16.2.2020 | 13:56
Hamfarahlýnunin
er til umfjöllunar hjá skrópagemlingunum á Austurvelli. Þar hópast krakkarnir saman undir því göfuga yfirskini að þau séu að berjast með þeirri augnadaufu Grétu Thunberg gegn því að kapitalisminn sé að eyðileggja jörðina.
Gunnlaugur H. Jónsson eðlisfræðingur skrifaði gagnmerka grein í Fréttablaðið þann 13. febrúar s.l.. Þar sem mér finnst fáir nenna að lesa það blað vegna lítils framboðs á vitrænum skrifum, þá finnst mér ástæða til að geta þessarar greinar sérstaklega hér ef einhver skyldi hafa gaman og gagn af.
" Veðurstofa Íslands var stofnuð 1. janúar 1920 og er því 100 ára í ár. Af því tilefni er rétt að líta yfir farinn veg og þróun veðurfars á Íslandi í eina öld. Oft er sagt að það þurfi að kanna fortíðina til þess að gera sér grein fyrir því sem framtíðin kann að bera í skauti sér. Hitastig er sá þáttur í veðurfari sem mest er rætt um á þessum tímamótum.
Þessi grein fjallar um þróun hitastigs í eina öld í höfuðstaðnum Reykjavík auk Stykkishólms og Stórhöfða sem eiga sér lengsta sögu samfelldra hitamælinga á Íslandi. Þá er hugað að því hvað gerist ef þróunin verður óbreytt næstu 100 árin.
Til þess að setja breytingar á hitastigi í samhengi eru hér nokkrar staðreyndir um breytingar á hitastigi jarðarinnar í tíma og rúmi.
Mesti mældur hiti á Íslandi, 30,5°C, er talinn hafa mælst fyrir 80 árum 22. júní 1939 á Teigarhorni en sá lægsti mældist 21. janúar 1918 á Grímsstöðum og Möðrudal á Fjöllum -38°C.
Mismunurinn er 68,5°C.
Á liðnu ári mældist hæsti hiti í Reykjavík 21,1°C en sá lægsti -12,1°C. Mismunurinn er 33,2°C.
Mesti hiti sem hefur mælst á landi í heiminum er 56,7°C mældur 10. júlí 1913 í Furnace Creek í Californíu en sá lægsti −89.2°C þann 21. júlí 1983 á Suðurskautslandinu.
Mismunurinn er 145,9°C.
Þeim mun víðar sem við förum í tíma og rúmi þeim mun meiri líkur eru á því að finna hitastig sem víkur langt frá meðalhita jarðarinnar sem er nú talinn vera um 15°C.
Árið 1960 fyrir 60 árum, samkvæmt bestu vitneskju þess tíma, var meðalhiti jarðarinnar líka talinn vera 15°C.
Meðfylgjandi tafla gefur tölulegar upplýsingar um ársmeðalhita í 100 ár í Reykjavík, Stykkishólmi og á Stórhöfða. Tölurnar eru fengnar með úrvinnslu á upplýsingum af vef Veðurstofunnar.
Eins og við er að búast er hlýjast á Stórhöfða sem er syðst en kaldast í Stykkishólmi sem er nyrst og munar 1,2°C.
Staðalfrávik í meðalhita eru 0,70°C í Stykkishólmi, 0,66°C í Reykjavík en aðeins 0,56°C á Stórhöfða, sem er umlukinn hafi.
Meðfylgjandi mynd sýnir þróun hitastigs á ofangreindum þrem stöðum síðustu 100 árin. Á myndinni má sjá mikla hlýnum fyrstu 14 árin frá 1919 til 1933. Eftir það stóð hitinn nokkurn veginn í stað til ársins 1960. Á þessu hlýja tímabili fór ársmeðalhitinn á Stórhöfða fimm sinnum yfir sex gráður.
Eftir 1960 hefur hann aðeins þrisvar farið yfir sex gráður á Stórhöfða og einu sinni í 6,1°C í Reykjavík árið 2003 en það var hlýjasta árið á 100 árum.
Meðalhiti stöðvanna þriggja var 5,9°C það ár. Næst hlýjasta árið var árið 1941 þegar hitinn var að meðaltali 5,8°C. Það liðu því 62 ár það til meðalhitinn frá 1941 var sleginn um 0,1°C.
Eftir 1960 kólnaði og þrjátíu ára tímabilið 1931 til 1960 var að jafnaði 0,6°C hlýrra en tímabilið 1961 til 1990.
Á þessu kuldatímabili gengu jöklar á Íslandi fram og á áttunda áratugnum voru mestu hætturnar sem steðjuðu að mannkyninu taldar vera kjarnorkuógnin og næsta ísöld.
Eftir aldamótaárið 2000 hefur hlýnað aftur. Veðurstofan hefur til skamms tíma notað þetta kalda tímabil til samanburðar við líðandi ár.
Nú telja margir að mesta ógnin sem steðjar að jörðinni og mannkyni sé hlýnun jarðar. Í töf lunni eru sýndar hallatölur fyrir bestu línur sem falla að hitaferlum síðustu 100 ára. Hallatölurnar sýna árlega hlýnun sem nemur þúsundustu hlutum úr gráðu á ári.
Á einni öld nemur hlýnunin 0,25°C á Stórhöfða, 0,36°C í Reykjavík og 0,57°C í Stykkishólmi. Hlýnun á einni öld er því minni en sem nemur sveiflu í meðalárshita (staðaðalfrávik) þessara stöðva. Haldi þessi þróun í veðurfari áfram óbreytt næstu 100 árin til 2120 má vænta þess að meðalhiti í Reykjavík fari úr 4,8°C og verði 5,4°±0,7°C árið 2120.
Mannvirki og malbik í stórborginni London valda því að hiti er þar 2-3°C hærri en í sveitunum í kring.
Uppbygging höfuðborgarsvæðisins og aukin trjárækt mun líklega hækka væntan hita í Reykjavík í framtíðinni um allt að eina gráðu til viðbótar.
Stórhöfði er ekki líklegur til þess að byggjast í framtíðinni og er því einstakur staður á Íslandi til þess að mæla langtímabreytingar á hitastigi enda með mælingar frá 1869. Þær mælingar sýna að hlýnunin var mun hraðari á tímabilinu 1869-1919 (0,71°C á öld) en á liðnum hundrað árum eftir að koltvísýringur í andrúmsloftinu fór að aukast verulega.
P.S. Vil kvarta yfir því við Veðurstofuna að meðalárshitatölur fyrir tímabilið 1931-1948, sem var hlýtt tímabil, eru ekki aðgengilegar eins og áður. Taflan sem áður hófst árið 1931 hefst nú árið 1949 ?? sem var óvenju kalt ár, það kaldasta á tímabilinu 1922 til 1966! Hvaða rök eru fyrir þessari breytingu?"
Upp úr Kötlugíg einum, sem hefur ekki gosið í 100 ár, stíga 20.000 tonn af CO2 á hverjum degi sem er jafnmikið og allir Íslendingar losa með stóriðju, starfsemi, flugi og fleiru.0.007 Gigatonn af 43 Gigatonnum heildarlosunar mannkyns.
Hamfarahlýnun er orðin að tízkuorði fólks sem skilur ekki hugstakið og um leið að skattandlagi ríkistjórnar Íslands. Orð vísindamanna eins og Judithar Curry um að fleiri breytur, s.s eldgos, breytingar á hafstraumum og sólgeislun kunni að koma til áhrifa á hamfarahlýnun loftslags heldur en útblástur græðginnar af mannavöldum svo sem framræsla votlendis og fleiri beljurassar, eru ekki tekin með í umræðunni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:42 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 3419659
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Gunnlaugur gerir mikið úr því að íslenskir jöklar hafi gengið fram á árunum 1965 til 1990 og er það efni tilvitnunar í greinina með stærra letri.
Brúarjökull er mikilvirkastur skriðjöklanna á þessu sviði, enda stærsti skriðjökull landsins, en meðal annarra má nefna sunnanverðan Langjökul og Síðujökul. Þessi stærstu og hröðustu framhlaup skriðjökla fara ekki beint eftir lofthita, Brúarjökull hljóp fram 1934 á miðju hlýskeiði, Langjökull að vísu 1980, en Síðujökull eftir 1990.
Enda blasir rýrnun íslenskra jökla hvað meginatriði þess fyrirbærir snertr við í meira en öld.
Ómar Ragnarsson, 16.2.2020 kl. 19:53
Sæll Halldór.
Endrum og sinnum les ég snepilin Fréttablaðið, sem auðvitað ætti þó tafarlaust að bannfæra vegna mengunar og kolefnislosunar, fremur en einungis vegna lævísra árása þess á þjóðleg gildi og hagsmuni.
Pistill Gunnlaugs eðlisfræðings var snarpur og rökréttur og eftirmálinn einna beittastur, þar sem hann vekur einmitt athygli á hliðrun í skráningu hitastigsmælinga veðurstofunar, að því virðist til að hún falli betur að svokölluðum hamfarakenningum hinnar daufeygu, eins og þú komst svo skemmtilega að orði.
Jónatan Karlsson, 17.2.2020 kl. 07:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.