Leita í fréttum mbl.is

Kjarni ágreinings

hægri og vinstri manna í landinu má segja að kristallistað nokkru leyti í niðurlagi greinar Björns Bjarnasonar i Morgunblaðinu í dag.

Þar segir:

"Hér er þó ekki rætt um eitthvað sem kann að gerast heldur gerist hér og nú. Hvað sem líður deilum um loftslagsbreytingar og ágreiningi um ástæðurnar fyrir þeim er unnið að umskiptum frá jarðefnaeldsneyti til endurnýjanlegra orkugjafa.Í Danmörku framleiða menn raforku með vindafli og treysta á vatnsföll Noregs sem varaafl. Sæstrengurinn milli landanna er lífæð endurnýjanlegra orkugjafa en ekki ógn við fullveldi þjóðanna.

Skömmu fyrir jól áréttaði Guðni Jóhannesson orkumálastjóri nauðsyn þess að hér fengju menn tækifæri til að takast á við verðug verkefni í þágu endurnýjanlegrar orku.

Ekki mætti í nafni náttúruverndar „reisa margfaldar gaddavírsgirðingar í kringum framtíðarkosti okkar til virkjunar jarðhita og vatnsfalla og koma jafnvel í veg fyrir áframhaldandi rannsóknir á auðlindunum“.

Verkefnaskortur innanlands blasti við okkar helstu rannsóknastofnunum og fyrirtækjum.

Þekking og reynsla brotnaði niður í sundurlausan eyjarekstur og frumkvæði Íslendinga og orðspor á alþjóðavettvangi fjaraði út.

Í þessum orðum felst í senn ásökun og áskorun. Sérkennilegt er að þeir sem helst tala gegn hlýnun jarðar og fyrir gagnaðgerðum skuli hafna að endurnýjanlegir orkugjafar nýtist til fulls hér á landi. Að nýta ekki endurnýjanlega orku hér í þágu stóriðju dregur ekki úr þörf fyrir stóriðju heldur ýtir undir að hún nýti mengandi orkugjafa.

Vilji menn skynsamlega lausn verður að greina þverstæðurnar, ekki sveiflast öfganna á milli heldur finna meðalhófið í þessu efni sem öðrum. "

Er ekki sannleikur fólgin í þessu? Friðunarstefna umhverfisráðherra og VG fellur ekki saman við það að þessi öfl krefjast stöðugt bættra lífskjara.

Efling og Sósíalistaflokkurinn hamast gegn orkuvinnslu og auknum umsvifum en vilja sprengja upp lífskjarasamningana sem byggðust á útreikningum efnahagslegra möguleika? Menn af þessum vinstra væng vilja ekki fleiri heldur vilja frekar loka álverum á Íslandi og hamast á sama tíma gegn útblæstri CO2 sem þá flytjast aðeins til á jörðinni. 

Er ekki snertipunktarnir þeir að við viljum betra líf með meiru að bíta og brenna en viljum fara vel með umhverfið? Meira af þessu kallar hinsvegar á meira af hinu? 

Núningurinn kallast stjórnmál og eru kjarni ágreiningsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 3418219

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband