Leita í fréttum mbl.is

"Og jafnvel Brynleifi brá

er börnin fékk hann að sjá

því upp úr sjöttabekk þau komu barin og blá."

Einhvern veginn þannig var ort í gamla daga um skandala sem skeðu án þess að þeir ættu að geta skeð.

Vilhjálmi Birgissyni hinum púrítanska verkalýðsrekanda af Skipaskaga varð þetta að orði:

 

 

„Ég horfði á Kveiksþáttinn í gær um sölu Landsvirkjunar og annarra orkufyrirtækja á upprunavottorðum til annarra landa. Ég skal fúslega viðurkenna að ég er gjörsamlega orðlaus enda virðist græðgi orkufyrirtækja vera svo taumlaus að þau er nánast tilbúin að selja sálu sína fyrir einhverjar krónur,“

 

„Takið eftir kæru félagar við Íslendingar erum svo gæfurík og heppin að eiga hér hreinustu og grænustu orku í heiminum og við höfum haldið því hátt á lofti að öll okkar orka sé endurnýjanleg og tandurhrein. En nú hefur komið í ljós í þessum Kveiksþætti með afgerandi hætti að Landsvirkjun og önnur orkufyrirtæki eru að selja upprunavottorð á hreinu orkunni okkar til umhverfissóða í öðrum löndum til að hjálpa þeim að halda áfram að knýja sína starfsemi áfram með afar mengandi hætti.

Rétt er að geta þess að Landsvirkjun og önnur íslensk orkufyrirtæki hófu sölu á upprunavottorðum raforku árið 2011. Í gögnum Orkustofnunar kemur fram að það ár hafi 89% raforkunnar á Íslandi verið endurnýjanleg orka. Hins vegar var 5% hlutdeild orkunnar framleidd með kjarnorku og 6% með jarðefnaeldsneyti.

 

Takið eftir þessu, árið 2018 var hreina íslenska raforkan aðeins orðin 11% af heildarsölu raforku á Íslandi samkvæmt tölum Orkustofnunar. Þá var 34% orkunnar framleidd með geislavirku úrani og 55% raforkunnar voru sögð framleidd með jarðefnaeldsneyti, eða kolum, olíu og gasi. Svona er nú komið fyrir hreinorkulandinu Íslandi.

Að hugsa sér Landsvirkjun og önnur orkufyrirtæki er að selja hreinu orku þjóðarinnar til umhverfissóða sem fá í staðinn að segja að þeirra vörur og starfsemi séu framleiddar með vistvænni grænni orku og í staðinn er sagt að við séum að knýja okkar iðnað, heimili og aðra starfsemi með geislavirku úrani, jarðefnaeldsneyti eða kolum og gasi. Ég spyr, hvar eru umhverfissinnarnir núna? Og hvar eru Vinstri grænir? Að láta Landsvirkjun sem eru í eigu íslensku þjóðarinnar selja einhver upprunnavottorð til fyrirtækja og stofnanna í öðrum löndum til þess að geta sagt „okkar vara og starfsemi er framleidd með hreinni orku“, þegar raunin er alls ekki sú.

Með þessu erum við að hjálpa umhverfissóðum um víða veröld að taka ekki á sínum vandamálum heldur leggja þeim lið með því að blekkja neytendur um að þeirra framleiðsla sé unnin með hreinni orku þegar svo er alls ekki. Láta svo íslensku þjóðina líta út eins og örgustu umhverfissóða sem knýja heimili og fyrirtæki t.d. með kolum og geislavirku úrani.

Á græðgi Landsvirkjunar og annarra orkufyrirtækja sér enginn takmörk? En oft hefur verið sagt um gráðuga einstaklinga að þeir myndu selja „ömmu“ sína ef þeir gætu og mér sýnist að græðgi orkufyrirtækja eigi vel við slíkar lýsingar.“

Já jafnvel Brynleifi brá...

 

 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ÍSLAND er land FRAMTÍÐAR. GRÆN ORKAN,FOSSAR,BLÁVATNIÐ og JÖKULÁRNAR, sem mynda VIRKJANIR á ÓMENGUÐU ÍSLANDI. HEITA VATNIÐ og GRÓÐURHÚSIN gætu gjörbreytt ÍSLANDI varðandi ÓMENGAÐ ÚRVALS GRÆNMETI hérlendis og ERLENDIS.

HAFIÐ, Landgrunnið og SVEITIRNAR eru EKKI til SÖLU AUÐMANNA ERLENDIS. ÞEIR eru EKKI í"Laxaræktun né af ÁST við ÍSLAND". ÞEIR eru hér við FJÁRFESTINGAR á ORKU og VIRKJUNUM?. Er eitthvað að frétta af TRÖLLAFOSSI og stærri fljótum Norðanlands?. Hafa KÍNVERJAR greitt fyrir "AÐSTÖÐUNA" á Norðausturlandi?. Hafa Víkurbúar og Skaftfellingar heimsótt Heiðarvatnið undanfarin ár?.

ÍSLENDINGAR þurfa að senda "föðurlandssinnaðann" ensku mælandi mann til BBC og FOXnews til skýringa á GRÆNU SÖLUNNI frá ÍSLANDI til Landa "UMHVERFISSÓÐA ERLENDIS" til að þeir gætu grobbast af "grænu framleiðslunni", sem við áttum og EIGUM ENN. ÞETTA þarf að útskýra á mannamáli erlendis.

UTANRÍKISMÁLALEIÐ okkar "HELGA LANDS", eins og Dr.Adam RUTHERFORD orðaði það í bók sinni um ÍSLAND árið 1937 verði breytt frá SKIPUNUM ESB landa í BRUSSEL. HÆTTUM að flytja VANDAMÁL ESB landa til FÁMENNI ÍSLENDINGA. FÖRUM AÐ LANDS LÖGUM - LÖGUM ÍSLENDINGA. EKKI AF SKIPUNUM ESB LANDA!!!

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 20.2.2020 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband