Leita í fréttum mbl.is

Verðtryggingin vinsæla

hefur dugað landsmönnum vel og tryggt þeim eftirlaun úr lífeyrissjóðakerfinu.Fyrir tíma hennar var ekki hægt að geyma peningaleg verðmæti öðruvísi en í steinsteypu.

Þetta frumvarp var lagt fram skömmu fyrir innleiðingu Ólafslaga 1978.

Allir sáu hvernig sú gengdarlausa spilling sem ríkti hér á landi í óðaverðbólguni fór með þjóðina. Þá þýddu lán sama og gjafir og pólitík réði því hverjir hlutu.

Á okkar timum þvæla pópúlistar úr litlu skrípaflokkunum á Alþingi um nauðsyn afnáms verðtryggingar og telja hana undirrtót alls ills. Þeir sömu hafa gott af því að lesa greinargerð með þessu kratafrumvarpi sem varð kannski kveikjan að því að þjóðin náði að vinna sig út úr vandanum með setningu Ólafslaga. Þau lög urðu upphafið að nýrri sókn í atvinnulífinu. 

 

"9. Frumvarp til laga [9. mál] um breyting á lögum nr. 10 29. mars 1961, um Seðlabanka Íslands.

Flm.: Vilmundur Gylfason, Sighvatur Björgvinsson, Árni Gunnarsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Finnur Torfi Stefánsson, Gunnlaugur Stefánsson, Eiður Guðnason.

Við 13. gr. laganna bætist: Seðlabankanum er ekki heimilt að ákvarða vaxtakjör lægri en nemur verðbólgustigi á hverjum tíma.Seðlabankanum ber að endurskoða vaxtakjör, bæði innlánsvaxta og útlánsvaxta, á minnst þriggja mánaða fresti.

1. gr. 2. Rr.

Aftan við síðustu málsgrein laganna komi svofellt: Ákvæði til bráðabirgða. Innlánsvextir hafi náð verðbólgustigi eigi síðar en 1. október 1979. Vextir af útlánum til almennra nota og til fjárfestingar hafi náð verðbólgustigi eigi síðar en 1. október 1979. Vextir af lánum til atvinnurekstrar hafi náð verðbólgustigi eigi síðar en 1. apríl 1980. Vextir af afurðalánum hafi náð verðbólgustígi eigi síðar en 1. október 1980.

Greinargerð.

Flestir munu sammála um, að stjórnun peningamála skiptir mjög verulegu máli sambandi við þróun verðbólgu. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að lengst af um áratuga skeið hafa íslendingar búið við neikvæða vexti. Á síðustu áratugum er aðeins árið 1967 undanskilið. Þetta hefur þýtt, að sparifjáreigendur hafa tapað stórkostlegum fjármunum, og almennt hefur þetta einnig þýtt að viljinn til þess að spara hefur verið mjög slævður. Þetta hefur jafnframt þýtt, að auðveldasti vegurinn til þess að verða efnaður hefur verið að skulda fjármagn. Aðgangur að lánastofnunum ræður í raun meiru um það, hvort fólk og fyrirtæki kemst vel af, heldur en útkoma í kjarasamningum eða góður eða slæmur rekstur fyrirtækja.

Staða sparifjáreigenda er sérstaklega hrikaleg sem afleiðing af þessu ástandi. Um síðustu áramót mun láta nærri, að sparifjáreigendur hafi átt á reikningum í bönkum, sparisjóðum og innlánsdeildum tæplega eitt hundrað milljarða króna.

Láta mun nærri að verðrýrnun þessara fjármuna nemi um tuttugu milljörðum króna. Með öðrum orðum, þá brunnu nær tuttugu milljarðar af fjármunum sparifjáreigenda á verðbólgubálinu á siðasta ári. Þetta er auðvitað gegndarlaust óréttlæti og vinnur þar að auki gegn sparsemi og ráðdeild í samfélaginu.

Það er eindregin skoðun flutningsmanna að hið neikvæða vaxtakerfi hafi breytt þeim stofnunum, sem eiga að vera til þess að lána fjármagn, úr því að vera útlánastofnanir og í það að vera hafta- og skömmtunarstofnanir, sem þar að auki starfa nær alfarið fyrir luktum dyrum og lúta enn fremur pólitísku valdi að mjög verulegu leyti. Þetta kerfi leiðir óhjákvæmilega til misnotkunar, óhagkvæmrar fjárfestingar og hvers konar misréttis. Það er einnig skoðun flutningsmanna, að ógerlegt sé að sigrast á óðaverðbólgu nema takast megi að sannfæra almenning um, að hann hagnist ekki, heldur tapi, á þessu ástandi. Þetta hefur verið afar erfitt, ekki síst á allra síðustu árum, þegar hraði verðbólgunnar hefur keyrt um þverbak.

Það hefur leitt til þess, að allir þeir, sem eiga þess einhvern kost að komast yfir lánsfjármagn, telja sig hagnast á þessu ástandi, jafnvel þó í smáu sé. Þessu verður ekki breytt, jafnvægi verður ekki komið á í peningamálum, og almenningsálitið verður ekki endanlega sannfært um skaðsemi verðbólgu og dýrtíðar, nema raunvaxtastefnu verði komið á í áföngum.

Það er ekki vilji flutningsmanna, að vextir í landinu verði 50-60 af hundraði, eins og þeir mundu gera við óbreytt verðbólgustig. Þvert á móti er það sannfæring flutningsmanna, að með samþykkt þessa frumvarps yrðu stjórnvöld knúin til þess að leggja til raunverulegrar atlögu við verðbólguna á öðrum sviðum.

Lagt er til að lögin taki gildi í áföngum til þess að stjórnvöld geti hagað öðrum ákvörðunum til samræmis við raunvaxta stefnu. Við fyrstu sýn væru hagsmunir og afkoma húsbyggjenda áhyggjuefni. ÞÓ að einstakir húsbyggjendur geti með nokkrum rétti litið svo á, að þeir hafi byggt yfir sig með verðbólgu, einkum hin síðari ár, þá segir sig sjálft að verðbólgan hefur eyðilagt lánakerfi húsbyggjenda þegar á heildina er litið.

Það þyrfti að endurskipuleggja allt lánakerfi í húsnæðismálum með tilliti til raunvaxta stefnu og þá fyrst og fremst í þá veru að dreifa lánum á mun lengra tímabil en nú er gert. Neikvæðir vextir undanfarinna ára og áratuga hafa valdið ótrúlegum skaða í samfélaginu, bæði fjárhagslegum og siðferðilegum.

Þeir hafa flutt ótrúlega pólitísk völd til bankakerfisins. Þeir hafa í raun útrýmt hugtakinu "lán" úr efnahagskerfinu, og á sama tíma hafa þeir gert allt fjármagn háð pólitískri skömmtun, þó svo annað eigi að heita. Þetta hefur aftur gert fjármálalífið óheilbrigt og er á góðri leið með að festa þjóðina í farvegi 50-60 prósent verðbólgu."

Alþingismenn okkar hefðu margir gott af að velta þessari greinargerð fyrir sér áður en þeir tala næst um endurheimt hinna gömlu tíma. Forystumenn í launþegafélögunum sömuleiðis þó ekki sé líklegt að þeir megni að skilja boðskapinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 3418280

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband