Leita í fréttum mbl.is

Bragð er að þá barnið finnur

datt mér í hug þegar ég las eftirfarandi texta eftir fyrrum Hæstaréttardómarann Jón Steinar Gunnlaugsson sem ég met einna mest þeirra lögfræðinga sem ég hef spurnir af.

Ég fór yfir bloggfærslu mína hér á undan og spurði mig að því hvort ég hefði nú ekki farið yfir strikið í ósvífni, elliglöpum og geðvonzku. Manni sem aldrei hefur verið stefnt fyrir rétt af öðrum. Hvað er hann yfirleitt að rífa sig yfir réttarfari í landinu?

En Jón Steinar skrifar eftirfarandi í Morgunblaðið í dag:

"Fram er nú komið að áhrifamikli hæstaréttardómarinn hafi tapað að minnsta kosti um átta milljónum króna í hruninu.

Getur verið að hann hafi þá orðið reiður og viljað ná sér niðri á þeim sem hann taldi bera ábyrgðina á þessu tapi?

Getur verið að hann hafi ákveðið sjálfur að setjast sem dómari í mál þeirra sem hann átti viðskiptin við til þess að geta hefnt sín á þeim? Getur verið að hann hafi þá talið að enginn myndi frétta um þetta framferði hans?

Getur verið að hann hafi staðið fyrir þeirri „lögskýringu“ Hæstaréttar að refsa fyrir auðgunarbrot án þess að auðgunartilgangur hefði sannast? Getur verið að hinum dómurunum hafi verið svo mikið í mun að þóknast honum, að þeir hafi fylgt honum til þessara verka, þó að þeim hafi verið ljóst að ekki voru uppfyllt lagaskilyrði til þess?

Getur verið að fjöldi manna hafi orðið að sæta sviptingu á frelsi sínu á framangreindum grundvelli og því hafi heilu fjölskyldurnar verið sviptar lífshamingju sinni?

Getur verið að hann hafi staðið fyrir því að undanþiggja sjálfan sig þegar settar voru reglur um birtingu upplýsinga um fjártjón dómaranna í hruninu?

Getur verið að hann hafi tekið ákvörðun um að segja starfi sínu lausu til að forða því að verða vikið úr embætti, þegar ljóst yrði hvernig hann hefði hagað sér?

Getur verið að við hin ættum bara að láta sem þetta komi okkur ekki við?

Ég veit auðvitað ekkert um þetta og spyr því bara."

Til hvers vorum við að baksa með að öðlast fullveldi yfir eigin málum ef við erum sífellt að vísa okkar innri málum í erkibiskups dóma?

Eru ekki innlendir dómarar betri en útlendir? Er þetta sífellda EES kjaftæði ekki komið á endastöð? Getum við ekki farið að standa í eigin fætur?

Þurfum við ekki frekar að reyna vanda betur valið á okkar dómurum svo þeir þurfi ekki að standa í hneykslanlegu fjármála- og brennivínsbraski? 

Er ekki bragð að þegar barnið ég finnur að lögvísinni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Arnar Þór Jónsson endar langa grein um réttarríkið íslenska með þessum orðum:

" Mannleg reynsla bendir til þess að hringja beri öllum viðvörunarbjöllum þegar fyrirmyndarríkið (útópían/staðleysan) er sagt vera handan við hornið, því í kjölfar slíks málflutnings fylgir iðulega krafa um að valtað sé yfir menn og þjóðir með vísan til háleitra hugsjóna, sem sagðar eru svo göfugar að þær gangi framar orðum á blaði, þ.m.t. landsrétti, þjóðarétti og jafnvel stjórnarskrám.

Frammi fyrir þessu hefur lýðræðislegt aðhald enn hlutverki að gegna – og þar með hver einasti maður sem vettlingi getur valdið. "

Halldór Jónsson, 27.2.2020 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband