Leita í fréttum mbl.is

Af hverju að selja með afslætti?

Íslandsbanka sem á 157 milljarða í eigin fé?

Guðmundur Franklin  er á móti þessu eins og ég. Hann skrifar í Mogga:

"Ríkisstjórn Íslands hefur nú gefið tóninn og ætlar sér að hefja sölu á ríkisbönkunum. Fyrsta skrefið er að losa um eignarhald á fjórðungi af Íslandsbanka og hefur Bjarni Benediktsson gefið það út að ekki muni fást bókfært verð fyrir bankann sem þýðir á mannamáli að hann verði seldur á undirverði eða með tapi.

Segja má að þessi niðurstaða fjármálaráðherra komi spánskt fyrir sjónir því nú er söluverð flestra banka á Norðurlöndum metið yfir bókfærðu verði og því mætti ætla að söluverð Íslandsbanka væri á svipuðu róli.

Hvað segir markaðurinn?

Ef litið er til Norðurlandanna með sömu aðferðafræði og fjármálaráðherra notar við að meta bókfært verð Íslandsbanka þá er hann ansi langt undir því sem fengist fyrir samsvarandi banka. Líta má því svo á að verið sé að gefa 25-30% afslátt af Íslandsbanka. Þetta segir okkur einfaldlega að annaðhvort sé verið að undirverðleggja bankann eða selja hann á kolröngum tíma og hvort tveggja bendir til þess að við ættum alls ekki að láta okkur detta þetta í hug núna. Þegar horft er á afkomutölur bankans fyrir árið 2019 er fyrirtaks ávöxtun hjá Íslandsbanka og nær hún allt að 7,9% fyrstu þrjá ársfjórðungana sem telst mjög gott. Það er því ekki að skilja að nauðsynlegt sé að selja þessa mjólkurkú heldur væri í raun skynsamlegra að taka lán og nýta arðgreiðslurnar til að greiða af því. Slíkt lán er auðfengið í Evrópu þar sem vextir lána eru almennt á bilinu 0-2% um þessar mundir. Ef mönnum er á annað borð alvara í að bæta innviði landsins, þá er hægt að gera þetta strax.

Lítið traust

Eftir hrunið 2008 hefur traust Íslendinga til fjármálastofnana verið verulega laskað og bera þeir almennt ekki traust til bankanna. Þeir bera hins vegar traust til ríkisins sem eiganda bankanna en þetta kemur glöggt fram í könnun Gallup sem unnin var í október 2018. Niðurstaðan var sú að rúmlega 81% af þeim sem tóku afstöðu eru jákvæð fyrir því að ríkið sé eigandi bankanna.

Einkennilegar ákvarðanir

Þegar þessar upplýsingar eru teknar saman, annars vegar að þjóðin vilji að ríkið haldi áfram að eiga bankana sem og að ekki fáist eðlilegt verð fyrir þá eins og stendur, þá er erfitt að átta sig á því hvers vegna ríkisstjórnin leggur þetta fram. Enn erfiðara er að átta sig á því að þessi tillaga hljóti stuðning Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. En kannski kemur það ekki á óvart eftir kúvendingu hennar að sækja um aðild að Evrópusambandinu sem hún hafði verið gegn allt sitt pólitíska líf.

Vantar leikreglur

Jafnframt eru fjölmörg atriði sem verður að bæta úr áður en farið er af stað í að velta sölu bankanna fyrir sér. Má t.d. nefna að setja þarf lög um fákeppni og hringamyndun. Einnig er mikilvægt að setja reglur um hámarkseign einstaklinga, fyrirtækja og tengdra aðila. Án þessara atriða er hætt við að of stór hluti bankanna falli á fáar hendur eða þeir verði seldir einstaklingum sem ættu ekki að eignast þá.

Sígild hugmynd

Ef ég fengi að ráða myndi ég ekki láta mér detta í hug að selja bankana núna. Íslendingar eiga þessa banka og hafa eignast þá með því að setja blóð, svita og tár í að bjarga þeim eftir hrunið og nú tel ég kominn tíma til að Íslendingar beri ávöxt af því erfiði.

Það væri að mínu mati því eðlilegast, ef ríkisstjórnin er ólm í að losa eignarhald af þessum 25%, að færa þjóðinni hlutinn sinn. Honum yrði þá deilt á alla íslenska ríkisborgara sem hver og einn myndi ákveða hvað hann vildi gera við hlut sinn eftir það.

Einnig væri sanngjarnt gagnvart þjóðinni að setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu og láta þjóðina ákveða hvort selja eigi bankana eða ekki. Hún er jú einu sinni eigandi þeirra.

Það er nefnilega svo merkilegt að rétta lausnin felst almennt alltaf í því að leyfa þjóðinni að eiga síðasta orðið frekar en að útvöld elíta taki ákvarðanir fyrir hennar hönd. Þannig munum við alltaf fá sem réttlátustu niðurstöðu sem um ríkir almenn sátt. Því skora ég á forseta Íslands að sjá til þess að þjóðin fái að ráða í þessu máli og hvet ég alla sem eru sammála mér að setja nafn sitt á www.synjun.is "

Ég er algerlega sammála Guðmundi Franklin og skrifaði undir með honum þó ég sé nú ekki mikið fyrir að fara að rella í Guðna forseta frekar en Drottni allsherjar.

Ég hef látið mér detta í hug að loka Íslandsbanka og rukka inn eigið féð og láta Landsbankann taka við bísnessnum. Kannski er betra að senda landsmönnum bréfin í bankanum og láta þá sjálfa um hvað gert verði við bankann. Ég skil ekki frekar en hugmyndirnar um þjóðarsjóð hvað vinnst að selja Íslandsbanka með afslætti þegar ég veit ekki hverjir fá að kaupa? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

GUÐMUNDUR FRANKLÍN veit ýmislegt um fjármálin á Wall Street og á heimsvísu.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 18.2.2020 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband