30.3.2020 | 10:14
Kína er sökudólgurinn
með sóðaskap sínum. Flestar pestir heimsins eiga upptök sín á svínslegum sóðamörkuðum Kína.Þeim verður að loka í núverandi mynd.
Jónas Haraldsson lögfræðingur skrifar þarfa hugvekju í Morgunblað dagsins:
"mannlífið meira nú um þessar mundir en sú veira, sem kom upp á útimarkaði með fisk og ferskar kjötvörur í Wuhan í Kína, sem er borg á stærð við London. Talið er að um 20 þúsund slíkir matarmarkaðir séu í Kína í dag. Ekki vitum við eðlilega nú hvenær linnir þessu veirusmiti sem er að tröllríða heiminum eða hve margir veikjast eða deyja eða hversu gífurlega miklu fjártjóni veiran muni valda um allan heim þegar upp verður staðið. Verður hér á eftir reynt að hugleiða hvers vegna þetta gerist en vitað er þó með nokkurri vissu að veira sem þessi muni að óbreyttu skjóta aftur upp kollinum og hvers vegna það gerist og hvar það verður.
Veira nr. 1
Árið 2002 kom upp veirusýking á matarmarkaði í suðurhluta Kína, svonefnd SARSveira. Hún breiddist til 26 landa og smituðust 8.098 manns og 774 dóu. Hún var yfirstaðin árið eftir. Á þessum matarmörkuðum eru seld dýr til slátrunar af ýmsum tegundum, t.d slöngur, refir, apar, eðlur, leðurblökur og ýmis sjaldgæf villt dýr í útrýmingarhættu auk annarra dýra. Sóðaskapurinn er oft og tíðum slíkur að menn hafa talið þessa matarmarkaði vera smitsjúkdómabæli, tifandi tímasprengju, eins og í tvígang hefur komið í ljós. Talið var að leðurblaka hefði smitað svokallaðan þefkött og þaðan í mann. Til stóð að banna eða láta draga úr starfsemi þessara matarmarkaða, en þó ekki eingöngu vegna smithættu, heldur einnig með dýravernd í huga og jafnframt verndun villtra dýra í útrýmingarhættu. Því miður fjaraði þetta út með hryllilegum afleiðingum síðar fyrir umheiminn.
Veira nr. 2
Sú veira sem kom upp á matarmarkaði í Wuhan í Kína og nú geisar er talin hafa borist frá leðurblöku í svokallað hreisturdýr, sem er mauraæta, og þaðan í mann. Á þessum mörkuðum geta menn fengið ferskt kjöt og orðið vitni að því þegar dýrunum er slátrað og gert að þeim, þar sem blóð, saur og annar úrgangur flýtur oft um gólf þótt reynt sé að skola slíkt í burtu með vatnsslöngu. Þá hefur iðulega sést að verið er að nota sama hnífinn á eitt dýrið af öðru án hanska, svo eitthvað sé nefnt um vinnubrögðin þarna. Í stuttu máli þá er sóðaskapurinn á þessum matarmörkuðum oft og tíðum skelfilegur og ekki fyrir viðkvæma að fylgjast með aðförunum við slátrun og aðgerð á dýrunum. Sumir markaðanna eru undir berum himni og hreinlæti oftar en ekki af skornum skammti og þrifnaður ekki í hávegum hafður. Að geta rústað umheiminum eingöngu með eigin sóðaskap er áhyggjuefni.
Veira nr. 3?
Til þess að reyna að koma í veg fyrir að umheimurinn fái þriðju veirusendinguna frá Kína þurfa þjóðir heims að standa fast saman og sjá til þess að Kínverjar banni með öllu þessa áðurnefndu matarmarkaði. Því verði fylgt fast eftir, hvað sem hefðbundnum matarvenjum Kínverja líður. Of mikið er í húfi fyrir heimsbyggðina og þá sjálfa til að þessir matarmarkaðir fái að starfa áfram. Að lokum má velta því fyrir sér hvort stjórnvöld í Kína hafi hugleitt að bæta þjóðum heims þótt ekki væri nema lítinn hluta af því gríðarlega fjártjóni, sem þessi kínverska veira nr. 2 er að valda og mun valda.
Mannfallið verður þó aldrei bætt eða eyðileggingin á daglegu lífi fólks og mannlegum samskiptum. Auðvitað skal þökkuð sú aðstoð með upplýsingum og gögnum sem kemur frá Kína. Maður spyr sig þó hvort það væri t.d. nóg að sá sem veldur gríðarlegum eldsvoða sem leiðir til mikils manntjóns og fjárhagstjóns, verði þar með laus allra mála sökum þess að hann slökkti sjálfur eldinn í húsinu sínu. Jafnframt því að hann tók þátt í því að veita upplýsingar um hvernig best væri að slökkva í eldinn í hinum húsunum, sem eru að brenna í allri borginni af hans völdum.
Nú er bara að vona að þessi veira sem nú gengur yfir verði sem fyrst yfirstaðin og heimurinn nái sér að mestu leyti aftur, þótt hann verði líklega aldrei samur og áður. Slík verður eyðileggingin af völdum þessarar veiru sem mun koma niður á hverju einasta mannsbarni í heiminum með einhverjum hætti og jafnframt rústa fjárhag þjóðanna.
Of mikið er í húfi fyrir heimsbyggðina og þá sjálfa til að þessir matarmarkaðir fái að starfa áfram.
Jónas Haraldsson Höfundur er lögfræðingur"
Það er óskandi að Trump Forseti skoði þessa grein Jónasar og grípi til ráðstafana gegn Kínverjum. Það er ekki hægt að verðlauna þá með viðskiptum ef þetta svínarí er ekki hægt að stöðva með einhverjum ráðum.
Það var að vonum að gamli komminn Hjörleifur Guttormsson dregur þá ályktun í grein í sama blaði, að það sé kapitalismanum að kenna hvernig komið er í heiminum. Engu gleymt né ekkert lært.
Kína er sökudólgurinn á bak við heimsfaraldurinn og þeir eiga að gjalda fyrir það.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:17 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 83
- Sl. sólarhring: 84
- Sl. viku: 130
- Frá upphafi: 3420049
Annað
- Innlit í dag: 42
- Innlit sl. viku: 80
- Gestir í dag: 42
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Verður Trump þá ekki líka að beita sér gegn Kansas þar sem spánska veikin kom upp.
Jón
Jón (IP-tala skráð) 30.3.2020 kl. 11:53
TRUMP er ekki GUÐ almáttugur, en hann skipar og hjálpar til góðs. ÍTALÍA, SPÁNN og UK voru að fá hjálp og öndunartæki frá USA og fleiri lönd bíða hjálpar.
GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 31.3.2020 kl. 14:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.