Leita í fréttum mbl.is

Fyrirhyggja?

er ráðamönnum frekar ofarlega í huga þessa stundina þegar svo skammt er liðið frá áhlaupinu mikla sem minnti okkur óþyrmilega á það hversu við erum háð raforkunni.

Varðskipið bjargaði Dalvíkingum frá bráðum vanda með því að keyra dag og nátt.

Kúabændur urðu fyrir stórtjóni þar sem fjósin ganga á raforku.Þeir virtust lítt hafa spáð í þá möguleika að geta orðið rafmagnslausir og þar með haft tilbúið varaafl hver fyrir sig.

Nú er enginn endir á því hversu mikið getur snjóað á Íslandi. Það snjóar enn og við erum varla búnir að reisa nýja staura í stað þeirra sem brotnuðu. Svona veður getur komið aftur þó það sé nýbúið. Ef það gerist þá er vá fyrir dyrum.

Ætli sé nóg til af staurum?

Bandaríkjaher er mesta veldi í heimi. Þeir eiga vélbúnað í allt.

Hefur ráðamönnum komið til hugar að kanna hvort hægt væri að fá þá til að staðsetja einhvern fjölda af hentugum rafstöðvum á Íslandi í vetur sem við gætum fengið leigðar ef til kæmi? Man ekki einhver dælurnar sem Bandaríkjamenn lánuðu í eldgosinu í Eyjum á sínum tíma? 

Hugsanlega gæti þjóðaröryggisráðið rætt þetta ef stætt þykir vegna þjóðarstoltsins?

Myndi ekki einhver fyrirhyggja felast í því að hafa slíkan rafbúnað innan seilingar hér á landi ef allt fer á versta veg? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

JARÐSTRENGIR fyrir Vestur og Norðurland leysa vandann á heiðum í óbyggðum og á fjöllum.

Ekki gleyma "BÆJARLÆKNUM" frá um 1930, sem enn ganga víða á Suðurlandi.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 21.12.2019 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 3418278

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband