Leita í fréttum mbl.is

Bölmóðurinn

ríður húsum á Íslandi. Heilbrigðiskerfið okkar er komið að fótum fram og fram á ganga, engir peningar eru til að bæta það.Opinberir starfsmenn búa við hungurmörk og samningsleysi. Gunnar Smári krefst byltingar og Sólveig Anna krefst bættra kjara fyrir leikskólakennara í Eflingu.

Björn Berg Gunnarsson, hjá Íslandsbanka, fer yfir stöðuna í Fréttablaðinu í gær:

Hvers vegna eru Norðmenn alltaf svona heppnir en ekki við? Landgrunnið þeirra er búið til úr olíu og þeir vinna alltaf í Víkingalottói. Á meðan er hér viðvarandi óvissuástand vegna veðurs og hamfara, það hefur ekki verið hægt að rölta um Borgartúnið síðan í haust og við keppum og keppum og heimtum vinninginn heim en vinnum aldrei í Víkingalottóinu. Til að bæta gráu ofan á svart er hér umtalsverður samdráttur í ferðaþjónustu á sama tíma og talað er um neyðarástand vegna fjárskorts í annarri hverri frétt.

En er óbyggilegt hérna?

Erlendur rithöfundur sem hér var á landi fyrir nokkru nefndi við mig að honum þætti bölmóðurinn í Íslendingum full mikill. „Það hefur aldrei verið betra að vera til en að vera Íslendingur í dag, en þið talið ekki um annað en hvað allt sé ómögulegt,“ sagði hann og benti á hina ýmsu kosti sem við tökum kannski sem sjálfsögðum hlut.

Þrátt fyrir bakslag í helstu útflutningsgrein þjóðarinnar höfum við, þegar litið er á efnahagsmálin almennt, sjaldan ef nokkru sinni verið betur í stakk búin til að bregðast við áföllum en einmitt nú. Ólíkt fyrri hagvaxtarskeiðum var hinn mikli uppgangur áranna 2012 til 2018 ekki fjármagnaður með skuldsetningu heldur höfum við byggt okkur upp heilmikið svigrúm sem nú reynist okkur dýrmætt og gefur færi á að vinna gegn hagsveiflunni, til dæmis með auknum framkvæmdum.

Við höfum skilað myndarlegum afgangi í viðskiptum við aðrar þjóðir og eru erlendar eignir þjóðarbúsins umfram skuldir tæpur fjórðungur landsframleiðslu. Hugsið ykkur að sú staða sé nú komin upp, þetta skömmu eftir hrun. Þó Víkingalottó hafi ekki verið okkur gjöfult er það lottóvinningur í sjálfu sér að búa á Íslandi.

Vextir og verðbólga eru við sögulegt lágmark og ef vel tekst til við að spila úr þeirri stöðu sem upp er komin í hagkerfinu verðum við f ljót að gleyma því að flugfélag hafi fuðrað upp árið 2019."

Hugsanlega kemst Sósíalistabylting Gunnars Smára til framkvæmda í áföngum ef tekst að eyðileggja gjaldmiðilinn og koma stöðugleikanum fyrir kattarnef. Verði lífskjarasamningarnir sprengdir í loft upp munu flestir telja sem komnir eru til vits og ár og muna eitthvað úr fortíðinni, að allt umfram lífskjarasamningana sé aðeins ávísun á verðbólgu en ekki kjarabætur.

Það þarf ekki sérstakan bölmóð til að ímynda sér vonda niðurstöðu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

SOCIALISTAR ganga EKKI á ÍSLANDI. Dugandi ÞJÓÐERNISSINNAR dyggðu best fyrir okkar Kristna samfélag. EIGIN LANDSLÖG og barátta yfir EIGIN AUÐLINDUM á láði og legi.

STJÓRNLEYSI ríkir í utan-ríkismálum. Erlendir auðkýfingar eiga um 70 jarðir á ÍSLANDI. ENGLAND er FRJÁLST fyrir HEIMSVIÐSKIPTI frá því í gær og vegnar VEL í samvinnu við LEIÐTOGANN í USA. Ég vonast til að ELDFJÖLLIN bjargi SJÁLFSTÆÐI og tilvist OKKAR ÍSLENDINGA.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 2.2.2020 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband