27.2.2020 | 15:34
Alvaran í stóriðjunni.
Morgunblaðið fjallaði um málefni Rio Tinto Alcan í Staksteinum:
Hagsmunirnir, sem í húfi eru [í Straumsvík], hlaupa á milljarðatugum á ári [til 2036]. Slíkar tölur kalla á, að staðan sé tekin alvarlega og rætt, hvaða þýðingu fyrirtækið [ISAL] hafi, og hvaða áhrif það hefði, ef þess nyti ekki lengur við.
Hefur Landsvirkjun aðra kaupendur að þeirri orku, sem nú er seld til Straumsvíkur ? Bíða önnur störf þeirra, sem þar starfa ?
Landsmenn velta fyrir sér spurningum af þessu tagi, og fyrirtækið þeirra, Landsvirkjun, og ríkisvaldið, geta aldrei orðið stikkfrí í svo stóru máli."
Þessi orð falla þegar alvara er fólgin í því að álverinu kunni að verða lokað vegna tapreksturs.
Fluttar eru fréttir af því að RTZ hafi hagnast um 800 milljónir dollara á síðasta ári. Það eigi að gilda sem rök fyrir því að álverið geti því vel tapað einhverjum milljörðum hér á landi.Þau rök halda auðvitað ekki.
Það verður að horfast í augu við orsakir tapsins hérlendis og hvort aðilar geti samið svo að til lokunar komi ekki sem ekki er hægt að hugsa til enda.
Fyrir Ísland er um að ræða útflutningstekjur upp á 55 mrdISK/ár eða um 5 % af útflutningstekjum landsins.
Um 30 % af þeirri upphæð renna til raforkukaupa og um 10 % fara í launakostnað. Innlendur kostnaður fyrirtækisins er því um 45 % af tekjunum.
Um er að ræða rúmlega 3,0 TWh/ár, sem Landsvirkjun hefur engan kaupanda að í nánustu framtíð að RTA/ÍSAL gengnu.
Hörður Arnarson sagði opinberlega um raforkusmaning landsvirkjunar og Álversins:
"Varðandi raforkuverðið teljum við, að samningurinn sé sanngjarn fyrir bæði fyrirtækin [ISAL og LV].
Vissulega er hann ekki ódýr, en hann er sanngjarn.
Á heildina litið tel ég álverið ágætlega samkeppnisfært í iðnaði, sem býr við krefjandi aðstæður."
Hvernig getur annar aðilinn fullyrt svo um þetta sjónarmið annars deiluaðilans?
Hvað er sannleikur spurði Pílatus?
Fyrir liggur að nú nemur raforkukostnaður ISAL í USD/t Al um 34 % af skráðu álverði, LME.
Getur eitthvað álver getur skilað framlegð við þær aðstæður? Sérfræðingar hljóta að geta lagt fram allar tölur hér um.
Og það eru fleiri stórkaupendur að raforku sem eru í vandræðum með orkuverðið.
"Forstjóri Elkem á Íslandi segir óljóst, hvað taki við, þegar samningurinn við Landsvirkjun rennur út árið 2029. Raforkuverðið sé komið að þolmörkum."
Norska ríkið hleypur undir bagga í erfiðleikum stóriðju og greiðir niður raforkuverð til hennar um 6 USD/MWh eða alls 20 milljarða ISK/ári samkvæmt upplýsingum starfsmanna Landsvirkjunar í nýlegri blaðagrein.
"Vandinn er sá, að samkeppnishæfni verksmiðjunnar [á Grundartanga] á Íslandi samanstendur af fleiri þáttum en raforkunni einni og sér, og raforkan var sá þáttur, sem gerði það að verkum, að það borgaði sig að reka verksmiðju á Íslandi", segir Einar Þorsteinsson, forstjóri Elkem á Íslandi í samtali við Markaðinn."
Gildir ekki sama röksemd um staðarval álversins í Straumsvík? Hefði það risið þar án þeirrar staðreyndar?
"Tor Arne Berg, forstjóri Fjarðaáls, segist ekki geta tjáð sig um raforkusamning álfyrirtækisins við Landsvirkjun, enda sé hann trúnaðarmál.
"Það er þó alveg ljóst, að álverið var reist hér á landi vegna þess, að hér var í boði langtímasamningur á stöðugri orku", segir hann.
"Helzta ógnin, sem steðjar að áliðnaði um þessar mundir, er offramleiðsla í Kína, sem kemur til vegna óeðlilegra niðurgreiðslna frá ríkinu. Þetta hefur orðið til þess, að álverð hefur fallið á alþjóðlegum markaði, sem þrengir mjög að samkeppnisstöðu í þessari grein", bætir forstjórinn við."
Í viðtali við forstjóra Elkem, Einar Þorsteinsson, segir hann eftirfarandi:
"Ef við skoðum þættina, sem hafa áhrif á afkomu okkar, má segja, að sá þáttur, sem vegur þyngst sé markaðsverð á afurðum. Það sveiflar afkomunni upp og niður. En ef við skoðum samkeppnishæfni verksmiðju okkar á Íslandi - Elkem er með 27 verksmiðjur á heimsvísu - þá samanstendur hún af þremur meginþáttum og hefur gert það frá upphafi", segir Einar.
"Þar má fyrst nefna flutningskostnað. Við flytjum öll hráefni inn og allar afurðir út. Þetta hefur veikt samkeppnisstöðu okkar gagnvart keppinautum í Evrópu", segir Einar.
Annar þáttur, sem vegur þungt, er innlendur kostnaður og launakostnaður. Öll þjónusta, sem Elkem kaupir innanlands, er beintengd við launaþróun, og þessi kostnaður er mjög óhagstæður að sögn Einars. Verksmiðja Elkem á Íslandi er sú dýrasta innan samstæðunnar, hvað laun varðar.
"Þriðji þátturinn er raforkan, en hún er ástæðan fyrir því, að verksmiðjan er yfirleitt á Íslandi. Raforkuverðið var hagstætt og gerði það að verkum, að verksmiðja á Íslandi var samkeppnishæf. Eftir niðurstöðu gerðardóms má segja, að þessi samkepnisþáttur sé að miklu leyti horfinn", segir Einar."
Verða Íslendingar ekki að deila örlögum með stóriðjufyrirtækjunum af ítrústu sanngirni? Bíða betri tíma og að grænki á ný?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:39 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 42
- Frá upphafi: 3419710
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Þyrftum við ekki að vita verðið á MV-stundinni sem að seld er til Straumsvík?
Jón Þórhallsson, 27.2.2020 kl. 16:01
Sæll Halldór
Það er einkum tvennt varðandi raforkumál sem virðist algerlega gleymt í umræðunni.
Í fyrsta lagi var það vegna samninga um stóriðju hér á landi sem okkur tókst að rafvæða nánast allt landið, hvert þorp og hvern sveitabæ. Það var því stóriðjan sem lagði grundvöll að þeim lífskjörum sem við landsmenn búum við, stóriðjan sem var grundvöllur stofnunnar Landsvirkjunnar og stóriðjan sem var grundvöllur byggðalínunnar.
Í öðru lagi gleymist gjarnan í umræðunni að vegna þessa samspils fengust erlendir aðilar til að koma hingað til lands og setja upp stór iðjuver. Fyrirtæki sem greiða að öllu jöfnu mun hærri laun en önnur fyrirtæki í landinu, fyrirtæki sem hafa aukið hér mikla þekkingu á mörgum sviðum, þekkingu sem við erum farin að selja úr landi. Eingöngu vegna raforkunnar fengust þessi fyrirtæki til að koma hingað, til lands sem er langt úr leið við hráefnamarkað og þann markað sem nýtir vörur þær er framleiddar eru.
Hefði ekki komið til þessa samspils orkuframleiðslu og stóriðju, hér á lkandi, værum við mun fátækari á allan hátt.
Kveðja
Gunnar Heiðarsson, 27.2.2020 kl. 19:45
Halldór, þetta er rosalega langt mál hjá þér, án þess að koma að kjarna málsins.
Orkupakki 3 og draumurinn um tenginguna við Evrópu, þýðir fall álfyrirtækja.
Annars höfum við ekki orku til að selja gegnum sæstreng.
Þú veist þetta, en þú ennþá heldur að í næsta lífi verði gagnrýni á græðgisvæðingu Sjálfstæðisflokksins, neikvætt karma fyrir þig.
Annað skýrir ekki skortinn á tæpitungu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.2.2020 kl. 20:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.