Leita í fréttum mbl.is

Bjarni blæs til baráttu

til að reyna að endurvekja gamla Sjálfstæðisflokkinn okkar. Hann hefur ekki átt sjö dagana sæla í fylgiskönnunum undanfarið og á flestum fundum sem ég hef sótt hafa menn haft áhyggjur af útbreiðslumálunum.

Styrmir Gunnarsson segir þetta:

"Það er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er að hefja mikla gagnsókn frammi fyrir erfiðri stöðu í skoðanakönnunum. Það í sjálfu sér er ánægjulegt.

Gagnsóknin hefst annars vegar með hringferð þingmanna um landið. Það er jákvætt. Þeir tala við kjósendur um allt land og hlusta væntanlega líka á þá. Og jafnframt fylgir Morgunblaðinu í dag blað, sem flokkurinn gefur út og er dreift í 120 þúsund eintökum.

Svo er spurningin um málefnalegar áherzlur. Meginn þunginn virðist vera á sölu Íslandsbanka. Hvernig á að standa að þeirri sölu? Hverjir eru líklegir kaupendur? Verður lögð áherzla á að tryggja dreifða eignaraðild við slíka sölu? Sporin hræða.

"Kjör aldraðra hafa stórbatnað" segir á forsíðu. Hver er upplifun aldraðra Íslendinga á því, hvað sem "franska eignastýringafyrirtækið Natix Global Asset Management" kann að segja um það?

"Sterk staða ungs fólks". Ætli það sé upplifun ungs fólks í dag, sem virðist hafa yfirgefið Sjálfstæðisflokkinn í stórum stíl?

Þetta eru vangaveltur sem skjóta upp kollinum, þegar hin nýja gagnsókn Sjálfstæðisflokksins er metin.

En hvað sem því líður er þetta framtak fagnaðarefni og líkur á að það leiði til þess að nýtt líf færist í flokksstarfið."

Það er rétt hjá Styrmi að það er á brattann að sækja. Útbreiðslumálin hafa legið svo í láginni að margir fleiri en Styrmir hafa verið með böggum Hildar vegna þessa. Mönnum hefur fundist að kynning á hinum góðu verkum flokksins hafi gersamlega setið á hakanum og varla verið nefnd á nafn meðan andstæðingarnir láta dæluna ganga með áróðurinn á flokkinn vegna alls sem miður fer. Menn hafa sagt að ef við ekki tölum um það sem okkur hefur vel tekist hver gerir það þá?

Það efast enginn um að Bjarni Benediktsson hefur allt til að bera til að geta talað máli flokksins. Og hann hefur skýrmælt fólk með sér þar sem er Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hugsjónakona og Jón Gunnarsson sem talar mannamál með sér í för. Mönnum hefur hinsvegar þótt Bjarni eyða of litlum tíma í áróðursmál en hugsanlega of miklum í stjórnarstörfin.

Nú er líklega breyting á að verða. Fólki þarf að verða ljóst að það er grunnhugsjón sjálfstæðisstefnunnar um einstaklingsfrelsi og athafnafrelsi með hagsmuni allra stétta fyrir augum  sem þarf að birtast fólkinu, ungu sem öldnu, svo það láti ekki glepjast af bunuvaðli og orðskrúði sósíalistaflokkanna allra og landsöluaflanna sem vaða uppi á öllum rásum, Þó þjóðin hafi enn ekki látið blekkjast til fulls þá er hættan ávallt fyrir hendi að dropinn holi steininn.

Það er ánægjulegt að verða vitni að því að blásið sé til baráttu fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Já og ég endurtek að ef einhverjum er treystandi fyrir velferð Íslandsbanka þá er það Björgólfur Thor. Ef hann yrði í hluthafahópnum þyrði ég frekar að vera þar með heldur en með ýmsum öðrum vinstri pópúlistum og háloftamígurum þjóðlífsins.

Halldór Jónsson, 6.2.2020 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 9
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 3419725

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband