Leita í fréttum mbl.is

Geta íslenzkir Alþingismenn skilið þetta?

þegar David Frost  segir við Evrópusambandið sem samningamaður Breta:(þýðing Gunnar Rögnvaldsson):

"Við erum að yfirgefa Evrópusambandið til þess að aðeins okkar eigin lög gildi í okkar eigin landi.

Við þolum ekki að lög Evrópusambandsins gildi í Bretlandi.

Við erum því ekki að fara úr Evrópusambandinu til að fá neinn "annan samning" við það um eitt né neitt.

Við erum að fara þaðan út til þess að við sjálfir ráðum því hvernig viðskipti við eigum við önnur lönd.

Það kemur aldrei til greina að við gerum viðskiptasamning við Evrópusambandið á þeim forsendum að við þurfum að samþykkja lög þess og reglur.

Þeir sem skilja þetta ekki, skilja ekki neitt.

Við erum farin.

Og þegar við erum farin þá gerum við á ný viðskiptasamninga við önnur lönd án þess að gangast undir lög þeirra og reglur.

Viðskipti eru bara viðskipti.

Þeir sem vilja ekki eiga viðskipti við okkur á þeim forsendum sem við viljum semja um, þeir geta þá gert það undir skilmálum WTO."

Af hverju urðum við að samþykkja 3. Orkupakkann?

Hefur nokkur Alþingismaður svarað því?

Hefur nokkur þingmaður Sjálfstæðisflokksins svarað því? Birgir Ármannsson til dæmis?

Hafi svo verið, hefur það þá farið fram hjá mér?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það getur verið snúið að svara spurningum sem gefa sér eitthvað sem er jafnvel ekki til staðar. Eins og til dæmis hin fræga spurning ert þú hættur að berja konuna þína. Mundir þú svara þeirri spurningu eða hundsa hana? Við urðum ekki að samþykkja 3. Orkupakkann og þess vegna er erfitt að svara hvers vegna við urðum að samþykkja hann.

Alþingi kaus að samþykkja 3. Orkupakkann. Meirihluti þingmanna greiddi atkvæði með 3. Orkupakkanum og taldi hann því væntanlega ekki vera þá ógn og skelfingu sem Miðflokkurinn prédikaði. Sáu sennilega málflutning Miðflokksins og andstæðinga Evrópusamstarfsins og stjórnarsamstarfsins sem lýðskrum, rangfærslur, blekkingarleik, fake news, bull og þvælu frekar en nokkuð annað. Og samþykkt 3. Orkupakkans hagstæðan landi og þjóð.

Sjálfsagt hefur hver þingmaður ljóst og leynt haft sínar ástæður og atriði sem þeim fundust skipta máli. Og ekki hefur mér vitanlega farið fram nein yfirheyrsla þar sem hver þeirra er þvingaður til að upplýsa hvað fékk þá til að kjósa með eða á móti.

Vagn (IP-tala skráð) 18.2.2020 kl. 20:53

2 identicon

GUNNAR RÖGNVALDSSON þýðir og útskýrir brottför BRETA frá ESB embættisveldinu í BRUSSEL. Þetta gæti verið "orðrétt" fyrir BROTTFÖR ÍSLENDINGA, ef einhver "LEIÐTOGINN" tekur þetta í sínar hendur fyrir fámennt LANDIÐ OKKAR, sem á mikinn sameiginlegan AUÐ. ÓMENGAÐ FÁMENNT ÍSLAND Í FYRSTA FLOKKI.

HUGSANDI ÍSLENDINGAR KJÓSA EKKI EINSTAKLINGA OG STJÓRNMÁLA FLOKKA, SEM ÁSÆLAST AÐ VERA HÚSKARLAR ESB SINNA Í BRUSSEL.

Þessar línur sá ég í textanum HOTEL CALIFORNIA með EAGLES, sem minntu á BARÁTTU BRETA frá ESB í BRUSSEL: "YOU CAN CHECK OUT ANY TIME YOU LIKE - BUT YOU CAN NEVER LEAVE"....

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 18.2.2020 kl. 22:36

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Gunnar Rögnvaldsson hnykkir á:

"Samningsmarkmið Bretlands er einfalt og á bak við það er fullur pólitískur vilji landsins.

Það gengur ekki út á að viðhalda nú þegar orðnu flæði viðskipta á milli þess og Evrópusambandsins.

Það gengur út á að bresk lög, breskar reglur og fullveldi komi ofar milliríkjaviðskiptum. Ef með þarf, er Bretland viljugt að fara út án nokkurs sérstaks samnings við Evrópusambandið um eitt né neitt; þ.e. fara í svo kallað hart Brexit

Við fullveldismenn Íslands gerum sömu kröfur. EES gengur ekki lengur fyrir lýðveldi vort. Það sjá allir sem augu hafa. Það fyrirbæri er að enda í algjörum og óásættanlegum óförum - fyrir okkur Íslendinga!"

Þetta er svona í huga okkar gamalla Sjálfstæðismanna. Við skiljum ekki þessa nýju eins og þennan  Birgi Ármannsson.

Halldór Jónsson, 19.2.2020 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 3418218

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband