablaða Smári er ekki á starfsmannaskránni en svífur greinilega yfir vötnunum í illskunni út í kapitalið sem fær ekki útrás fyrr en byltingin hefur tekist og öllu jafnað út.

Þegar Sólveig og Smári hafa fengið öll völd höfum við fengið hinn fullkomna jöfnuð eins og var í Sovét og engar mútur eða spilling munu lengur vera til.

Efling er greinilega með burði í umfangi til að hafa ekki minni getu til áróðursframleiðslu en til dæmis Davíð og Morgunblaðið.

Davíð hefur aðeins taprekstur Moggans til að byggja sína framleiðslu á en Sólveig og Smári hafa þræla til að gjalda í sjóði sína með illu eða góðu.

Þessi skötuhjú eru komin til valda í sjóðunum með miklum minnihluta atkvæða í Eflingu, meirihluti félagsmanna kærir sig kollótta og hefur engin afskipti af stefnumótuninni.

Sama ástand er í V.R þar sem Ragnar Þór stefnir að þátttöku sinni í pólitík þrátt fyrir fylgisleysi meðal félagsmanna.

Ef þetta er lýðræðið þá hljóta einhverjir að velta framtíðinni fyrir sér. En Sólveig Anna og Ragnar Þór stefna að því að verða pólitísk stórveldi í tómarúminu sem Sjálfstæðisflokkurinn er að skilja eftir sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband