Leita í fréttum mbl.is

Af hverju ekki það besta?

spurði Hyman Rickover aðmíráll Jimmy Carter sem ungan hermann þegar honum fannst hann ekki leggja sig nægilega fram. Carter gleymdi þessu aldrei.

forystxd Það er ekki vafi á því að núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins hefur höfuð og herðar yfir aðra forystumenn stjórnmálaflokka hvað hæfileika varðar. En það er mörgum flokksmönnum sem finnst hann fara of sparlega með þá. Hann eyði of litlum tíma í það að vera formaður í flokknum sínum og reka áróður fyrir hann en of mikinn tíma sem hann notar í ráðherrastörf fyrir land og lýð. Hann geti miklu betur í fyrra hlutverkinu.

Gunnar Karlsson gerir þessa mynd í Fréttablaðið. Aldeilis er tækni hans ótrúleg og mikið vildi ég vita eitthvað um það hvernig hann fer að þessari ótrúlegu listsköpun.

Ég kann auðvitað ekkert í pólitík og hef ekki hundsvit á því hvernig maður á að reka stjórnmálabaráttu. Ég man að menn hafa toppað of snemma í áróðri og það er ekki sama hvenær er byrjað. Kannski á Bjarni eftir að spila trompinu út og þá skömmumst við okkar sem þóttust eitthvað hafa að segja.

En hinsvegar hafði aðmírállinn rétt fyrir sér þegar hann spurði strákinn: "Af hverju ekki það besta?"

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eftir að hann samþykkti 3# orkupakka,leikur hann annað hvort 2-um skjöldum eða hefur tekið trú á að ekkert bitastætt fáist í Islandi einu og sér,ef hagnaður og völd eru á óskalista hans?; - stór fiskur í litlum en auðlindaríkum hólma úthafs- -- eða örlítið stærri branda í kristalshöll Brussel´s.  Íslenskar hæfilíkar manneskjur hafa náð að skapa sér nafn fyrir eigin afli og oftar en ekki njóta þess á efri árum að koma heim... Óska þér Halldor Gleðilegra jóla og gesi þínum.      


Helga Kristjánsdóttir, 24.12.2019 kl. 15:54

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég hef engu við orð Helgu að bæta öðru en Gleðilrg jól bæði tvö.

Ragnhildur Kolka, 25.12.2019 kl. 01:26

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gesti!

Helga Kristjánsdóttir, 25.12.2019 kl. 13:05

4 identicon

Í hvert skipti sem einhver frétt um Bjarna (og stundum bara einhver frétt) birtist þá skríða sumir undan steini og hefja skítkast á Bjarna í gegnum kommnetakerfin

svo eitthvað er Bjarni að gera rétt

en þjóðarsjóðuinn er samt hans alversta hugmynd til þessa

Grímur (IP-tala skráð) 25.12.2019 kl. 17:13

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og má þá sannarlega vera ömurleg, ef hún toppar svik hans við landsfundi flokksins, þegar Bjarni kaus Icesave-III-þjóðsvikasamninginn og svo nýlega þriðja orkupakkann!

Tek líka undir með Helgu hér ofar!

Jón Valur Jensson, 26.12.2019 kl. 01:57

6 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Hvernig getur Bjarni verid svona gódur eftir hans

Ískalda mat á ICSAVE, vidsnúningnum á O3..??

Eda 135 milljardana sem hans fjoldskylda fékk í afskriftir..??

Vafningsmálid og panamareikningarnir hans..??

ICEHOT 1 áskriftin ad klámi og kynlífi..??

Allstadar annars stadar en á Íslandi vaeri hans

pólitíska ferli lokid. 

Formadur flokks fólksins er ekki sú eina sem grenjadi

sig á thing. Thad tóks Bjarna líks.

Gleymum ALDREI theim sem samthykktu ICESAFE og

O3. Allt thad fólk var og er tilbúid ad afsala

sjálfstaedi Íslendinga í hendur erlendra afla.

Af hverju er Bjarni thá svona gódur...????

Sigurður Kristján Hjaltested, 26.12.2019 kl. 16:01

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk öllum þeim sem senda mér góðar óskir.

Allir menn eru samsettir úr góðum og miður góðum eiginleikum. Bjarni líklega líka. Sumt hefur hann gert gott, annað miður.

Halldór Jónsson, 26.12.2019 kl. 17:35

8 identicon

Það VAR kappsmál fyrir fámennt ÍSLAND að fá Þjóðernis-sinnaða ÍSLENDINGA til ALÞINGIS. Menn,sem unnu fyrir Landið OKKAR og ÍSLENDINGA og sameiginlegar eigur Landsmanna í ORKU,Virkjunum Vatni og Sjávarútvegi. Gróðurhúsin bíða eftir raforku og heitu vatni til stórútflutnings með flugi.

ALÞINGI má ekki líta út eins og 63 manna"fyrirtæki". Ráðherrar Alþingismenn og "Embættismenn" verða að skila HAGNAÐI til ÍSLANDS. Dæmi: Utanríkismál skila EKKI hagnaði til ÍSLENDINGA vegna SKIPANA og stjórnleysis frá ESB í BRUSSEL. Stjórnlaus innflutningur fjölþjóða hefur gjör-breytt Evrópulöndum.

Gömlu gildin hafa breyst í Sjálfstæðisflokknum?. Það vantar fleiri ÁSMUNDA!.  

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 26.12.2019 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband