18.1.2020 | 13:41
Frábærar systur
úr Hveragerði, þær Aldís bæjarstjóri Hvergerðis og Guðrún formaður í Samtökum Iðnaðarins, Hafsteinsdætur úr Hveragerði voru gestir hjá Sjálfstæðisfélagi Kópavogs nú fyrir hádegi á laugardegi.
Aldís ræddi um málefni sveitarfélaga og nauðsyn þess að við byggðum þetta land allt. Hún nefndi að aðeins 16 % þjóðarinnar byggju á öllu landinu sem væri utan höfuðborgarsvæðisins. Hvergerði væri í stöðugum vexti en þeir vildu stýra fjölguninni og láta hana haldast í hendur við vöxt innviðanna. Þeir í Hvergerði væru að gera meira en að stýra sveitarfélagi, þeir vildu skapa samfélag þar sem fólki liði vel í og atvinna væri fyrir íbúana. Það væri einmitt að gerast í Hveragerði, þar fjölgaði fyrirtækjum og öll þjónusta væri í vexti.
Aldís sagðist vera búin að vera sveitarstjóri Sjálfstæðisflokksins í 14 ár en í sveitarstjórnarpólitík í 25 ár. Hún sagðist starfsins vegna eðlilega vera í stöðugu sambandi við ráðherrana. Hún sagðist sakna þess að flokksmenn almennt styddu ráðherra sína ekki nægilega vel. Hún sagðist hinsvegar vera bæjarstjóri allra Hvergerðinga og hefði fyrir reglu að spyrja aldrei um flokkskírteini þegar um málefni bæjarfélagsins væri að ræða.
Guðrún lagði mikla áherslu á menntunarmál og nauðsyn eflingu verkmenntunar. Það gagnaði lítið að kunna allt á bókina en standa ráðþrota þegar klósettið heima hjámanni væri stíflað. Hún ræddi málefni fyrirtækja á landinu og lýsti áhyggjum yfir því að við værum að missa fyrirtæki úr landi, meðal annars vegna þess að orkuverð hjá okkur væri ekki lengur samkeppnisfært þó fleira auðvitað kæmi til. Gagnaver væri til dæmis nú að rísa í Svíþjóð en ekki hérlendis í og með vegna þessa atriðis. Össur væri að mestu leyti enn hér á landi vegna þess að forstjórinn Jón Sigurðsson væri svo mikill Íslendingur en eignarhald fyrirtækisins og fleiri slíkra væri komið til útlanda. Marel væri langt til komið í eigu útlendinga og svo væri um fleiri. Hún benti á að forstjóraskipti hefðu orðið í öllum fyrirtækjunum í orkufrekum iðnaði hérlendis á árinu nema einu, sem væri í Straumsvik. Það benti allt í eina átt.
Guðrún lagði áherslu á að landsmenn styddu við og hjálpuðu útlendingum sem væru að ferðast um landið nú í erfiðum skilyrðum. Þetta væru okkar gestir og viðskiptavinir sem væru óvanir að keyra við okkar erfiðu skilyrði.Guðrún minnti á að mikið væri ógert í að halda við innviðum á Íslandi. Fyrir nokkru hefði verið áætlað að uppsöfnuð þörf gæti numið um 380 milljörðum og það hefði ekki lækkað. Þetta væri langt í frá einskorðað vandamál við Ísland heldur vandmál flestra vestrænna ríkja.
Báðum varð þeim tíðrætt um regluverkjaflækjur hérlendis. Allt væri gert of flókið í opinberri stjórnsýslu.Sama ferlis væri krafist til að byggja bílskúr og stórbygginga. Við Íslendingar yrðum að leggja áherslu á nýsköpun í iðnaði sem yrði það sem þjóðin yrði að hafa lífsframfæri af í framtíðinni, við gætum ekki bara lifað á auðlindum landsins eins og verið hefði.
Miklar og fjörugar umræður urðu á fundinum um margvísleg málefni í framhaldi af framsögu systranna. Hálendisþjóðgarðurinn kom á dagskrá og fram kom að margir telja hér sunnanlands að það mál sé hvergi nærri nægilega vel undirbúið og borin von væntanlega að það mál sé að fara í gegn um Alþingi.
Einhver hafði það eftir gárungum að íbúar sveitarfélaganna utan höfuðborgarinnar yrðu að sjá til þess að Dagur B. Eggertsson yrði endurkosinn borgarstjóri í Reykjavík því dæmin sönnuðu að þá yxu þau hraðast eins og Hveragerði, Selfoss, og Reykjanesbær væru bestu dæmin um.
Aldís var spurð út í mjúkhúsið mikla sem þeir Hvergerðingar reistu af mikilli djörfung. En 2000 manna bæjarfélag hafði ekkert afl til að reisa íþróttahús af venjulegri gerð og leitaði því annarra leiða. Aldís smalaði bæjarbúum í sjálfboðavinnu til að vinna við uppsetningu hússins sem tókst með miklum ágætum. Húsið er nú búið að fá margar eldskírnir í veðraham og er bæjarstjórinn nýfarinn að sofa nokkuð áhyggjuminni en fyrst í stað þar sem húsið hefur staðist hverja raun. Hamarshöllin eins og það heitir nú hefur gert kraftaverk fyrir alla bæjarbúa til gönguferða og hverskyns íþróttaiðkana.
Fram kom á fundinum að Sjálfstæðismenn eru almennt leiðir yfir því hversu hægt flokknum miðar í að einfalda regluverk og lækka álögur á borgarana. Þeir eru greinilega óánægðir með rekstur heilbrigðismálanna undir miðstýringarstefnu Svandísar Svavarsdóttur.
Fundurinn stóð fram yfir venjulegan fundartíma, svo góður rómur var gerður að máli þessara frábæru systra, Aldísar og Guðrúnar Hafsteinsdætra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:46 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 39
- Frá upphafi: 3419712
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
FRÁBÆRAR SYSTUR, glæsilegar og vel gefnar í ábyrgðarstöðum. HVERAGERÐI er hluti af minningum barna og fjölskyldna frá stór REYKJAVÍK og nágranna byggðum, þegar EDEN blómstraði af ORKU, HEITU-vatni, glæsilegu GRÓÐURHÚSI, Kaffihúsi, Listum, "APANUM" og margvíslegum Fróðleik.
BÆNDUR og GRÓÐURHÚSIN gætu unnið saman á ÓMENGUÐUM AFURÐUM frá ÓMENGUÐU ÍSLANDI frá HVERAGERÐI?. ALLIR muna og keyrðu til Braga í EDEN alla daga vikunnar. NÝR EDEN gæti staðfest þetta?. Gullfalleg leið yfir Hellisheiðina.
Mátuleg keyrsla fyrir erlenda ferðamenn (og íslenska) um hávetur á klukkutíma fresti. BURSTABÆIR með ómengaðar vörur BÆNDA og GRÓÐURHÚSIN ásamt OFURHLIÐI inn til HVERAGERÐIS væri STERK ÍMIND inn til ALDÍSAR í HVERAGERÐI.
GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 18.1.2020 kl. 16:22
Aldís var í hópi margra afar öflugra ungra kvenna, sem byrjðu að koma fram á sjónarvið þjóðmála og stjórnmála fyrir rúmlega áratug, og svona efnilegum konum fjölgar stöðugt, sem betur fer.
Ómar Ragnarsson, 18.1.2020 kl. 16:37
Hvaerdaa mar, erdu ekki nein kallremba Ómi?
Halldór Jónsson, 18.1.2020 kl. 17:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.