Leita í fréttum mbl.is

Til hvers erum við Sjálfstæðismenn?

að hanga í ríkisstjórn með þeim öflum sem Orkumálastjóri lýsir í jólaerindi sínu?

Það virðist ekki vera efst á blaði að stuðla að hagkvæmni eða framfarsókn heldur að reisa girðingar til að hindra þær.Hindra hagkvæmar læknisaðgerðir og gera nýjar virkjanir óframkvæmanlegar með þjóðgarðabulli umhverfisráðherrans sem enginn kaus.

Ég skora á lesendur að lesa erindi Orkumálastjóra  til að skilja á hvað leið Sjálfstæðisflokkurinn er með því að halda áfram eftirgjöfinni gagnvart vinstri öflunum. Þetta er ekki stefna sem ég sem Sjálfstæðismaður vil styðja,

En Orkumálastjóri sagði eftirfarandi í erindi sínu:

https://orkustofnun.is/orkustofnun/frettir/jolaerindi-orkumalastjora-2019

Það er fyrir mér háalvarlegt mál að láta umhverfisdraumórafólki  eftir að reisa girðingar gegn lífskjörum í landinu sem hindra framfarasókn þjóðarinnar. Slíka pólitík get ég ekki stutt ef hún hefur engan tilgang fyrir mér nema að útvega völdum hópi ráðherrastörf.

Ég vil ekki halda slíku stjórnarsamstarfi áfram á þeim forsendum einum og sé ekki tilgang í því fyrir okkur Sjálfstæðismenn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Það virðast engin takmörk fyrir því hvað fólk gerir fyrir ráðherrastóla nafni. Ráðherralið Sjálfstæðisflokksins þar engin undantekning, eins og sést á gjörðum þess í undirlægju sinni og fleðuskap fyrir embættismannaviðbjóðnum í Brussel. Sjálfstæði landsins fótum troðið, án þess að svo mikið sm blikna. Þetta er sorgleg staða og verður minnst í sögu flokksins sem einhvers mesta hnignunarskeiðs hans, ef hann þá nokkurn tíma réttir úr kútnum aftur. Vonandi tekst að moka þessum amlóðum úr Valhöll hið fyrsta.  

 Þó það sé siður og ónáttúra kommúnista að fótum troða nánast allt sem þeir snerta, er tæpast hægt að komast neðar en að fylgja þeim í blindni, eins og hundar í bandi. Það er nefnilega það sem forysta Sjálfstæðisflokksins er að gera núna og dæmi nú hver fyrir sig, hversu burðugt slíkt slekti getur talist. Svei þeim!

  Góðar stundir, með jólakveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 23.12.2019 kl. 20:40

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Einn hinna "innvígðu" og "innmúruðu" í Sjálfstæðisflokknum, Styrmir Gunnarsson var með grein í laugardags Mogganum um hálendisþjóðgarð, sem kannski getur svarað spurningu þinni að einhverju leyti. 

Hann vísar til brautryðjendastarfs Birgis Kjarans í náttúruverndarmálum. 

Því má bæta við, að þegar skoðanakönnun um hálendisþjóðgarð fór fram 2013, var stærsti pólitíski hópurinn að höfðatölu, sem studdi þá hugmynd, ekki þeir sem ætluðu að kjósa Vg, heldur þeir, sem kváðust myndu kjosa Sjálfstæðisflokkinn. 

Sama var uppi á teningnum 2002 varðandi fyrirhugaða Kárahnjúkavirkjun; stærsti pólitíski hópurinn að höfðatölu, sem var andvígur þeirri virkjun, var helmingur fylgjenda Sjálfstæðismanna, ekki þeir, sem ætluðu að kjósa Vg. 

Ómar Ragnarsson, 23.12.2019 kl. 21:41

3 Smámynd: Sigurður Antonsson

 Frábært erindi orkustjóra. Þakkir fyrir að vekja athygli á hans hugvekju. Maður á réttum stað. Tók eftir því áður en Landsvirkjun setti í "þjóðarsjóðsgírinn" hve kjörnir fulltrúar voru lengi að átta sig á að það þyrfti löggjöf um virkjun vindsins.

Ágætur framsamtaksamur maður hélt að hann væri komin með nýsköpun í Þykkvabæinn, en svo reyndist ekki. Bændur mótmæltu eins og símanum forðum. Sé að á Tenerífe eru margir vindmyllugarðar, þótt ekki kæmi ég auga á orku jarðhitans, þó eldgígar um allt.

Veit ekki hvort sjálfstæðismönnum megi um kenna. Flestir virðast vera í seinagangi enda mikið búið að gera og margir að sprengja sig á limminu. Ungu ráðherrar sjálfstæðismanna virðast vera á fullu að nútímavæða og færa margt í betra horf. Bjarni búinn að fella niður tolla. Grunnurinn að  Costco og aðrir með ótrúlegt vöruúrval. Smáborgarinn í mér er bara sérdælist ánægður með súrar gúrkur, "pickles" í skrautlegri ótollaðri krukku á jólunum.

Sigurður Antonsson, 23.12.2019 kl. 21:54

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Vel mælt Sigurður. Ég var með í vindmylluáætluninni í Þykkvabænum og þar áður á Skeiðunum. Þröngsýni fólks sem kom málið ekkert við  og heybrókarháttur sumra sveitarstjórnarmanna var með eindæmum. Ef ekki hefði verið fyrir kjark og forystu Drífu Hjartardóttur sem dreif fólk niðurfrá með sér hefði engin vindmylla risið í Þykkvabænum en þær risu þar samt ekki fleiri en 2 og eru víst báðr stopp núna því miður. En þær ganga í Búrfelli og ég er sannfærður um að vindsmyllur eru hagkvæmar á Íslandi. En fordómar fólks koma í veg fyrir bygginga þeirra allstaðar á landinu, þrátt fyrir góð áform sem maður er sífellt að heyra um.

Bjarna wer lítt þakkað það sem hann hefur vel gert enda alger aumingi í að augýsa sjálfan sig sem flokksmenn eru líka ræflar í að gera fyrir hann sem þeir ættu auðvitað að gera seint og snemma.

Þessvegna í og með er hann nafni minn að sunnan svona óánægður með flokkinn okkar gamla.

Ómar okkar kemst líklega aldrei yfir Kárahnjúka og þá verður svo að vera.Við verðum samt að beisla orkuauðlindirnar okkar, við lifum ekki á einhverju útsýni ef þar mega ekki vera vindmyllur eða háspennulínur.

Halldór Jónsson, 26.12.2019 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband